Við höfum þegar framkvæmt það sem aðrir lofa að gera Ó. Ingi Tómasson skrifar 15. mars 2022 08:30 Málefnafátækt Samfylkingarinnar í Hafnarfirði kemur ágætlega fram í innihaldslausum fullyrðingum um að ekkert sé að gerast í uppbyggingu í bænum. Talað er um lítið sé að frétta í skipulagi nýrra hverfa, engar lóðir hafi verið og séu til úthlutunar og það sem meira er að Samfylkingin lofar að fara í úthlutanir á lóðum m.a. á slippsvæðinu, Óseyrarhverfi og Hraunum Vestur. Uppbygging þróunarreita Á þessu kjörtímabili var m.a. samþykkt Rammaskipulag fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði, unnið er að deiliskipulagi fyrir Óseyrarsvæði þar sem gert er ráð fyrir um 700 íbúðum ásamt verslun og þjónustu. Á Flensborgarsvæðið kemur eitt stykki Tækniskóli, búið er að breyta aðalskipulagi svæðisins vegna skólans. Á Hraunum Vestur var einnig samþykkt rammaskipulag fyrir allt hverfið þar sem gert er ráð fyrir 2800 íbúðum og fyrir liggur samþykkt deiliskipulag fyrir um 490 íbúðir ásamt verslun og þjónustu. Fulltrúar Samfylkingunnar greiddu atkvæði gegn þessari uppbyggingu, sama og þeir gerðu við skipulag Hafró hússins við Fornubúðir. Það sem Fulltrúar Samfylkingarinnar lofa að gera er að úthluta lóðum á þessum svæðum, þ.e. Óseyrarsvæði, slippsvæði og Hraunum Vestur. Eins og allir vita er ýmis starfsemi á þessum svæðum, hús eru í notkun og í gildi lóðaleigusamningar. Samfylking virðist því ætla í eignarupptöku á þessum svæðum til að geta úthlutað lóðunum. Það sem Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur gert er að vinna með lóðarhöfum um lausn mála sem uppbygging á þessum svæðum kallar á, afrakstur þeirrar vinnu er að stutt er í uppbyggingu á þessum svæðum og verður t.d. byrjað að byggja á svokölluðum Trefjareit á Hraunum Vestur í vor. Auk þessa er uppbygging hafin á nokkrum þróunarreitum í bænum. Önnur uppbygging Það sem hefur farið fram hjá fulltrúum Samfylkingarinnar er kröftug uppbygging í Skarðshlíð, úthlutun á síðasta ári í Hamranesi, þar voru úthlutaðar lóðir undir 1700 íbúðir í fjölbýli og uppbygging þar á fullum krafti, útboð á lóð á Ásvöllum undir 110 íbúðir, deiliskipulag samþykkt undir 200 íbúðir í Selhrauni Suður og samþykkt deiliskipulag fyrir Ásland 4 fyrir 550 íbúðir í sérbýli, þar mun úthlutun fara fram í vor. Samtals liggur fyrir skipulag fyrir 7000 íbúðir sem rúma 17000 íbúa. Um þessa uppbyggingu má lesa nánar á: https://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/frettir/hafnarfjordur-staekkar. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur þegar framkvæmt það sem Samfylkingin lofar að gera. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og formaður skipulags- og byggingarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Málefnafátækt Samfylkingarinnar í Hafnarfirði kemur ágætlega fram í innihaldslausum fullyrðingum um að ekkert sé að gerast í uppbyggingu í bænum. Talað er um lítið sé að frétta í skipulagi nýrra hverfa, engar lóðir hafi verið og séu til úthlutunar og það sem meira er að Samfylkingin lofar að fara í úthlutanir á lóðum m.a. á slippsvæðinu, Óseyrarhverfi og Hraunum Vestur. Uppbygging þróunarreita Á þessu kjörtímabili var m.a. samþykkt Rammaskipulag fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði, unnið er að deiliskipulagi fyrir Óseyrarsvæði þar sem gert er ráð fyrir um 700 íbúðum ásamt verslun og þjónustu. Á Flensborgarsvæðið kemur eitt stykki Tækniskóli, búið er að breyta aðalskipulagi svæðisins vegna skólans. Á Hraunum Vestur var einnig samþykkt rammaskipulag fyrir allt hverfið þar sem gert er ráð fyrir 2800 íbúðum og fyrir liggur samþykkt deiliskipulag fyrir um 490 íbúðir ásamt verslun og þjónustu. Fulltrúar Samfylkingunnar greiddu atkvæði gegn þessari uppbyggingu, sama og þeir gerðu við skipulag Hafró hússins við Fornubúðir. Það sem Fulltrúar Samfylkingarinnar lofa að gera er að úthluta lóðum á þessum svæðum, þ.e. Óseyrarsvæði, slippsvæði og Hraunum Vestur. Eins og allir vita er ýmis starfsemi á þessum svæðum, hús eru í notkun og í gildi lóðaleigusamningar. Samfylking virðist því ætla í eignarupptöku á þessum svæðum til að geta úthlutað lóðunum. Það sem Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur gert er að vinna með lóðarhöfum um lausn mála sem uppbygging á þessum svæðum kallar á, afrakstur þeirrar vinnu er að stutt er í uppbyggingu á þessum svæðum og verður t.d. byrjað að byggja á svokölluðum Trefjareit á Hraunum Vestur í vor. Auk þessa er uppbygging hafin á nokkrum þróunarreitum í bænum. Önnur uppbygging Það sem hefur farið fram hjá fulltrúum Samfylkingarinnar er kröftug uppbygging í Skarðshlíð, úthlutun á síðasta ári í Hamranesi, þar voru úthlutaðar lóðir undir 1700 íbúðir í fjölbýli og uppbygging þar á fullum krafti, útboð á lóð á Ásvöllum undir 110 íbúðir, deiliskipulag samþykkt undir 200 íbúðir í Selhrauni Suður og samþykkt deiliskipulag fyrir Ásland 4 fyrir 550 íbúðir í sérbýli, þar mun úthlutun fara fram í vor. Samtals liggur fyrir skipulag fyrir 7000 íbúðir sem rúma 17000 íbúa. Um þessa uppbyggingu má lesa nánar á: https://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/frettir/hafnarfjordur-staekkar. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur þegar framkvæmt það sem Samfylkingin lofar að gera. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og formaður skipulags- og byggingarráðs.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar