Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 90-125 | Heimamenn þurfa að bíða lengur eftir sigri á KR í Ljónagryfjunni Atli Arason skrifar 14. mars 2022 23:15 Adama Darbo var frábær í liði KR í kvöld. Vísir/Bára Dröfn KR hefur haft tröllatak á Njarðvíkingum í Ljónagryfjunni síðustu ár og það var enginn breyting á því á þessu tímabili. KR sótti ótrúlegan 35 stiga sigur, 90-125, sem er jafnframt stærsta tap Njarðvíkur á tímabilinu. Njarðvíkingar byrjuðu þó leikinn í kvöld betur. Mario Matasovic vann uppkastið fyrir heimamenn og skoraði sjálfur fyrstu stig leiksins fimm sekúndum síðar. Njarðvík komst svo sex stigum yfir í stöðunni 8-2 en það var jafnframt mesta forskot sem heimamenn höfðu í þessum leik en þeir sáu í raun aldrei aftur til sólar. KR vann upp forskotið, jafnaði leikinn í 12-12 og tóku svo öll völd á leiknum. Með Brynjar Þór fremstan í flokki í fyrsta leikhluta juku gestirnir forskot sitt og unnu fyrsta leikhluta 18-30. Annar leikhluti var jafn framan af áður en KR tók öll völdin á ný um miðbik fjórðungsins. Gestirnir héldu áfram að hitta úr nánast öllum skotum sínum og áður en hálfleiks flautið kom var KR 22 stigum yfir, 30-62. Njarðvíkingar urðu fyrir áfalli rétt fyrir hálfleikinn þegar Haukur Helgi Pálsson varð að fara meiddur af leikvelli með sjúkrateymi liðsins. Haukur kom ekki aftur við sögu í leiknum. Njarðvíkingar komu flatir út í síðari hálfleikinn og KR gekk enn frekar á lagið. 15 stiga áhlaup gestanna gerði að verkum að KR var skyndilega komið í 36 stiga forskot áður en þriðji leikhluti var hálfnaður, 43-79. Gestirnir voru ekki samt ekki hættir. Með áframhaldandi frábærri skotnýtingu náði KR að komast í 42 stiga forskot þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta og leiknum í raun lokið. Njarðvíkingar gerðu átta af síðustu tíu stigum þriðja leikhluta og staðan fyrir síðasta fjórðunginn var 60-96. Áður en fjórði leikhluti hófst vissu allir í Ljónagryfjunni í hvað stefndi. Fyrir heimamenn snerist síðasti fjórðungurinn einungis að laga stöðuna en munurinn fór minnst niður í 27 stig áður en KR jók forskot sitt á ný. Lokatölur voru 90-125 gestunum úr Vesturbæ í vil. Af hverju vann KR? Það virtist allt fara ofan í hjá KR-ingum. Þrátt fyrir að taka 11 færri skot þá hittu þeir 13 sinnum oftar ofan í körfuna. KR var með 61% skotnýtingu, 44 af 71 skoti fór í körfuna. Njarðvík hitti úr 31 af 82 skotum sem gerir 37% skotnýtingu. Gestirnir gjörsigruðu einnig frákastabaráttuna með 60 fráköstum gegn 35. Hverjir stóðu upp úr? KR liðið í heild var frábært. Carl Lindbom var framlagshæstur með 30 framlagspunkta þar sem Lindbom gerði 19 stig, tók 10 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Adama Darboe var stigahæstur með 22 stig ásamt því að gefa 11 stoðsendingar og taka 3 fráköst. Hjá Njarðvík var Maciej Baginski stigahæstur með 20 stig. Hvað gerist næst? Framundan er hlé á deildinni vegna bikarkeppninnar. Næsti skráði leikur Njarðvíkur er gegn Stjörnunni þann 24. mars en líkegt er að frestaði leikur þeirra gegn Vestra komi áður. KR-ingar spila næst gegn Íslandsmeisturum Þórs þann 24. mars. „Þetta var bara ekki boðlegt“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur.Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var því sem næst orðlaus yfir frammistöðu sinna leikmanna í kvöld. „Það er fátt um þetta að segja. Við vorum bara teknir og jarðaðir hérna. Það var alveg frá þriðju mínútu sem þeir unnu allar stöður og KR-ingar voru bara miklu betri. Þeir eiga fyllilega skilið jafn stóran sigur og hann var,“ sagði Benedikt í viðtali við Vísi eftir leik. „Ákafinn og orkan var augljóslega töluvert meiri hjá þeim. Mér fannst vanta alla skapgerð í mína menn í dag. KR-ingarnir voru bara hreint út sagt frábærir hérna í kvöld með eitthvað um 60% þriggja stiga nýtingu í leiknum og ég ætla ekki að taka neitt af þeim en frammistaða okkar var alveg hræðileg.“ Haukur Helgi Pálsson fór meiddur af leikvelli og óvíst er hvað hann verður lengi frá. Benedikt telur þó að liðið sitt eigi að spila mun betur þótt Haukur sé ekki með. „Hann meiddist í baki í leiknum á móti Blikum. Honum leið ágætlega fyrir leik í kvöld en það virðist hafa komið smá bakslag í þau meiðsli. Ég veit ekki hvað hann verður lengi frá, það verður bara að koma í ljós. Við eigum samt alveg að geta spilað á hærra leveli en við gerðum í kvöld án hans.“ Benedikt vill fá að spila aftur sem fyrst til að fá að svara fyrir þetta stóra tap. Leikur liðsins gegn Vestra var frestaður vegna veðurs fyrir skömmu en mögulegt er að liðin leika saman á meðan hlé er á deildinni vegna bikarkeppninnar. „Við eigum frestaðan leik á móti Vestra á næstu dögum en ég er bara ekki viss hvenær hann er. Ég er bæði búinn að heyra 18. og 21. mars en ég á eftir að fá staðfest hver leikdagurinn verður. Vonandi fáum við bara að spila sem fyrst aftur og fá að svara fyrir þennan leik í kvöld því þetta var bara ekki boðlegt,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur. „Allir sem spiluðu gerðu það eins og englar“ Helgi Már MagnússonVísir/Bára Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var himinlifandi eftir sigurinn í kvöld og gat leyft sér að slá á létta strengi aðspurður af því hvers vegna liði vann svona stóran sigur á Njarðvík. „Strákarnir hlustuðu loksins á leikplanið,“ sagði Helgi og hló. „Nei nei, ég bjóst ekki við þessu og ég held að enginn hafi búist við þessu. Allir sem spiluðu gerðu það eins og englar. Adama og Veigar stýrðu þessu eins og herforingjar.“ „Þessi sigur þýðir ekkert að þetta sé komið hjá okkur. Þetta var stór sigur hjá okkur og mér fannst strákarnir bregðast vel við þar sem ég var pínu hræddur eftir Keflavíkur leikinn. Ég fann það bara á sjálfum mér að maður var eins og sprunginn blaðra eftir þann leik. Maður hélt að við værum með þetta þá en svo misstum við þann leik einhvern veginn frá okkur. Ég var pínu hræddur að við myndum ekki ná rétta orkustiginu í kvöld þar sem það er stutt á milli leikja. Maður fann það samt inn í klefa fyrir leik að menn voru rétt stilltir. Svo bara framkvæmdum við þetta upp á 10 og strákarnir stóðu sig frábærlega.“ KR-ingar eru nú með örlögin í sínum eigin höndum. Sæti í úrslitakeppninni er nú þeirra til að tapa. Næst fá þeir verðugt verkefni gegn Íslandsmeisturum Þórs. „Það er alltaf bara áfram gakk. Við erum á heimavelli gegn Þór og höfum verið að spila vel á heimavelli. Við ætlum bara að reyna að halda því áfram og eiga vonandi góðan leik þar,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla UMF Njarðvík KR
KR hefur haft tröllatak á Njarðvíkingum í Ljónagryfjunni síðustu ár og það var enginn breyting á því á þessu tímabili. KR sótti ótrúlegan 35 stiga sigur, 90-125, sem er jafnframt stærsta tap Njarðvíkur á tímabilinu. Njarðvíkingar byrjuðu þó leikinn í kvöld betur. Mario Matasovic vann uppkastið fyrir heimamenn og skoraði sjálfur fyrstu stig leiksins fimm sekúndum síðar. Njarðvík komst svo sex stigum yfir í stöðunni 8-2 en það var jafnframt mesta forskot sem heimamenn höfðu í þessum leik en þeir sáu í raun aldrei aftur til sólar. KR vann upp forskotið, jafnaði leikinn í 12-12 og tóku svo öll völd á leiknum. Með Brynjar Þór fremstan í flokki í fyrsta leikhluta juku gestirnir forskot sitt og unnu fyrsta leikhluta 18-30. Annar leikhluti var jafn framan af áður en KR tók öll völdin á ný um miðbik fjórðungsins. Gestirnir héldu áfram að hitta úr nánast öllum skotum sínum og áður en hálfleiks flautið kom var KR 22 stigum yfir, 30-62. Njarðvíkingar urðu fyrir áfalli rétt fyrir hálfleikinn þegar Haukur Helgi Pálsson varð að fara meiddur af leikvelli með sjúkrateymi liðsins. Haukur kom ekki aftur við sögu í leiknum. Njarðvíkingar komu flatir út í síðari hálfleikinn og KR gekk enn frekar á lagið. 15 stiga áhlaup gestanna gerði að verkum að KR var skyndilega komið í 36 stiga forskot áður en þriðji leikhluti var hálfnaður, 43-79. Gestirnir voru ekki samt ekki hættir. Með áframhaldandi frábærri skotnýtingu náði KR að komast í 42 stiga forskot þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta og leiknum í raun lokið. Njarðvíkingar gerðu átta af síðustu tíu stigum þriðja leikhluta og staðan fyrir síðasta fjórðunginn var 60-96. Áður en fjórði leikhluti hófst vissu allir í Ljónagryfjunni í hvað stefndi. Fyrir heimamenn snerist síðasti fjórðungurinn einungis að laga stöðuna en munurinn fór minnst niður í 27 stig áður en KR jók forskot sitt á ný. Lokatölur voru 90-125 gestunum úr Vesturbæ í vil. Af hverju vann KR? Það virtist allt fara ofan í hjá KR-ingum. Þrátt fyrir að taka 11 færri skot þá hittu þeir 13 sinnum oftar ofan í körfuna. KR var með 61% skotnýtingu, 44 af 71 skoti fór í körfuna. Njarðvík hitti úr 31 af 82 skotum sem gerir 37% skotnýtingu. Gestirnir gjörsigruðu einnig frákastabaráttuna með 60 fráköstum gegn 35. Hverjir stóðu upp úr? KR liðið í heild var frábært. Carl Lindbom var framlagshæstur með 30 framlagspunkta þar sem Lindbom gerði 19 stig, tók 10 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Adama Darboe var stigahæstur með 22 stig ásamt því að gefa 11 stoðsendingar og taka 3 fráköst. Hjá Njarðvík var Maciej Baginski stigahæstur með 20 stig. Hvað gerist næst? Framundan er hlé á deildinni vegna bikarkeppninnar. Næsti skráði leikur Njarðvíkur er gegn Stjörnunni þann 24. mars en líkegt er að frestaði leikur þeirra gegn Vestra komi áður. KR-ingar spila næst gegn Íslandsmeisturum Þórs þann 24. mars. „Þetta var bara ekki boðlegt“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur.Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var því sem næst orðlaus yfir frammistöðu sinna leikmanna í kvöld. „Það er fátt um þetta að segja. Við vorum bara teknir og jarðaðir hérna. Það var alveg frá þriðju mínútu sem þeir unnu allar stöður og KR-ingar voru bara miklu betri. Þeir eiga fyllilega skilið jafn stóran sigur og hann var,“ sagði Benedikt í viðtali við Vísi eftir leik. „Ákafinn og orkan var augljóslega töluvert meiri hjá þeim. Mér fannst vanta alla skapgerð í mína menn í dag. KR-ingarnir voru bara hreint út sagt frábærir hérna í kvöld með eitthvað um 60% þriggja stiga nýtingu í leiknum og ég ætla ekki að taka neitt af þeim en frammistaða okkar var alveg hræðileg.“ Haukur Helgi Pálsson fór meiddur af leikvelli og óvíst er hvað hann verður lengi frá. Benedikt telur þó að liðið sitt eigi að spila mun betur þótt Haukur sé ekki með. „Hann meiddist í baki í leiknum á móti Blikum. Honum leið ágætlega fyrir leik í kvöld en það virðist hafa komið smá bakslag í þau meiðsli. Ég veit ekki hvað hann verður lengi frá, það verður bara að koma í ljós. Við eigum samt alveg að geta spilað á hærra leveli en við gerðum í kvöld án hans.“ Benedikt vill fá að spila aftur sem fyrst til að fá að svara fyrir þetta stóra tap. Leikur liðsins gegn Vestra var frestaður vegna veðurs fyrir skömmu en mögulegt er að liðin leika saman á meðan hlé er á deildinni vegna bikarkeppninnar. „Við eigum frestaðan leik á móti Vestra á næstu dögum en ég er bara ekki viss hvenær hann er. Ég er bæði búinn að heyra 18. og 21. mars en ég á eftir að fá staðfest hver leikdagurinn verður. Vonandi fáum við bara að spila sem fyrst aftur og fá að svara fyrir þennan leik í kvöld því þetta var bara ekki boðlegt,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur. „Allir sem spiluðu gerðu það eins og englar“ Helgi Már MagnússonVísir/Bára Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var himinlifandi eftir sigurinn í kvöld og gat leyft sér að slá á létta strengi aðspurður af því hvers vegna liði vann svona stóran sigur á Njarðvík. „Strákarnir hlustuðu loksins á leikplanið,“ sagði Helgi og hló. „Nei nei, ég bjóst ekki við þessu og ég held að enginn hafi búist við þessu. Allir sem spiluðu gerðu það eins og englar. Adama og Veigar stýrðu þessu eins og herforingjar.“ „Þessi sigur þýðir ekkert að þetta sé komið hjá okkur. Þetta var stór sigur hjá okkur og mér fannst strákarnir bregðast vel við þar sem ég var pínu hræddur eftir Keflavíkur leikinn. Ég fann það bara á sjálfum mér að maður var eins og sprunginn blaðra eftir þann leik. Maður hélt að við værum með þetta þá en svo misstum við þann leik einhvern veginn frá okkur. Ég var pínu hræddur að við myndum ekki ná rétta orkustiginu í kvöld þar sem það er stutt á milli leikja. Maður fann það samt inn í klefa fyrir leik að menn voru rétt stilltir. Svo bara framkvæmdum við þetta upp á 10 og strákarnir stóðu sig frábærlega.“ KR-ingar eru nú með örlögin í sínum eigin höndum. Sæti í úrslitakeppninni er nú þeirra til að tapa. Næst fá þeir verðugt verkefni gegn Íslandsmeisturum Þórs. „Það er alltaf bara áfram gakk. Við erum á heimavelli gegn Þór og höfum verið að spila vel á heimavelli. Við ætlum bara að reyna að halda því áfram og eiga vonandi góðan leik þar,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti