UMF Njarðvík

Fréttamynd

„Á­kveðnir í því að gefa þeim enga von“

Njarðvík tók á móti Haukum í IceMar-höllinni í kvöld þegar nítjánda umferð Bónus deild karla hóf göngu sína. Njarðvíkingar gátu með sigri styrkt stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar og um leið formlega fellt Hauka. Í leik sem aldrei varð spennandi voru það Njarðvíkingar sem kjöldrógu Hauka 103-81.

Körfubolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Njarð­vík - Þór Ak. 93-80 | Sjö­tti sigur grænna í röð

Njarðvík tók á móti Þór Akureyri í kvöld þegar Bónus deild kvenna hélt áfram göngu sinni. Búið er að skipta deildinni upp í efri og neðri hluta og mættust liðin í fyrstu umferð efri hlutans í IceMar-höllinni í Njarðvík. Það er vika síðan þessi lið mættust á sama velli og þá hafði Njarðvík betur með tíu stigum. Þær bættu um betur í kvöld og höfðu að lokum þrettán stiga sigur 93-80.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég er að koma aftur fyrir skemmti­legasta hlutann“

Njarðvík tók á móti KR í IceMar höllinni í kvöld þegar Bónus deild karla hélt áfram göngu sinni í kvöld. Njarðvík hafði tapað tvisvar gegn KR á tímabilinu og mættu grimmir til leiks í kvöld. Sigur Njarðvíkinga var aldrei í hættu og þeir höfðu betur með 24 stigum 103-79.

Körfubolti
Fréttamynd

GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“

„Þetta verður bara geggjaður leikur,“ segir Pavel Ermolinskij en þeir Helgi Már Magnússon rýndu í leik Vals og Njarðvíkur sem verður GAZ-leikur kvöldsins í Bónus-deild karla í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

Ena Viso til Grinda­víkur

Kvennalið Grindavíkur hefur fengið mikinn liðstyrk en hin danska Ena Viso hefur samið við liðið og klárar tímabilið í Smáranum.

Körfubolti
Fréttamynd

„Erum í þessu til þess að vinna“

Njarðvík tók á móti Hetti í IceMar-höllinni í kvöld þegar Bónus deild karla hélt áfram göngu sinni. Njarðvíkingar voru fyrir leikinn í kvöld búnir að vinna þrjá leiki í röð í deild og bættist sá fjórði við í kvöld þegar þeir sigruðu Hött 110-101.

Körfubolti
Fréttamynd

Öskraði í miðju vítaskoti

Hörður Unnsteinsson var gestur vikunnar í Körfuboltakvöldi Extra á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Eins og vanalega var farið í dagskrárliðinn Góð vika/ slæm vika enda var 12. umferðin viðburðaríki í Bónusdeildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Njarð­vík á að stefna á þann stóra

Njarðvík vann frábæran sigur á Þór Þorlákshöfn 106-104 í Bónus-deild karla á fimmtudagskvöldið. Það sem gerir sigur Njarðvíkinga sérstaklega góðan er að þeir Khalil Shabazz og Dwayne Lautier voru báðir fjarverandi. Leikmenn sem teljast báðir með þeim betri í deildinni.

Körfubolti