Reykvíkingar fara sjálfir með ruslið í aftakaveðri Snorri Másson skrifar 14. mars 2022 23:08 Fjölmargir hafa lagt leið sína í Sorpu síðustu daga. Stöð 2 Sorphirða í Reykjavík er í sögulegum ólestri - pappír og plasttunnur hafa flestar ekki verið tæmdar í tæpar sjö vikur. Skýringin: Röð óheppilegra atvika. Það talar enginn um sorphirðu þegar hún gengur vel. En nú eru allir að tala um hana, af því að hún gengur illa. Fréttastofa kannaði málið í dag og ræddi við fólk í greininni. Fólk sem hefur verið viðriðið sorphirðu í á fjórða áratug kvaðst aldrei hafa séð það svartara. „Það er allt búið að vera í rusli,“ segir Valur Sigurðarson, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur. Hvað veldur? Það er ekki eitt; það er allt. Fyrst, óeðlileg snjókoma í febrúar sem stíflaði allt. Síðan hneppti veiran þriðjung starfsliðs sorphirðunnar í einangrun. Og vegna takmarkaðrar sorphirðu hefur fólk leitað með plast og pappa í grenndargáma. En grenndargámar eru tæmdir niður á við ofan í ruslabíla - það er ómögulegt í aftakaveðrinu núna. „Þegar þetta gerðist svona á sama tíma gerðist það að við þurftum að leggja niður hirðu á grænum og bláum ílátum í þrjár vikur til að halda almenna sorpinu á sorphirðudagatali. Okkur fannst það mikilvægara,“ segir Valur, sem bendir á að svörtu tunnurnar hafi allar verið tæmdar. Valur Sigurðarson, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur, segir undanfarnar vikur hafa tekið mikið á starfsliðið. En bráðum kemur betri tíð.Vísir Og hvað eiga almennir borgarar að gera? „Það er hægt að fara með þetta á grenndarstöðvar. Þegar þær eru fullar biðjum við fólk að skilja þetta ekki eftir fyrir utan gámana, það er mikið búið að vera að fjúka í dag í þessu, eða þá að fólk fari bara með þetta á Sorpu sjálft,“ segir Valur. Fréttastofa ræddi einmitt við nokkra samviskusama borgara sem voru að fara með ruslið sjálfir á Sorpu. Það var ekki tekið út með sældinni í storminum sem geisaði, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Það er lán í óláni að yfirgengilegri rigningu fylgja leysingar miklar. Á næstu tveimur eða þremur vikum á allt að vera komið í lag. Að óbreyttu. Reykjavík Sorpa Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Það talar enginn um sorphirðu þegar hún gengur vel. En nú eru allir að tala um hana, af því að hún gengur illa. Fréttastofa kannaði málið í dag og ræddi við fólk í greininni. Fólk sem hefur verið viðriðið sorphirðu í á fjórða áratug kvaðst aldrei hafa séð það svartara. „Það er allt búið að vera í rusli,“ segir Valur Sigurðarson, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur. Hvað veldur? Það er ekki eitt; það er allt. Fyrst, óeðlileg snjókoma í febrúar sem stíflaði allt. Síðan hneppti veiran þriðjung starfsliðs sorphirðunnar í einangrun. Og vegna takmarkaðrar sorphirðu hefur fólk leitað með plast og pappa í grenndargáma. En grenndargámar eru tæmdir niður á við ofan í ruslabíla - það er ómögulegt í aftakaveðrinu núna. „Þegar þetta gerðist svona á sama tíma gerðist það að við þurftum að leggja niður hirðu á grænum og bláum ílátum í þrjár vikur til að halda almenna sorpinu á sorphirðudagatali. Okkur fannst það mikilvægara,“ segir Valur, sem bendir á að svörtu tunnurnar hafi allar verið tæmdar. Valur Sigurðarson, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur, segir undanfarnar vikur hafa tekið mikið á starfsliðið. En bráðum kemur betri tíð.Vísir Og hvað eiga almennir borgarar að gera? „Það er hægt að fara með þetta á grenndarstöðvar. Þegar þær eru fullar biðjum við fólk að skilja þetta ekki eftir fyrir utan gámana, það er mikið búið að vera að fjúka í dag í þessu, eða þá að fólk fari bara með þetta á Sorpu sjálft,“ segir Valur. Fréttastofa ræddi einmitt við nokkra samviskusama borgara sem voru að fara með ruslið sjálfir á Sorpu. Það var ekki tekið út með sældinni í storminum sem geisaði, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Það er lán í óláni að yfirgengilegri rigningu fylgja leysingar miklar. Á næstu tveimur eða þremur vikum á allt að vera komið í lag. Að óbreyttu.
Reykjavík Sorpa Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira