Nemendur Garðyrkjuskólans biðja um hjálp Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. mars 2022 13:03 Húsakostur skólans á Reykjum er ekki upp á marga fiska eins og sjá má hér. Aðsend Nemendur eina Garðyrkjuskóla landsins hafa verulegar áhyggjur af framtíð skólans og vilja að hann verði gerður sjálfstæður skóli að ný en í dag er hann hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands. Í haust stendur til að færa skólann undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Hér erum við að tala um Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi, sem stofnaður var 1939. Skólinn var sjálfstæður í 66 ár en árið 2005 var starfsemin færð undir Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nú er svo komið að nemendur og starfsmenn á Reykjum vilja fara undan hatti Landbúnaðarháskólans þannig að skólinn geti orðið sjálfstæður á ný og fari þá ekki heldur undir Fjölbrautaskóla Suðurlands. Snjólaug María Jónsdóttir er nemandi á skrúðgarðyrkjubraut skólans. „Málið er allur húsakostur skólans, það er það sem við erum að þrýsta á, að það verði gengið frá því hvað verði um húsin, eiga þau að fylgja skólanum eða verða þau áfram undir Landbúnaðarháskóla Íslands?,“ segir Snjólaug. Snjólaug María Jónsdóttir, nemandi skólans, sem er ein af þeim, sem er í forsvari fyrir málþinginu á Reykjum laugardaginn 19. mars. Hún mun útskrifast úr skólanum í vor.Einkasafn Snjólaug segir að ef verknámsaðstaðan á Reykjum og gróðurhúsin fylgi ekki skólanum fari hann undir Fjölbrautaskóla Suðurlands þá séu nemendur í slæmum málum, þá sé ekkert verknám í boði, því skólinn á Selfossi hafi enga þannig aðstöðu eins og gróðurhús. „Óvissan er alveg svakaleg og fer rosalega illa í nemendur, starfsfólk og kennara. Það veit engin hvað verður. Erum við að mæta í Garðyrkjuskólann aftur í haust eins og hann er eða verða breytingarnar jafnvel það miklar að þetta gangi ekki upp. Það í rauninni veit engin neitt í augnablikinu.“ Af þeirri ástæðu hafa nemendur skólans, sem eru 116 í dag, bæði í fjarnámi og staðarnámi boðað til málþings laugardaginn 19. mars á Reykjum um framtíð skólans. „Okkur vantar bara hjálp að fá stuðning fyrir því að þetta fari í gegn og að garðyrkjunám á Íslandi haldi sínum húsum og sínu svæði og við getum eflt það,“ segir Snjólaug. Garðyrkjuskólinn hefur verið undir hatti Landbúnaðarháskóla Íslands frá 2005. Áður var hann sjálfstæður skóli í 66 ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Garðyrkja Skóla - og menntamál Landbúnaður Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Hér erum við að tala um Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi, sem stofnaður var 1939. Skólinn var sjálfstæður í 66 ár en árið 2005 var starfsemin færð undir Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nú er svo komið að nemendur og starfsmenn á Reykjum vilja fara undan hatti Landbúnaðarháskólans þannig að skólinn geti orðið sjálfstæður á ný og fari þá ekki heldur undir Fjölbrautaskóla Suðurlands. Snjólaug María Jónsdóttir er nemandi á skrúðgarðyrkjubraut skólans. „Málið er allur húsakostur skólans, það er það sem við erum að þrýsta á, að það verði gengið frá því hvað verði um húsin, eiga þau að fylgja skólanum eða verða þau áfram undir Landbúnaðarháskóla Íslands?,“ segir Snjólaug. Snjólaug María Jónsdóttir, nemandi skólans, sem er ein af þeim, sem er í forsvari fyrir málþinginu á Reykjum laugardaginn 19. mars. Hún mun útskrifast úr skólanum í vor.Einkasafn Snjólaug segir að ef verknámsaðstaðan á Reykjum og gróðurhúsin fylgi ekki skólanum fari hann undir Fjölbrautaskóla Suðurlands þá séu nemendur í slæmum málum, þá sé ekkert verknám í boði, því skólinn á Selfossi hafi enga þannig aðstöðu eins og gróðurhús. „Óvissan er alveg svakaleg og fer rosalega illa í nemendur, starfsfólk og kennara. Það veit engin hvað verður. Erum við að mæta í Garðyrkjuskólann aftur í haust eins og hann er eða verða breytingarnar jafnvel það miklar að þetta gangi ekki upp. Það í rauninni veit engin neitt í augnablikinu.“ Af þeirri ástæðu hafa nemendur skólans, sem eru 116 í dag, bæði í fjarnámi og staðarnámi boðað til málþings laugardaginn 19. mars á Reykjum um framtíð skólans. „Okkur vantar bara hjálp að fá stuðning fyrir því að þetta fari í gegn og að garðyrkjunám á Íslandi haldi sínum húsum og sínu svæði og við getum eflt það,“ segir Snjólaug. Garðyrkjuskólinn hefur verið undir hatti Landbúnaðarháskóla Íslands frá 2005. Áður var hann sjálfstæður skóli í 66 ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Garðyrkja Skóla - og menntamál Landbúnaður Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira