Barnaleg trú á samstarfsvilja VG hafi orðið Samfylkingunni að falli Árni Sæberg skrifar 12. mars 2022 13:14 Logi Einarsson ávarpaði flokksstjórn Samfylkingarinnar í dag. Vísir/Vilhelm Formaður Samkfylkingarinnar segir flokkinnn ekki hafa náð markmiði sínu fyrir síðustu alþingiskosningar, að leiða saman ríkisstjórn frá miðju til vinstri. Barnaleg tiltrú flokksmanna á að Vinstri græn hefðu raunverulegan áhuga á ríkisstjórnarsamstarfi til vinstri hafi verið þeirra stærstu mistök. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ávarpaði flokkstjórnarfund Samfylkingarinnar í Hljómahöll í Keflavík í morgun. Hann hóf ávarpið á því að líta í baksýnisspegilinn, en hann telur flokkinn geta dregið dýrmætan lærdóm af alþingiskosningunum síðasta haust. „Það er erfitt að benda á einhvern einn þátt sem olli því að okkur tókst ekki ætlunarverkið - að leiða saman annars konar ríkisstjórn frá miðju til vinstri. Á endanum eru það ótal þættir í aðdraganda kosninga sem að raðast saman í eina mynd og úrslitin eiga sér bæði ytri og innri skýringar,“ segir hann. Hann segir heimsfaraldur Covid-19 hafa veitt stjórnarflokkunum þremur fjarvistarsönnun í erfiðum pólitískum málum hálft síðasta kjörtímabil. Ríkisstjórnin endurnýjaði umboð sitt í kosningunum á kostnað þeirrar stjórnar sem Logi vildi leiða saman. Þá telur hann að Samfylkingin hafi ofmetið vilja þjóðarinnar til breytinga við þær aðstæður sem voru uppi þegar kosið var til Alþingis síðast. „Þeir flokkar sem mynda hina frjálslyndi miðju mældust t.d. allir mun betur vikurnar fyrir kosningar en kom upp úr kössunum á kjördag,“ segir Logi. Hann vandaði Vinstri grænum ekki kveðjurnar í ræðu sinni. „Ákvörðun Vinstri-grænna í kosningabaráttunni að velja núverandi stjórnarmynstur sem fyrsta valkost, veikti tilboð okkar um annars konar ríkisstjórn - enda byggði sú hugmynd á því að forysta VG gæti hugsað sér að velja sér heppilegri samstarfsfélaga.Barnaleg tiltrú okkar á að Vinstri-græn hefðu raunverulegan áhuga á ríkisstjórnarsamstarfi til vinstri – reyndust því ein okkar stærstu mistök,“ segir Logi. Varar við bergmálshelli á samfélagsmiðlum Logi leit einnig fram á veg og nefndi sérstaklega að Samfylkingin þyrfti að ræða stóru myndina í stjórnmálum. Hann veltir því fyrir sér hvort flokkurinn uni þeim mikla fjölbreytileika sem er í samfélaginu, hvort afdráttarlausar útfærslur hans í hinum ýmsu málum fái jafnaðarfólk til að finnast það ekki eiga samleið með flokknum. „Við dveljum líka örugglega of mikið inni í þeim bergmálshellum sem samfélagsmiðlar eru. Við ættum ef til vill að fara sjaldnar inn á FaceBook, Twitter, Tik Tok og hvað þetta nú allt heitir – þar hittum við fyrst og fremst fyrir viðhorf sem okkur þykja þægileg og speglum okkur í fólki sem er sammála okkur. Fáum einfaldlega skakka mynd af veruleika stórs hluta landsmanna,“ segir Logi. Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ávarpaði flokkstjórnarfund Samfylkingarinnar í Hljómahöll í Keflavík í morgun. Hann hóf ávarpið á því að líta í baksýnisspegilinn, en hann telur flokkinn geta dregið dýrmætan lærdóm af alþingiskosningunum síðasta haust. „Það er erfitt að benda á einhvern einn þátt sem olli því að okkur tókst ekki ætlunarverkið - að leiða saman annars konar ríkisstjórn frá miðju til vinstri. Á endanum eru það ótal þættir í aðdraganda kosninga sem að raðast saman í eina mynd og úrslitin eiga sér bæði ytri og innri skýringar,“ segir hann. Hann segir heimsfaraldur Covid-19 hafa veitt stjórnarflokkunum þremur fjarvistarsönnun í erfiðum pólitískum málum hálft síðasta kjörtímabil. Ríkisstjórnin endurnýjaði umboð sitt í kosningunum á kostnað þeirrar stjórnar sem Logi vildi leiða saman. Þá telur hann að Samfylkingin hafi ofmetið vilja þjóðarinnar til breytinga við þær aðstæður sem voru uppi þegar kosið var til Alþingis síðast. „Þeir flokkar sem mynda hina frjálslyndi miðju mældust t.d. allir mun betur vikurnar fyrir kosningar en kom upp úr kössunum á kjördag,“ segir Logi. Hann vandaði Vinstri grænum ekki kveðjurnar í ræðu sinni. „Ákvörðun Vinstri-grænna í kosningabaráttunni að velja núverandi stjórnarmynstur sem fyrsta valkost, veikti tilboð okkar um annars konar ríkisstjórn - enda byggði sú hugmynd á því að forysta VG gæti hugsað sér að velja sér heppilegri samstarfsfélaga.Barnaleg tiltrú okkar á að Vinstri-græn hefðu raunverulegan áhuga á ríkisstjórnarsamstarfi til vinstri – reyndust því ein okkar stærstu mistök,“ segir Logi. Varar við bergmálshelli á samfélagsmiðlum Logi leit einnig fram á veg og nefndi sérstaklega að Samfylkingin þyrfti að ræða stóru myndina í stjórnmálum. Hann veltir því fyrir sér hvort flokkurinn uni þeim mikla fjölbreytileika sem er í samfélaginu, hvort afdráttarlausar útfærslur hans í hinum ýmsu málum fái jafnaðarfólk til að finnast það ekki eiga samleið með flokknum. „Við dveljum líka örugglega of mikið inni í þeim bergmálshellum sem samfélagsmiðlar eru. Við ættum ef til vill að fara sjaldnar inn á FaceBook, Twitter, Tik Tok og hvað þetta nú allt heitir – þar hittum við fyrst og fremst fyrir viðhorf sem okkur þykja þægileg og speglum okkur í fólki sem er sammála okkur. Fáum einfaldlega skakka mynd af veruleika stórs hluta landsmanna,“ segir Logi.
Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Sjá meira