Ísland verður rampað upp með þúsund römpum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. mars 2022 21:03 Það fór vel á með þeim Sigurði Inga og Haraldi í Skyrgerðinni í Hveragerði í dag. Í ávarpi sínu sagðist Haraldur vonast til að sjá gesti dagsins aftur eftir fjögur ár þegar hann kynnir næstu verkefni en það verður að rampa upp Evrópu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Átaksverkefnið „Römpum upp Ísland“ hófst formlega í dag en tilgangur verkefnisins er að setja upp þúsund rampa um land allt til að auðvelda hreyfihömluðum að komast ferða sinna. Verkefnið kostar um fjögur hundruð milljónir króna og mun taka fjögur ár. Verkefninu var hleypt af stokkunum í Skyrgerðinni í Hveragerði. Haraldur Þorleifsson er maðurinn á bak við rampaverkefnið. Nú er búið er að koma upp 100 römpum í Reykjavík og þá er komið að landsbyggðinni. „Það er bara svo mikið, sem þarf að rampa upp. Þetta er búið að ganga ótrúlega vel. Við erum búin að klára fyrstu 100 rampana og erum bara mjög spennt með næstu þúsund um allt land,“ segir Haraldur. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir Harald ótrúlegan mann. „Já, því það skiptir svo miklu máli að eiga fólk, sem keyrir svona mikilvæg baráttumál áfram. Það er bara heiður að fá að taka þátt í svona verkefni og að ríkið, sveitarfélög, einkafyrirtæki og Haraldur, taki þátt í því. Við getum öll tekið höndum saman til að ná fram í rauninni löngu tímabærum umbótum í samfélaginu,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir segir Harald ótrúlega duglegan mann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ríkið kemur með 200 milljónir króna inn í verkefnið, Haraldur kemur með stóran hluti, auk fyrirtækja og sveitarfélaga, sem taka líka þátt. „Þetta er bara einstakt, þarna er einstaklingur, sem sýnir bæði frumkvæði og löngun og djörfung og dug og framkvæmir. Það ættu allir að vera menn eins og Haraldur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson , innviðaráðherra Dagur, Katrín, Sigurður Ingi og Friðrik Sigurbjörnsson, forseti bæjarstjórnar í Hveragerði, ásamt Haraldi í Skyrgerðinni í hádeginu í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson En á Haraldur nóg af peningum til að fara út í þetta verkefni og önnur verkefni, sem hann er með á sinni könnu? „Ég á allavega nóg af peningum fyrir því, sem ég þarf að gera,“ segir hann og hlær. Haraldur mætti með fjölskyldu sinni í Hveragerði í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands er verndari verkefnisins. Hann gat ekki verið viðstaddur í dag en sendi þessa kveðju frá sér. Hveragerði Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Verkefninu var hleypt af stokkunum í Skyrgerðinni í Hveragerði. Haraldur Þorleifsson er maðurinn á bak við rampaverkefnið. Nú er búið er að koma upp 100 römpum í Reykjavík og þá er komið að landsbyggðinni. „Það er bara svo mikið, sem þarf að rampa upp. Þetta er búið að ganga ótrúlega vel. Við erum búin að klára fyrstu 100 rampana og erum bara mjög spennt með næstu þúsund um allt land,“ segir Haraldur. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir Harald ótrúlegan mann. „Já, því það skiptir svo miklu máli að eiga fólk, sem keyrir svona mikilvæg baráttumál áfram. Það er bara heiður að fá að taka þátt í svona verkefni og að ríkið, sveitarfélög, einkafyrirtæki og Haraldur, taki þátt í því. Við getum öll tekið höndum saman til að ná fram í rauninni löngu tímabærum umbótum í samfélaginu,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir segir Harald ótrúlega duglegan mann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ríkið kemur með 200 milljónir króna inn í verkefnið, Haraldur kemur með stóran hluti, auk fyrirtækja og sveitarfélaga, sem taka líka þátt. „Þetta er bara einstakt, þarna er einstaklingur, sem sýnir bæði frumkvæði og löngun og djörfung og dug og framkvæmir. Það ættu allir að vera menn eins og Haraldur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson , innviðaráðherra Dagur, Katrín, Sigurður Ingi og Friðrik Sigurbjörnsson, forseti bæjarstjórnar í Hveragerði, ásamt Haraldi í Skyrgerðinni í hádeginu í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson En á Haraldur nóg af peningum til að fara út í þetta verkefni og önnur verkefni, sem hann er með á sinni könnu? „Ég á allavega nóg af peningum fyrir því, sem ég þarf að gera,“ segir hann og hlær. Haraldur mætti með fjölskyldu sinni í Hveragerði í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands er verndari verkefnisins. Hann gat ekki verið viðstaddur í dag en sendi þessa kveðju frá sér.
Hveragerði Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira