Hrávörustríðið – ný tegund heimsstyrjaldar Eldur Ólafsson skrifar 11. mars 2022 10:00 Innrásin í Úkraínu hefur veruleg áhrif á hrávöru, flutning á henni og hendur til að vinna hrávöru úr jörðu. Grunnur átakanna á svæðinu er beintengdur hagsmunum Rússa er kemur að hrávöru. Verð á olíu og öðrum málmum hefur hækkað gríðarlega út af vanfjárfestingu í þessum geirum á síðustu 15 árum. Með því að banna Rússum að selja hrávörur sínar þá hefur verðmæti hrávara skotist upp um tugi prósenta á örfáum dögum. Ekki er á það bætandi að birgðastaða er sögulega lág vegna Covid og því erfitt að metta markaðinn með birgðum enda er ekkert eftir inn á lager. Allt mun verða dýrara. Það sem við blasir er langvarandi verðbólga og verri lífskjör. Þetta hefur bein áhrif á Ísland en Ísland er að flytja inn jarðefnaeldsneyti síðustu ár fyrir um 60-80 milljarða. Þetta mun hækka gríðarlega og mun hafa áhrif á hagkerfið okkar. Á sama tíma áætla íslensk stjórnvöld að við þurfum að byggja um 100MW af raforku á ári til að mæta aukinni raforkunotkun og gera okkur óháð innflutningi á olíu. Þess ber þó að geta að þessi 100MW munu kosta okkur í fjárfestingu um 30-50 milljarða á ári. Nýting auðlinda/hrávöru er það sem við þurfum til að geta notið lífskjara alls annars en þrátt fyrir það þá hafa vestrænir valdhafa eftirlátið löndum líkt og Rússlandi að bæði framleiða hrávöru og stýra þeim markaði. Rússar framleiða um 15 prósent af olíu og gasi sem heimurinn þarf á að halda árlega, um 40% af kalí (potash) sem er uppistaðan í áburði kemur þaðan (að meðtöldu leppríkinu Hvíta-Rússlandi). Rússar og Úkraína framleiða um 30 prósent af öllu korni í heiminum. Af krítískum málmum þá framleiða Rússar á bilinu 5-40 prósent, eftir málmtegund. Ekki nóg með það að Rússar stýri stórum parti af þessari framleiðslu þá hafa önnur ríki eins og Kína, sem hafa ekki lengur eins mikið af auðlindum innan síns lands, keypt upp slíkar auðlindir frá Afríku og Suður-Ameríku, sérstaklega eftir 2012. Fjárfestar í hinum vestræna heimi eru með að meðaltali minna en 1% af fjármagni sínu úthlutað í hrávöru eins og olíu og málmum. Af þessu eina prósenti eru um 80% af því olía, gas og kol og um 20% af því eru málmar. Fjárfestar hafa á undanförnum árum fjárfest að stórum hluta í Facebook, Amazon, Google, Microsoft, Netflix og fleiri tæknifyrirtækjum en þar liggur meginþorri fjárfestinga í heiminum. Yfir 90% af orkuþörf mannsins er mætt með olíu, gasi og kolum. Til skamms tíma eru við háð þessari orku. En í stað þess að fasa þetta út og horfast í augu við lofslagsvandann þá höfum við um nokkurt skeið ákveðið að taka ekki ábyrgð á okkar afkomu og lífi og sett skorður við fjárfestingar í þessum orkugjöfum og látið löndum sem kenna stjórnarfar sitt við einræði frekar en lýðræði það eftir að nýta og selja okkur orkuna. Eitt sláandi dæmi er frá Þýskalandi sem slökkti á kjarnorkuverum sínum í framhaldinu á sprengingu í kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan 2011. Eftir lokanir er landið nú háð Rússum um orku í formi gass. Það átti að vera augljóst hvert stefndi þegar Rússar réðust inn í Úkraínu 2014. Meirihluti gasleiðslna Rússa fer í gegnum Úkraínu. Svo ekki sé minnst á gríðarlegar auðlindir Úkraínu sem hefur gengið undir nafninu matarkarfa Evrópu. En viðbrögðin voru engin. Árið 2015 réðust Rússar inn í Sýrland í beinni andstöðu við vesturveldin. Ástæðan voru áform um að leggja gasleiðslu frá Miðausturlöndum til Evrópu sem hefði þýtt það að Rússar hefðu ekki haft sömu tök á evrópskum gasmarkaði. Nokkrum vikum fyrir stríðið í Úkraínu héldu Rússar stóra heræfingu undan ströndum Noregs en þeir eru með eina stærstu flotastöð sína rétt norðar en Noregur. Ef Rússar myndu ógna olíu- og gasframleiðslu Noregs þá á Evrópa ekki í mörg hús að venda. Allir helstu málmar sem þarf til að gera heiminn grænan eru í Grænlandi. Yfir 10 námur eru tilbúnar til uppbyggingar. Þetta yrði bein ógn við afgerandi stöðu sumra landa á sviði námuvinnslu þegar námavinnsla hefst í Grænlandi sem hefur bein áhrif á okkur Íslendinga sem varðstöð Norður-Atlantshafsins ef Grænlandi og okkur er ógnað. Nú er verið að senda sendinefndir BNA til Venesúela og Íran til að semja um kaup á olíu til að vega upp á móti því sem fer út af markaðinum þegar Rússar hverfa þaðan. En hafa þarf hugfast hverjir hafa stutt við bakið á þessum þjóðum þegar Vesturlönd snéru bakinu við þeim, nú Rússar og Kínverjar. Núverandi staða er mjög alvarleg og við megum ekki gera sömu mistök og þjóðarleiðtogar hafa gert síðustu 10 árin og gera ekki neitt. Nú er tími tilfinningastjórnmála og/eða popúlista lokið, við þurfum að sýna fyrirhyggju og vil ég leggja til 4 hugmyndir til skoðunar sem þarf bæði kjark og þor, auk langtímahugsunar og staðfestu, til að geta orðið að veruleika. Við þurfum að opna fyrir fjárfestingu frá Bandaríkjunum og standa við skuldbindingar okkar við Nato til tryggja öryggi Norður-Atlandshafsríkjana. Við þurfum að tryggja okkur nauðsynlegar hrávörur fyrir efnahag okkar næstu árin á meðan ógnin við heimsfrið er til staðar, þ.e. ef út af bregður þá erum við með möguleika að sjá okkur farborða til skemmri tíma. Við þurfum að tvöfalda orkuframleiðslu Íslands á jarðhitasvæðunum okkar til að auka framleiðslu gufu, heits og kalds vatns til að framleiða til dæmis rafmagn, rafeldsneyti, áburð og matvöru til að auka sjálfbærni og vera ekki öðrum háð. Samstarfið North Atlantic Alliance verði að veruleika en við þurfum að stuðla að því að lönd sem hafa svipuð gildi og við, t.d. Noregur, Færeyjar, Grænland, Danmörk, Kanada, Bandaríkin og Bretland, vinnum saman að því að gera okkur sjálfbær um auðlindir og setjum fókus á að færa heiminn frá kolum og olíu til grænnar orku. Stríðið um auðlindirnar er hafið, látum ekki okkar eftir liggja. Við erum menntuð og harðdugleg þjóð og gerum það sem við Íslendingar gerum best. Leggjum í nauðsynlegar framkvæmdir og verndum frelsið. Höfundur er jarðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bensín og olía Innrás Rússa í Úkraínu NATO Orkumál Eldur Ólafsson Námuvinnsla Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Innrásin í Úkraínu hefur veruleg áhrif á hrávöru, flutning á henni og hendur til að vinna hrávöru úr jörðu. Grunnur átakanna á svæðinu er beintengdur hagsmunum Rússa er kemur að hrávöru. Verð á olíu og öðrum málmum hefur hækkað gríðarlega út af vanfjárfestingu í þessum geirum á síðustu 15 árum. Með því að banna Rússum að selja hrávörur sínar þá hefur verðmæti hrávara skotist upp um tugi prósenta á örfáum dögum. Ekki er á það bætandi að birgðastaða er sögulega lág vegna Covid og því erfitt að metta markaðinn með birgðum enda er ekkert eftir inn á lager. Allt mun verða dýrara. Það sem við blasir er langvarandi verðbólga og verri lífskjör. Þetta hefur bein áhrif á Ísland en Ísland er að flytja inn jarðefnaeldsneyti síðustu ár fyrir um 60-80 milljarða. Þetta mun hækka gríðarlega og mun hafa áhrif á hagkerfið okkar. Á sama tíma áætla íslensk stjórnvöld að við þurfum að byggja um 100MW af raforku á ári til að mæta aukinni raforkunotkun og gera okkur óháð innflutningi á olíu. Þess ber þó að geta að þessi 100MW munu kosta okkur í fjárfestingu um 30-50 milljarða á ári. Nýting auðlinda/hrávöru er það sem við þurfum til að geta notið lífskjara alls annars en þrátt fyrir það þá hafa vestrænir valdhafa eftirlátið löndum líkt og Rússlandi að bæði framleiða hrávöru og stýra þeim markaði. Rússar framleiða um 15 prósent af olíu og gasi sem heimurinn þarf á að halda árlega, um 40% af kalí (potash) sem er uppistaðan í áburði kemur þaðan (að meðtöldu leppríkinu Hvíta-Rússlandi). Rússar og Úkraína framleiða um 30 prósent af öllu korni í heiminum. Af krítískum málmum þá framleiða Rússar á bilinu 5-40 prósent, eftir málmtegund. Ekki nóg með það að Rússar stýri stórum parti af þessari framleiðslu þá hafa önnur ríki eins og Kína, sem hafa ekki lengur eins mikið af auðlindum innan síns lands, keypt upp slíkar auðlindir frá Afríku og Suður-Ameríku, sérstaklega eftir 2012. Fjárfestar í hinum vestræna heimi eru með að meðaltali minna en 1% af fjármagni sínu úthlutað í hrávöru eins og olíu og málmum. Af þessu eina prósenti eru um 80% af því olía, gas og kol og um 20% af því eru málmar. Fjárfestar hafa á undanförnum árum fjárfest að stórum hluta í Facebook, Amazon, Google, Microsoft, Netflix og fleiri tæknifyrirtækjum en þar liggur meginþorri fjárfestinga í heiminum. Yfir 90% af orkuþörf mannsins er mætt með olíu, gasi og kolum. Til skamms tíma eru við háð þessari orku. En í stað þess að fasa þetta út og horfast í augu við lofslagsvandann þá höfum við um nokkurt skeið ákveðið að taka ekki ábyrgð á okkar afkomu og lífi og sett skorður við fjárfestingar í þessum orkugjöfum og látið löndum sem kenna stjórnarfar sitt við einræði frekar en lýðræði það eftir að nýta og selja okkur orkuna. Eitt sláandi dæmi er frá Þýskalandi sem slökkti á kjarnorkuverum sínum í framhaldinu á sprengingu í kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan 2011. Eftir lokanir er landið nú háð Rússum um orku í formi gass. Það átti að vera augljóst hvert stefndi þegar Rússar réðust inn í Úkraínu 2014. Meirihluti gasleiðslna Rússa fer í gegnum Úkraínu. Svo ekki sé minnst á gríðarlegar auðlindir Úkraínu sem hefur gengið undir nafninu matarkarfa Evrópu. En viðbrögðin voru engin. Árið 2015 réðust Rússar inn í Sýrland í beinni andstöðu við vesturveldin. Ástæðan voru áform um að leggja gasleiðslu frá Miðausturlöndum til Evrópu sem hefði þýtt það að Rússar hefðu ekki haft sömu tök á evrópskum gasmarkaði. Nokkrum vikum fyrir stríðið í Úkraínu héldu Rússar stóra heræfingu undan ströndum Noregs en þeir eru með eina stærstu flotastöð sína rétt norðar en Noregur. Ef Rússar myndu ógna olíu- og gasframleiðslu Noregs þá á Evrópa ekki í mörg hús að venda. Allir helstu málmar sem þarf til að gera heiminn grænan eru í Grænlandi. Yfir 10 námur eru tilbúnar til uppbyggingar. Þetta yrði bein ógn við afgerandi stöðu sumra landa á sviði námuvinnslu þegar námavinnsla hefst í Grænlandi sem hefur bein áhrif á okkur Íslendinga sem varðstöð Norður-Atlantshafsins ef Grænlandi og okkur er ógnað. Nú er verið að senda sendinefndir BNA til Venesúela og Íran til að semja um kaup á olíu til að vega upp á móti því sem fer út af markaðinum þegar Rússar hverfa þaðan. En hafa þarf hugfast hverjir hafa stutt við bakið á þessum þjóðum þegar Vesturlönd snéru bakinu við þeim, nú Rússar og Kínverjar. Núverandi staða er mjög alvarleg og við megum ekki gera sömu mistök og þjóðarleiðtogar hafa gert síðustu 10 árin og gera ekki neitt. Nú er tími tilfinningastjórnmála og/eða popúlista lokið, við þurfum að sýna fyrirhyggju og vil ég leggja til 4 hugmyndir til skoðunar sem þarf bæði kjark og þor, auk langtímahugsunar og staðfestu, til að geta orðið að veruleika. Við þurfum að opna fyrir fjárfestingu frá Bandaríkjunum og standa við skuldbindingar okkar við Nato til tryggja öryggi Norður-Atlandshafsríkjana. Við þurfum að tryggja okkur nauðsynlegar hrávörur fyrir efnahag okkar næstu árin á meðan ógnin við heimsfrið er til staðar, þ.e. ef út af bregður þá erum við með möguleika að sjá okkur farborða til skemmri tíma. Við þurfum að tvöfalda orkuframleiðslu Íslands á jarðhitasvæðunum okkar til að auka framleiðslu gufu, heits og kalds vatns til að framleiða til dæmis rafmagn, rafeldsneyti, áburð og matvöru til að auka sjálfbærni og vera ekki öðrum háð. Samstarfið North Atlantic Alliance verði að veruleika en við þurfum að stuðla að því að lönd sem hafa svipuð gildi og við, t.d. Noregur, Færeyjar, Grænland, Danmörk, Kanada, Bandaríkin og Bretland, vinnum saman að því að gera okkur sjálfbær um auðlindir og setjum fókus á að færa heiminn frá kolum og olíu til grænnar orku. Stríðið um auðlindirnar er hafið, látum ekki okkar eftir liggja. Við erum menntuð og harðdugleg þjóð og gerum það sem við Íslendingar gerum best. Leggjum í nauðsynlegar framkvæmdir og verndum frelsið. Höfundur er jarðfræðingur.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun