„Í draumaheimi myndi það gerast“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2022 11:00 Eyjakonurnar Birna Berg Haraldsdóttir og Elísa Elíasdóttir. Vísir/Hulda Margrét Birna Berg Haraldsdóttir, leikmaður ÍBV, vonar að veðrið trufli ekki þá Eyjamenn sem ætla upp á land til að styðja við Eyjakonur í undanúrslitum Coca Cola-bikars kvenna í handbolta í kvöld. Eyjakonur eru búnar að bíða aðeins eftir því að komast í bikarúrslitin og nú mæta þær Valskonum á Ásvöllum í kvöld þar sem sæti í bikarúrslitaleiknum er undir. „Það er alltaf gaman að fá að vera með í bikar og langt síðan við vorum með því það eru komin fimm ár síðan. Þetta er geggjað gaman fyrir stelpurnar að taka þátt og það myndast alltaf stemmning í kringum bikarleiki í Eyjum. Þetta er eitthvað til að hlakka til,“ sagði Birna Berg Haraldsdóttir við Henry Birgi Gunnarsson. Klippa: Viðtal við Birnu Berg hjá ÍBV Eyjamenn eru stemningsfólk og liðið þeirra stemningslið. Birna gerir væntanlega ráð fyrir því að Eyjakonur fái góðan stuðning og að þetta verði svolítið gaman. „Ég ætla rétt að vona það. Ég ætla að vona að veðrið leiki okkur ekki grátt en það er náttúrulega fullt af Eyjafólki sem býr upp á landi. Við vonum bara að sem flestir mæti,“ sagði Birna Berg. ÍBV vann átta marka stórsigur á Val þegar liðin mættust síðast. Á að endurtaka þann leik? „Í draumaheimi myndi það gerast en þær flengdu okkur líka fyrir áramót. Þetta verður bara stál í stál og örugglega mjög jafn leikur sem ræðst á vörn og markvörslu,“ sagði Birna en af hverju hafa liðin verið að vinna hvort annað svona stórt í vetur? „Á þessum tíma fyrir jól höfðum við orðið fyrir áföllum og vorum ekki á skriði. Eftir áramót þá höfðu þær tapað þremur leikjum í röð þegar kom að þessum leik. Þær voru því ekki á góðu róli eins og maður vill vera.,“ sagði Birna Berg. „Bæði lið eru á góðu róli núna og þetta verður bara hörku leikur. Ég held að þetta verði mjög spennandi og þetta verður ekkert burst,“ sagði Birna. Það má sjá horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. Leikur ÍBV og Vals fer fram á Ásvöllum og hefst klukkan 20.15 í kvöld. Olís-deild kvenna ÍBV Valur Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Eyjakonur eru búnar að bíða aðeins eftir því að komast í bikarúrslitin og nú mæta þær Valskonum á Ásvöllum í kvöld þar sem sæti í bikarúrslitaleiknum er undir. „Það er alltaf gaman að fá að vera með í bikar og langt síðan við vorum með því það eru komin fimm ár síðan. Þetta er geggjað gaman fyrir stelpurnar að taka þátt og það myndast alltaf stemmning í kringum bikarleiki í Eyjum. Þetta er eitthvað til að hlakka til,“ sagði Birna Berg Haraldsdóttir við Henry Birgi Gunnarsson. Klippa: Viðtal við Birnu Berg hjá ÍBV Eyjamenn eru stemningsfólk og liðið þeirra stemningslið. Birna gerir væntanlega ráð fyrir því að Eyjakonur fái góðan stuðning og að þetta verði svolítið gaman. „Ég ætla rétt að vona það. Ég ætla að vona að veðrið leiki okkur ekki grátt en það er náttúrulega fullt af Eyjafólki sem býr upp á landi. Við vonum bara að sem flestir mæti,“ sagði Birna Berg. ÍBV vann átta marka stórsigur á Val þegar liðin mættust síðast. Á að endurtaka þann leik? „Í draumaheimi myndi það gerast en þær flengdu okkur líka fyrir áramót. Þetta verður bara stál í stál og örugglega mjög jafn leikur sem ræðst á vörn og markvörslu,“ sagði Birna en af hverju hafa liðin verið að vinna hvort annað svona stórt í vetur? „Á þessum tíma fyrir jól höfðum við orðið fyrir áföllum og vorum ekki á skriði. Eftir áramót þá höfðu þær tapað þremur leikjum í röð þegar kom að þessum leik. Þær voru því ekki á góðu róli eins og maður vill vera.,“ sagði Birna Berg. „Bæði lið eru á góðu róli núna og þetta verður bara hörku leikur. Ég held að þetta verði mjög spennandi og þetta verður ekkert burst,“ sagði Birna. Það má sjá horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. Leikur ÍBV og Vals fer fram á Ásvöllum og hefst klukkan 20.15 í kvöld.
Olís-deild kvenna ÍBV Valur Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira