Óskar segir Rússa ráðast vísvitandi á flóttafólk Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2022 22:00 Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði. Stöð 2 Óskar Hallgrímsson sem býr með úkraínskri eiginkonu sinni Mariiku í Kænugarði sá í fyrsta skipti í dag þar sem flugskeyti var skotið frá borginni. Hann segir loftvarnir Kænugarðs hafa verið efldar til muna en í morgun hrukku þau hjónin upp við sprengjugný. „Í fyrsta skipti sé ég eitthvað. Ég hef hingað til bara heyrt eitthvað. Fyrst heyrum við eina sprengingu. Ég hleyp hérna út í glugga og við horfum út og þá allt í einu sé ég eins og eftir flugskeyti,“ segir Óskar. Í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt má heyra sprengjuhljóðin. Hann telur líklegast að þarna hafi verið loftvarnaflaug úkraínuhers á ferð. Hann hafi orðið var við að loftvarnir hafi eflst mikið að undanförnu. Þá hafi verið gerðar ýmsar ráðstafnir til að undirbúa innrás Rússa í Kænugarð. Vopnaðir hermenn væru alls staðar. „Þannig að inni í borginni er búið að byggja upp svakalega miklar varnir. Síðan þegar kemur að því að hindra landhernaðinn sjálfan inn í borgina er búið að skemma fullt af brúm, vegum og annað. Þannig að það þvingar þessar herdeildir sem mögulega ggætu komið að borginni í ákveðna flöksuhálsa sem yrði þá auðveldara að ráða við,“ segir Óskar. Kristján Jónsson Töluverð umferð úkraínskra herþotna sé yfir höfuðborginni. Eins væri herinn vel búinn loftvörnum á jörðu niðri. „Það hafa fullt af rússneskum komið hingað. Bæði flugvélar og þotur. Þær hafa hingað til verið skotnar niður, mjög mikið. Það voru þrjár skotnar niður í gær held ég alveg örugglega. Þannig að það er mjög mikið búið að auka loftvarnirnar umhverfis borgina og inni í borginni búnar að aukast alveg gífurlega,“ segir Óskar. Borgarbúar fari ekki varhluta af árásum Rússa á bæi og borgir í næsta nágrenni Kænugarðs. „Það er lítil borg hérna við hliðina sem heitir Iprin. Liggur við eins og Hafnarfjörður eða Kópavogur við Reykjavík. Það er gjörsamlega búið að leggja hana flata. Sem er alveg gífurlega sorglegt af því að þetta var ný borg,“ segir Óskar. „Rosalega mikið af ungu fólki með börn sem flutti þangað. Að kaupa sér sína fyrstu eign. Þeir eru gjörsamlega búnir að leggja niður lestarteinana þar. Þeir réðust þar á lestarstöðina þar sem almennir borgarar voru að reyna að flýja. Og það virðist vera þannig um allt land. Ekki bara hér heldur um allt land að það sé gagngert verið að ráðast á flóttafólk.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Sprengingar heyrast í Kænugarði: Í fyrsta sinn sem hann verður var við átökin, segir ljósmyndari Nú fyrir stundu heyrðust tvær miklar sprengingar í miðborg Kænugarðs. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari, sem býr í borginni, segist sjá reyk liggja upp frá miðbænum og hvíta rák eins og eftir flugskeyti. 9. mars 2022 11:58 „Fólk í Rússlandi veit ekki að það er stríð í gangi í Úkraínu“ Enn hefur ekki tekist að forða íbúum frá borginni Maríupól, þrátt fyrir fyrirheit um vopnahlé - annan daginn í röð. Þúsundir liggja í valnum og forseti Úkraínu kallar eftir tafarlausu flugbanni yfir landinu. 6. mars 2022 22:00 Húsið hristist eftir öflugar sprengingar í miðborg Kænugarðs Óskar Hallgrímsson, íslenskur ljósmyndari sem búsettur er í Kænugarði, segir að borgin minni á draugaborg. Fregnir af gríðarlangri hergagnalest Rússa sem sögð er stefna í átt að borginni vekur ugg. 2. mars 2022 20:47 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
„Í fyrsta skipti sé ég eitthvað. Ég hef hingað til bara heyrt eitthvað. Fyrst heyrum við eina sprengingu. Ég hleyp hérna út í glugga og við horfum út og þá allt í einu sé ég eins og eftir flugskeyti,“ segir Óskar. Í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt má heyra sprengjuhljóðin. Hann telur líklegast að þarna hafi verið loftvarnaflaug úkraínuhers á ferð. Hann hafi orðið var við að loftvarnir hafi eflst mikið að undanförnu. Þá hafi verið gerðar ýmsar ráðstafnir til að undirbúa innrás Rússa í Kænugarð. Vopnaðir hermenn væru alls staðar. „Þannig að inni í borginni er búið að byggja upp svakalega miklar varnir. Síðan þegar kemur að því að hindra landhernaðinn sjálfan inn í borgina er búið að skemma fullt af brúm, vegum og annað. Þannig að það þvingar þessar herdeildir sem mögulega ggætu komið að borginni í ákveðna flöksuhálsa sem yrði þá auðveldara að ráða við,“ segir Óskar. Kristján Jónsson Töluverð umferð úkraínskra herþotna sé yfir höfuðborginni. Eins væri herinn vel búinn loftvörnum á jörðu niðri. „Það hafa fullt af rússneskum komið hingað. Bæði flugvélar og þotur. Þær hafa hingað til verið skotnar niður, mjög mikið. Það voru þrjár skotnar niður í gær held ég alveg örugglega. Þannig að það er mjög mikið búið að auka loftvarnirnar umhverfis borgina og inni í borginni búnar að aukast alveg gífurlega,“ segir Óskar. Borgarbúar fari ekki varhluta af árásum Rússa á bæi og borgir í næsta nágrenni Kænugarðs. „Það er lítil borg hérna við hliðina sem heitir Iprin. Liggur við eins og Hafnarfjörður eða Kópavogur við Reykjavík. Það er gjörsamlega búið að leggja hana flata. Sem er alveg gífurlega sorglegt af því að þetta var ný borg,“ segir Óskar. „Rosalega mikið af ungu fólki með börn sem flutti þangað. Að kaupa sér sína fyrstu eign. Þeir eru gjörsamlega búnir að leggja niður lestarteinana þar. Þeir réðust þar á lestarstöðina þar sem almennir borgarar voru að reyna að flýja. Og það virðist vera þannig um allt land. Ekki bara hér heldur um allt land að það sé gagngert verið að ráðast á flóttafólk.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Sprengingar heyrast í Kænugarði: Í fyrsta sinn sem hann verður var við átökin, segir ljósmyndari Nú fyrir stundu heyrðust tvær miklar sprengingar í miðborg Kænugarðs. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari, sem býr í borginni, segist sjá reyk liggja upp frá miðbænum og hvíta rák eins og eftir flugskeyti. 9. mars 2022 11:58 „Fólk í Rússlandi veit ekki að það er stríð í gangi í Úkraínu“ Enn hefur ekki tekist að forða íbúum frá borginni Maríupól, þrátt fyrir fyrirheit um vopnahlé - annan daginn í röð. Þúsundir liggja í valnum og forseti Úkraínu kallar eftir tafarlausu flugbanni yfir landinu. 6. mars 2022 22:00 Húsið hristist eftir öflugar sprengingar í miðborg Kænugarðs Óskar Hallgrímsson, íslenskur ljósmyndari sem búsettur er í Kænugarði, segir að borgin minni á draugaborg. Fregnir af gríðarlangri hergagnalest Rússa sem sögð er stefna í átt að borginni vekur ugg. 2. mars 2022 20:47 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Sprengingar heyrast í Kænugarði: Í fyrsta sinn sem hann verður var við átökin, segir ljósmyndari Nú fyrir stundu heyrðust tvær miklar sprengingar í miðborg Kænugarðs. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari, sem býr í borginni, segist sjá reyk liggja upp frá miðbænum og hvíta rák eins og eftir flugskeyti. 9. mars 2022 11:58
„Fólk í Rússlandi veit ekki að það er stríð í gangi í Úkraínu“ Enn hefur ekki tekist að forða íbúum frá borginni Maríupól, þrátt fyrir fyrirheit um vopnahlé - annan daginn í röð. Þúsundir liggja í valnum og forseti Úkraínu kallar eftir tafarlausu flugbanni yfir landinu. 6. mars 2022 22:00
Húsið hristist eftir öflugar sprengingar í miðborg Kænugarðs Óskar Hallgrímsson, íslenskur ljósmyndari sem búsettur er í Kænugarði, segir að borgin minni á draugaborg. Fregnir af gríðarlangri hergagnalest Rússa sem sögð er stefna í átt að borginni vekur ugg. 2. mars 2022 20:47