Tugir fallið í borgum Úkraínu í dag Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2022 19:21 Úkraínskur hermaður hjá stéli af Su-34 rússneskri sprengjuflugvél inni í skemmdri byggingu í Kharkiv. AP/Andrew Marienko Tugir hafa fallið í stórskotaliðs- og eldflaugaárásum Rússa á borgir í Úkraínu undanfarinn sólarhring. Rússar hóta að hætta útflutningi á gasi til Þýskalands og annarra evrópuríkja. Bandaríkjaforseti tilkynnti um bann á innflutningi á olíu frá Rússlandi í dag og Bretar ætla að þynna innflutninginn út á árinu. Um tvær milljónir manna hafa flúið Úkraínu. Stríðið í Úkraínu hefur nú staðið í þrettán daga og náð að lama allt eðlilegt líf þessarar fjörutíu milljóna þjóðar. Víða þarf fólk að forða sér á hlaupum undan skotárásum og eldflaugum eins og í Irpin í morgun. Irpin er bær eða úthverfi norður af Kænugarði og þar hafa íbúarnir verið án rafmagns, húshitunar og vatns í þrjá daga. Rússar hafa haldið uppi stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á úthverfi Kænugarðs. Í dag freistaðist hópur íbúa að leggja á flótta í bílum og rútum með hjálp úkraínska hermanna. Átta féllu á flóttanum, þeirra á meðal heil fjölskylda. Ónafngreindur íbúi Irpin segir frá fjögurra manna fjölskyldu. „Einungis móðirin lifði af. Börnin voru þrettán og fimmtán ára,“ sagði hann. Rússar hafa gert stöðugar árásir á borgina Mariupol í suðaustur Úkraínu dögum saman. Borgin er án rafmagns, vatns og húshitunar. Hér eru börn í loftvarnabyrgði í borginni.AP/Evgeniy Maloletk Setið hefur verið um borgina Mariupol í suðurhluta Donbas héraðs í um viku og þar er neyðin algjör. Ítekað hefur verið reynt að koma fólki frá borginni en í dag var þessi freistað að koma bílalest þangað þangað með vistir sem eru orðnar mjög af skornum skammti. Eins var fjöldi strætisvagna í bílalestinni sem ætlað var að flytja fólk frá borginni. Allar helstu borgir Úkraínu, eins og Kharkiv, verða fyrir stöðugum árásum. Íbúðarhús eru mörg í rústog mikið álag er á sjúkrahúsum. Kona frá Kharkiv sem einungis er nefnd Irina liggur særð á sjúkrahúsi í Kharkiv. „Við vorum í felum í bílskúr þegar sprengjuskot hitti okkur. Ég særðist á höfði,“ sagði hún þar sem hún lá blóðug á einu sjúkrahúsa borgarinnar. Þjóðverjar ákváðu í síðustu viku og hætta við Nord Stream 2 gasleiðsluna frá Rússlandi, en þeir og önnur evrópuríki eru mjög háð gasi, kolum og olíu frá Rússlandi. Rússar hóta að skrúfa fyrir gas til Evrópu Alexander Novak aðstoðarforsætisráðherra Rússlands hótar því að Rússar svari í sömu mynt. „Við höfum allan rétt til að þess að setja útflutningsbann á gasútflutning í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna. Í dag er hún á fullum afköstum, hundrað prósent,“ sagði Novak. Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um innflutningsbann á allar olíuvörur frá Rússlandi til Bandaríkjanna. Bretar ætla sömuleiðis að þynna kaup sín út á árinu.AP/Andrew Harnik Ef Rússar skrúfa fyrir gasið hefði það mikil áhrif í Þýsklandi og víðar í Evrópu. Samstaða er á milli þingmanna demókrata og rebublikana á Bandaríkjaþingi um að banna innflutning á olíu frá Rússlandi og auka um leið framleiðsluna heimafyrir. Jo Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti svo um bannið síðdegis. Án annarra aðgerða gæti það valdið enn meiri verðhækkunum á olíu. Flóttmenn komnir í tvær milljónir Flóttamenn streyma áfram frá Úkraínu til nágrannaríkjanna og koma ýmist fótgangandi, með lestum eða rútum í kulda og snjókomu eins og í Rúmeníu í dag. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir fjöldan kominn yfir tvær milljónir manna. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði þjóðina frá forsetaskrifstofunni í Kænugarði í morgun.AP/forsetaembætti Úkraínu Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði þjóðina frá skrifstofu sinni í Kænugarði í morgun. Hann sagði Rússa ráðast á vegi sem samið hefði verið um vopnahlé á til að fólk gæti flúið átakasvæði eins og í Mariupol. „Ég verð áfram hér við Bankovastræti í Kænugarði. Ég er ekki í felum og ekki hræddur við neinn. Ég verðhér eins lengi og þaðer nauðsynlegt til að vinna þetta föðurlandsstríð okkar,“ sagði forsetinn. En með þeirri skírskotun höfðar hann til almennings í Rússlandi þar Rússar kalla seinni heimsstyrjöldina gjarnan föðurlandsstríðið mikla. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Úkraína Tengdar fréttir Eiga von á að Biden banni innflutning á olíu frá Rússlandi Fastlega er gert ráð fyrir að innflutningsbann á jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi verði hluti af næsta efnahagsþvinganapakka Bandaríkjastjórnar vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem kynntur verður í dag. Blaðamannafundur Joe Biden Bandaríkjaforseta hefst klukkan 15:45. 8. mars 2022 15:08 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Stríðið í Úkraínu hefur nú staðið í þrettán daga og náð að lama allt eðlilegt líf þessarar fjörutíu milljóna þjóðar. Víða þarf fólk að forða sér á hlaupum undan skotárásum og eldflaugum eins og í Irpin í morgun. Irpin er bær eða úthverfi norður af Kænugarði og þar hafa íbúarnir verið án rafmagns, húshitunar og vatns í þrjá daga. Rússar hafa haldið uppi stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á úthverfi Kænugarðs. Í dag freistaðist hópur íbúa að leggja á flótta í bílum og rútum með hjálp úkraínska hermanna. Átta féllu á flóttanum, þeirra á meðal heil fjölskylda. Ónafngreindur íbúi Irpin segir frá fjögurra manna fjölskyldu. „Einungis móðirin lifði af. Börnin voru þrettán og fimmtán ára,“ sagði hann. Rússar hafa gert stöðugar árásir á borgina Mariupol í suðaustur Úkraínu dögum saman. Borgin er án rafmagns, vatns og húshitunar. Hér eru börn í loftvarnabyrgði í borginni.AP/Evgeniy Maloletk Setið hefur verið um borgina Mariupol í suðurhluta Donbas héraðs í um viku og þar er neyðin algjör. Ítekað hefur verið reynt að koma fólki frá borginni en í dag var þessi freistað að koma bílalest þangað þangað með vistir sem eru orðnar mjög af skornum skammti. Eins var fjöldi strætisvagna í bílalestinni sem ætlað var að flytja fólk frá borginni. Allar helstu borgir Úkraínu, eins og Kharkiv, verða fyrir stöðugum árásum. Íbúðarhús eru mörg í rústog mikið álag er á sjúkrahúsum. Kona frá Kharkiv sem einungis er nefnd Irina liggur særð á sjúkrahúsi í Kharkiv. „Við vorum í felum í bílskúr þegar sprengjuskot hitti okkur. Ég særðist á höfði,“ sagði hún þar sem hún lá blóðug á einu sjúkrahúsa borgarinnar. Þjóðverjar ákváðu í síðustu viku og hætta við Nord Stream 2 gasleiðsluna frá Rússlandi, en þeir og önnur evrópuríki eru mjög háð gasi, kolum og olíu frá Rússlandi. Rússar hóta að skrúfa fyrir gas til Evrópu Alexander Novak aðstoðarforsætisráðherra Rússlands hótar því að Rússar svari í sömu mynt. „Við höfum allan rétt til að þess að setja útflutningsbann á gasútflutning í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna. Í dag er hún á fullum afköstum, hundrað prósent,“ sagði Novak. Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um innflutningsbann á allar olíuvörur frá Rússlandi til Bandaríkjanna. Bretar ætla sömuleiðis að þynna kaup sín út á árinu.AP/Andrew Harnik Ef Rússar skrúfa fyrir gasið hefði það mikil áhrif í Þýsklandi og víðar í Evrópu. Samstaða er á milli þingmanna demókrata og rebublikana á Bandaríkjaþingi um að banna innflutning á olíu frá Rússlandi og auka um leið framleiðsluna heimafyrir. Jo Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti svo um bannið síðdegis. Án annarra aðgerða gæti það valdið enn meiri verðhækkunum á olíu. Flóttmenn komnir í tvær milljónir Flóttamenn streyma áfram frá Úkraínu til nágrannaríkjanna og koma ýmist fótgangandi, með lestum eða rútum í kulda og snjókomu eins og í Rúmeníu í dag. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir fjöldan kominn yfir tvær milljónir manna. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði þjóðina frá forsetaskrifstofunni í Kænugarði í morgun.AP/forsetaembætti Úkraínu Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði þjóðina frá skrifstofu sinni í Kænugarði í morgun. Hann sagði Rússa ráðast á vegi sem samið hefði verið um vopnahlé á til að fólk gæti flúið átakasvæði eins og í Mariupol. „Ég verð áfram hér við Bankovastræti í Kænugarði. Ég er ekki í felum og ekki hræddur við neinn. Ég verðhér eins lengi og þaðer nauðsynlegt til að vinna þetta föðurlandsstríð okkar,“ sagði forsetinn. En með þeirri skírskotun höfðar hann til almennings í Rússlandi þar Rússar kalla seinni heimsstyrjöldina gjarnan föðurlandsstríðið mikla.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Úkraína Tengdar fréttir Eiga von á að Biden banni innflutning á olíu frá Rússlandi Fastlega er gert ráð fyrir að innflutningsbann á jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi verði hluti af næsta efnahagsþvinganapakka Bandaríkjastjórnar vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem kynntur verður í dag. Blaðamannafundur Joe Biden Bandaríkjaforseta hefst klukkan 15:45. 8. mars 2022 15:08 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Eiga von á að Biden banni innflutning á olíu frá Rússlandi Fastlega er gert ráð fyrir að innflutningsbann á jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi verði hluti af næsta efnahagsþvinganapakka Bandaríkjastjórnar vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem kynntur verður í dag. Blaðamannafundur Joe Biden Bandaríkjaforseta hefst klukkan 15:45. 8. mars 2022 15:08