Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er vinnu slökkviliðs á vettvangi lokið. Von er á bíl með krók upp eftir til að draga jeppann af vettvangi.
Aðspurður um hvað gerst hafi bendir varðstjóri hjá slökkviliðinu á að það geti einfaldlega kviknað í bílum.