Google kaupir netöryggisfyrirtæki fyrir 5,4 milljarða dala Atli Ísleifsson skrifar 8. mars 2022 14:25 Starfsemi Mandiant mun sameinast tölvuvinnsludeild Google fyrir skýið. Getty Tækni- og netrisinn Google hyggst kaupa netöryggisfyrirtækið Mandiant fyrir um 5,4 milljarða Bandaríkjadala, rúmlega 720 milljarða króna. Með kaupunum stefnir Google að því að tryggja betur gögn viðskiptavina sinna í skýinu. Í frétt CNBC segir að Google muni greiða 23 dali á hvern hlut í Mandiant sem stofnað var árið 2004. Gefi eftirlitsaðilar grænt ljós á kaupin verða um að ræða næststærstu kaup Google á öðru fyrirtæki – á eftir kaupum Google á Motorola árið 2012 fyrir 12,5 milljarða dala. Google seldi svo starfsemina til Lenovo fyrir 2,9 milljarða dala tveimur árum síðar. Þriðju stærstu kaup Google eru kaupin á snjallvöruframleiðandanum Nest, sem gengu í gegn árið 2014 og námu 3,2 milljarða dala. Mandiant mun sameinast tölvuvinnsludeild Google fyrir skýið, en deildin er nú umtalsvert minni í sniðum en sambærilegar deildir Microsoft og Amazon. Reiknað er með að kaupin gangi í gegn síðar á árinu. Google Netöryggi Bandaríkin Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Í frétt CNBC segir að Google muni greiða 23 dali á hvern hlut í Mandiant sem stofnað var árið 2004. Gefi eftirlitsaðilar grænt ljós á kaupin verða um að ræða næststærstu kaup Google á öðru fyrirtæki – á eftir kaupum Google á Motorola árið 2012 fyrir 12,5 milljarða dala. Google seldi svo starfsemina til Lenovo fyrir 2,9 milljarða dala tveimur árum síðar. Þriðju stærstu kaup Google eru kaupin á snjallvöruframleiðandanum Nest, sem gengu í gegn árið 2014 og námu 3,2 milljarða dala. Mandiant mun sameinast tölvuvinnsludeild Google fyrir skýið, en deildin er nú umtalsvert minni í sniðum en sambærilegar deildir Microsoft og Amazon. Reiknað er með að kaupin gangi í gegn síðar á árinu.
Google Netöryggi Bandaríkin Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira