Úkraínskt flóttafólk gisti á heimili dómsmálaráðherra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2022 10:24 Atli smellti af þessari mynd af dómsmálaráðherra með úkraínsku mæðginunum. Atli Sigurðarson Úkraínsk kona og sonur hennar gistu í nótt á heimili Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra í Kópavogi. Fólkið er á meðal þeirra sem flúið hafa heimalandið eftir innrás Rússlands. Atli Sigurðarson, íbúi í Kópavogi og vinur Jóns, segir í færslu á Facebook hafa sótt vinkonu sína og son hennar, flóttafólk frá Úkraínu, út á Keflavíkurflugvöll seint í gærkvöldi. „Ég var í vandræðum með að hýsa þau sjálfur og hringdi því í vin minn og fyrrverandi mág, gamla björgunarsveitamanninn Jón Gunnarsson til að leita ráða varðandi húsnæði,“ segir Atli. Ekki hafi staðið á svörum hjá ráðherranum. „Kemur hún ekki bara til okkar til að byrja með?“ Atli segist í samtali við Vísi að Jón hafi bjargað sér fyrir horn. „Sem betur fer. Það gleymist kannski stundum að Jón er björgunarsveitarmaður. Það er bara þannig. Það element í honum er þarna,“ segir Atli. Hann hafi alltaf getað leitað til hans um hvaðeina. Frá Kharkiv þar sem Rússar hafa gert loftárásir undanfarna daga.Getty Images/Vyacheslav Madiyevskyy „Ég gerði það í gærkvöldi og það stóð ekki á því að opna heimilið.“ Atli var á ferðinni með úkraínsku vinum sínum á höfuðborgarsvæðinu, að skrá þau, gera og græja. Allt það sem fylgir komu fólks hingað til lands á flótta. Hann hafði ekki mikinn tíma til að spjalla en segir þó fólkinu heilsast vel. „Þau eru mjög ánægð að vera komin úr þessu ástandi sem þau voru í,“ segir Atli. Þau hafi verið búsett í úkraínsku borginni Kharkiv hvar íbúar hafa fengið að finna fyrir mætti rússneska hersins. Elísabet Inga Sigurðardóttir, fréttakona okkar, ræddi við Jón Gunnarsson um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Fylgst er með gangi mála í Úkraínu í vaktinni á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. 7. mars 2022 19:33 Gylfi Þór leiðir teymið sem aðstoðar flóttafólk frá Úkraínu Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, hefur verið ráðinn til þess að stýra því stóra verkefni að skipuleggja komu flóttafólks frá Úkraínu til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 7. mars 2022 11:20 Á sjötta tug flóttamanna kominn til landsins og búist við 1000 til 1500 í heildina Á þeim tíu dögum sem liðnir eru frá innrás Rússa í Úkraínu hafa 56 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sótt um vernd hér á landi. Landamærasvið ríkislögreglustjóra býr sig undir komu um eitt þúsund til fimmtán hundruð flóttamanna. 5. mars 2022 16:37 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira
Atli Sigurðarson, íbúi í Kópavogi og vinur Jóns, segir í færslu á Facebook hafa sótt vinkonu sína og son hennar, flóttafólk frá Úkraínu, út á Keflavíkurflugvöll seint í gærkvöldi. „Ég var í vandræðum með að hýsa þau sjálfur og hringdi því í vin minn og fyrrverandi mág, gamla björgunarsveitamanninn Jón Gunnarsson til að leita ráða varðandi húsnæði,“ segir Atli. Ekki hafi staðið á svörum hjá ráðherranum. „Kemur hún ekki bara til okkar til að byrja með?“ Atli segist í samtali við Vísi að Jón hafi bjargað sér fyrir horn. „Sem betur fer. Það gleymist kannski stundum að Jón er björgunarsveitarmaður. Það er bara þannig. Það element í honum er þarna,“ segir Atli. Hann hafi alltaf getað leitað til hans um hvaðeina. Frá Kharkiv þar sem Rússar hafa gert loftárásir undanfarna daga.Getty Images/Vyacheslav Madiyevskyy „Ég gerði það í gærkvöldi og það stóð ekki á því að opna heimilið.“ Atli var á ferðinni með úkraínsku vinum sínum á höfuðborgarsvæðinu, að skrá þau, gera og græja. Allt það sem fylgir komu fólks hingað til lands á flótta. Hann hafði ekki mikinn tíma til að spjalla en segir þó fólkinu heilsast vel. „Þau eru mjög ánægð að vera komin úr þessu ástandi sem þau voru í,“ segir Atli. Þau hafi verið búsett í úkraínsku borginni Kharkiv hvar íbúar hafa fengið að finna fyrir mætti rússneska hersins. Elísabet Inga Sigurðardóttir, fréttakona okkar, ræddi við Jón Gunnarsson um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Fylgst er með gangi mála í Úkraínu í vaktinni á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. 7. mars 2022 19:33 Gylfi Þór leiðir teymið sem aðstoðar flóttafólk frá Úkraínu Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, hefur verið ráðinn til þess að stýra því stóra verkefni að skipuleggja komu flóttafólks frá Úkraínu til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 7. mars 2022 11:20 Á sjötta tug flóttamanna kominn til landsins og búist við 1000 til 1500 í heildina Á þeim tíu dögum sem liðnir eru frá innrás Rússa í Úkraínu hafa 56 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sótt um vernd hér á landi. Landamærasvið ríkislögreglustjóra býr sig undir komu um eitt þúsund til fimmtán hundruð flóttamanna. 5. mars 2022 16:37 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira
Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. 7. mars 2022 19:33
Gylfi Þór leiðir teymið sem aðstoðar flóttafólk frá Úkraínu Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, hefur verið ráðinn til þess að stýra því stóra verkefni að skipuleggja komu flóttafólks frá Úkraínu til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 7. mars 2022 11:20
Á sjötta tug flóttamanna kominn til landsins og búist við 1000 til 1500 í heildina Á þeim tíu dögum sem liðnir eru frá innrás Rússa í Úkraínu hafa 56 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sótt um vernd hér á landi. Landamærasvið ríkislögreglustjóra býr sig undir komu um eitt þúsund til fimmtán hundruð flóttamanna. 5. mars 2022 16:37