Brottrekstur Rússa úr heimshagkerfinu hafi gríðarleg áhrif Árni Sæberg skrifar 6. mars 2022 15:06 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Seðlabankastjóri gerir ráð fyrir að stríðið í Úkraínu mun hafa mjög mikil áhrif á hagkerfið hér á landi og víða um heim. Skammtímaáhrif séu strax komin í ljós. Hins vegar sé Rússland fremur fátækt land sem hafi ekki efni á langvarandi hernaði. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fór yfir áhrif stríðsins í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann tók fram að heimsfaraldurinn hafi haft miklu meiri og varanlegri áhrif en gert hafi verið ráð fyrir. Nú megi búast við enn frekari áhrifum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. „Stríðið mun held ég líka hafa mjög mikil áhrif og við sjáum að skammtímaáhrifin eru hækkun á hrávöruverði. Það er orðað þannig að Rússland er land á stærð við Frakkland sem lifði á því að selja hrávörur úr Síberíu, Síbería er náttúrulega gríðarlega ríkt land. Að kippa þeim út úr heimshagkerfinu hefur gríðarleg áhrif. Ekki bara á olíu og gas heldur eru ýmsir málmar sem þeir framleiða. Ég held það sé miklu meiri breyting en það af því að núna er Pútín og fólkið í kringum hann búið að komast upp með mjög marga hluti í gegnum tíðina,“ segir seðlabankastjóri. Stríðið hafi aðeins staðið yfir í ellefu daga og óvíst sé hvað muni gerast næst. „Eins og ég sé það að þá Úkraínumenn eru 44 milljónir og Rússar geta ekki hersetið þetta land. Rússland er í sjálfu sér fátækt land en hins vegar með mjög öflugan her, það er erfitt fyrir Rússa að halda úti langvarandi hernaði. Þeir hafa í raun og veru ekki efni á því. Efnahagslegu áhrifin eru að við sjáum hærra olíu- og gasverð. Það hefur áhrif á heimilin í Evrópu, við föttum það ekki á Íslandi því við erum með hitaveitu eða rafmagn sem við framleiðum sjálf. Þetta eru verulegir peningar fyrir evrópsk heimili. Það mun auka verðbólguna úti og draga úr hagvexti,“ segir hann. Hins vegar bendi flest til þess að fyrirtæki í Evrópu bregðist við sem muni hvetja áfram atvinnulífið til skemmri tíma. Þeir Ásgeir og Kristján Kristjánsson ræddu áhrif stríðsins í Úkraínu í Sprengisandi í morgun og heyra má umræðuna í spilaranum hér að neðan: Innrás Rússa í Úkraínu Seðlabankinn Rússland Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fór yfir áhrif stríðsins í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann tók fram að heimsfaraldurinn hafi haft miklu meiri og varanlegri áhrif en gert hafi verið ráð fyrir. Nú megi búast við enn frekari áhrifum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. „Stríðið mun held ég líka hafa mjög mikil áhrif og við sjáum að skammtímaáhrifin eru hækkun á hrávöruverði. Það er orðað þannig að Rússland er land á stærð við Frakkland sem lifði á því að selja hrávörur úr Síberíu, Síbería er náttúrulega gríðarlega ríkt land. Að kippa þeim út úr heimshagkerfinu hefur gríðarleg áhrif. Ekki bara á olíu og gas heldur eru ýmsir málmar sem þeir framleiða. Ég held það sé miklu meiri breyting en það af því að núna er Pútín og fólkið í kringum hann búið að komast upp með mjög marga hluti í gegnum tíðina,“ segir seðlabankastjóri. Stríðið hafi aðeins staðið yfir í ellefu daga og óvíst sé hvað muni gerast næst. „Eins og ég sé það að þá Úkraínumenn eru 44 milljónir og Rússar geta ekki hersetið þetta land. Rússland er í sjálfu sér fátækt land en hins vegar með mjög öflugan her, það er erfitt fyrir Rússa að halda úti langvarandi hernaði. Þeir hafa í raun og veru ekki efni á því. Efnahagslegu áhrifin eru að við sjáum hærra olíu- og gasverð. Það hefur áhrif á heimilin í Evrópu, við föttum það ekki á Íslandi því við erum með hitaveitu eða rafmagn sem við framleiðum sjálf. Þetta eru verulegir peningar fyrir evrópsk heimili. Það mun auka verðbólguna úti og draga úr hagvexti,“ segir hann. Hins vegar bendi flest til þess að fyrirtæki í Evrópu bregðist við sem muni hvetja áfram atvinnulífið til skemmri tíma. Þeir Ásgeir og Kristján Kristjánsson ræddu áhrif stríðsins í Úkraínu í Sprengisandi í morgun og heyra má umræðuna í spilaranum hér að neðan:
Innrás Rússa í Úkraínu Seðlabankinn Rússland Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira