Samþykktar íbúðir ekki endilega öruggari en ósamþykktar Snorri Másson skrifar 4. mars 2022 23:53 Bruni í Auðbrekku í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Góðar brunavarnir skiptu sköpum í eldsvoða í Auðbrekku í gær, þar sem eldur braust út í ósamþykktu húsnæði. Talið er að allt að sjö þúsund manns búi í óleyfisíbúðum á Íslandi. „Útkallið kemur þrjú eða hálffjögur. Það er alltaf sérstakt og erfitt fyrir okkur að fá útkall um miðja nótt, því þá vitum við að það séu meiri líkur á að einhver sé inni og það sofandi,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri í samtali við fréttastofu. Húsnæðið var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði, sem er ekki óalgengt á höfuðborgarsvæðinu. En í þessu tilviki voru eldvarnir samt traustar. Hólfanir, flóttaleiðir og reykskynjarar á réttum stöðum. „Eldvarnirnar virkuðu þannig að bruninn var afmarkaður við eitt herbergi. Mikill bruni, en reykur leitaði um húsnæðið víða en þetta var ákveðið hættuástand sem var þarna í gangi,“ segir Jón Viðar. Það munaði litlu að færi verr, skrifar slökkviliðskonan Áslaug Birna Bergsveinsdóttir á Twitter. Hún var á meðal fyrstu reykkafara á vettvang. Við fórum inn til að leita að fólki - reykurinn var svo þykkur og svartur að við sáum ekki neitt. Fólkið slapp út sem betur fer, skrifar Áslaug, en það getur vel lokast inni við svona aðstæður. Ég og María vorum fyrstu reykkafarar á staðinn í nótt og slökktum eldinn á augabragði. Munaði litlu að það færi verr eins og sést á fyrstu myndinni. Hitinn var búinn að brjóta glugga á efri hæðinni en eldurinn náði ekki að kveikja í því rými. 1/ pic.twitter.com/f5va2Y2D58— Áslaug Birna🇺🇦 (@slaug20) March 3, 2022 „Það sem eru mikilvægustu skilaboðin við þetta útkall eru að brunavarnir verða að vera í lagi óháð því hvar þú býrð. Þó þú búir í íbúðarhúsnæði geta líka verið slakar brunavarnir, þannig að fólk má ekki bara einblína á brunavarnir í búsettu atvinnuhúsnæði, heldur brunavarnir almennt verða að vera í lagi. Og þetta sannar það, þarna komust fjórtán einstaklingar út,“ segir Jón Viðar Matthíasson. Eldurinn var svo mikill að grunur lék strax á um íkveikju. Manni var sleppt úr haldi eftir skýrslutöku í gær. Málið er enn óupplýst. Kópavogur Slökkvilið Húsnæðismál Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
„Útkallið kemur þrjú eða hálffjögur. Það er alltaf sérstakt og erfitt fyrir okkur að fá útkall um miðja nótt, því þá vitum við að það séu meiri líkur á að einhver sé inni og það sofandi,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri í samtali við fréttastofu. Húsnæðið var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði, sem er ekki óalgengt á höfuðborgarsvæðinu. En í þessu tilviki voru eldvarnir samt traustar. Hólfanir, flóttaleiðir og reykskynjarar á réttum stöðum. „Eldvarnirnar virkuðu þannig að bruninn var afmarkaður við eitt herbergi. Mikill bruni, en reykur leitaði um húsnæðið víða en þetta var ákveðið hættuástand sem var þarna í gangi,“ segir Jón Viðar. Það munaði litlu að færi verr, skrifar slökkviliðskonan Áslaug Birna Bergsveinsdóttir á Twitter. Hún var á meðal fyrstu reykkafara á vettvang. Við fórum inn til að leita að fólki - reykurinn var svo þykkur og svartur að við sáum ekki neitt. Fólkið slapp út sem betur fer, skrifar Áslaug, en það getur vel lokast inni við svona aðstæður. Ég og María vorum fyrstu reykkafarar á staðinn í nótt og slökktum eldinn á augabragði. Munaði litlu að það færi verr eins og sést á fyrstu myndinni. Hitinn var búinn að brjóta glugga á efri hæðinni en eldurinn náði ekki að kveikja í því rými. 1/ pic.twitter.com/f5va2Y2D58— Áslaug Birna🇺🇦 (@slaug20) March 3, 2022 „Það sem eru mikilvægustu skilaboðin við þetta útkall eru að brunavarnir verða að vera í lagi óháð því hvar þú býrð. Þó þú búir í íbúðarhúsnæði geta líka verið slakar brunavarnir, þannig að fólk má ekki bara einblína á brunavarnir í búsettu atvinnuhúsnæði, heldur brunavarnir almennt verða að vera í lagi. Og þetta sannar það, þarna komust fjórtán einstaklingar út,“ segir Jón Viðar Matthíasson. Eldurinn var svo mikill að grunur lék strax á um íkveikju. Manni var sleppt úr haldi eftir skýrslutöku í gær. Málið er enn óupplýst.
Kópavogur Slökkvilið Húsnæðismál Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira