Sebastian Alexanderson: Það virðist koma í ljós að ég virðist kunna handbolta Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 3. mars 2022 22:08 Sebastian Alexanderson þjálfari HK var sáttur með stigið á móti Haukum en fannst HK eiga skilið stigin tvö. Vísir: Vilhelm Sebastian Alexanderson þjálfari HK var sáttur að sækja eitt stig á móti toppliði Hauka er liðin mættust í 17. umferð Olís-deildar karla í kvöld. HK átti erfitt uppdráttar í byrjun leiks en gáfu svo í og sýndu úr hverju þeir eru gerðir og uppskáru eins og til var sáð. Lokatölur 31-31. „Ég er fyrst og fremst sáttur hvað er ótrúlegur karakter í þessum leikmannahóp. Við erum búnir að eiga ofboðslega erfiða viku andlega. Að okkar mati áttum við að fá fjögur stig í síðustu viku, sérsaklega tvö stig síðasta sunnudag. Ég hafði smá áhyggjur af því fyrir þennan leik að menn voru svo mikið sorgmæddir eftir síðasta leik, hvernig þeir myndu motivera sig í þennan leik. Þessi hópur er alltaf að sína hversu ótrúlegur hann er. Ég verð að vera heiðarlegur, mér fannst við eiga skilið bæði stigin.“ HK átti erfitt uppdráttar í byrjun leiks en HK-ingar gerðu áhlaup þegar um stundarfjórðungur var liðin af fyrri hálfleik og litu ekki til baka eftir það. Á lokamínútunum var spennustigið orðið hátt og köstu þeir stiginu næstum því frá sér en þrautseigja sigldi þessu heim að lokum. „Við ákváðum fyrir leik að byrja að spila 6-0 fyrstu tíu mínúturnar í hvorum hálfleik. Það er búið að vera mikið álag á lykilmönnunum okkar og við þurfum að dreifa álaginu. Það vantar hjá okkur fjóra lykilmenn í þetta lið, Kristján Ottó, Elías, Símon og Kristján Pétur. Þessi hópur er mjög breiður og það er mjög mikið af flottum talentum í þessum hóp þannig leikplanið gekk upp eins og ákveðið var. Hinsvegar þá vorum við næstum því búnir að klúðra þessu eins og í síðustu leikjum, kannski er þetta skref upp á við að við gerðum það ekki í þetta skipti og það á móti besta liði landsins.“ Þrátt fyrir að HK hafi einungis unnið einn leik þar sem af er móti og tapað fjótán hefur liðið verið nálægt því að klára leikina en vantað herslumuninn. Með þessu jafntefli sýndi liðið hvers þeir eru megnugir. „Við erum búnir að vera með blóð á tönnunum síðan í haust. Svo erum við búnir að vera bæta okkur jafnt og þétt. Það virðist koma í ljós að ég virðist kunna handbolta hvort sem hann er íslenskur eða alþjóðlegur. En ég tek það ekkert af því að ég er með stórkostlega leikmenn og frábæran karakter og ég vona að fólk fari að átta sig á því afhverju ég hef svona mikla trú á þeim.“ HK er í erfiðri stöðu þar sem liðið er í 11. sæti í deildinni en Sebastian er langt frá því að gefast upp. „Ég viðurkenni það alveg að það vantar uppá. Ég viðurkenni það alveg að mér finnst við eiga heima í þessari deild. Við hættum ekki og gefumst ekki upp þar til það er orðið alveg tölfræðilega ómögulegt að við höldum okkur uppi.“ HK Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Haukar 31-31 | Jafntefli niðurstaðan í Kórnum HK og Haukar skildu jöfn að er liðin mættust í 17. umferð Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur 31-31. 3. mars 2022 21:05 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst sáttur hvað er ótrúlegur karakter í þessum leikmannahóp. Við erum búnir að eiga ofboðslega erfiða viku andlega. Að okkar mati áttum við að fá fjögur stig í síðustu viku, sérsaklega tvö stig síðasta sunnudag. Ég hafði smá áhyggjur af því fyrir þennan leik að menn voru svo mikið sorgmæddir eftir síðasta leik, hvernig þeir myndu motivera sig í þennan leik. Þessi hópur er alltaf að sína hversu ótrúlegur hann er. Ég verð að vera heiðarlegur, mér fannst við eiga skilið bæði stigin.“ HK átti erfitt uppdráttar í byrjun leiks en HK-ingar gerðu áhlaup þegar um stundarfjórðungur var liðin af fyrri hálfleik og litu ekki til baka eftir það. Á lokamínútunum var spennustigið orðið hátt og köstu þeir stiginu næstum því frá sér en þrautseigja sigldi þessu heim að lokum. „Við ákváðum fyrir leik að byrja að spila 6-0 fyrstu tíu mínúturnar í hvorum hálfleik. Það er búið að vera mikið álag á lykilmönnunum okkar og við þurfum að dreifa álaginu. Það vantar hjá okkur fjóra lykilmenn í þetta lið, Kristján Ottó, Elías, Símon og Kristján Pétur. Þessi hópur er mjög breiður og það er mjög mikið af flottum talentum í þessum hóp þannig leikplanið gekk upp eins og ákveðið var. Hinsvegar þá vorum við næstum því búnir að klúðra þessu eins og í síðustu leikjum, kannski er þetta skref upp á við að við gerðum það ekki í þetta skipti og það á móti besta liði landsins.“ Þrátt fyrir að HK hafi einungis unnið einn leik þar sem af er móti og tapað fjótán hefur liðið verið nálægt því að klára leikina en vantað herslumuninn. Með þessu jafntefli sýndi liðið hvers þeir eru megnugir. „Við erum búnir að vera með blóð á tönnunum síðan í haust. Svo erum við búnir að vera bæta okkur jafnt og þétt. Það virðist koma í ljós að ég virðist kunna handbolta hvort sem hann er íslenskur eða alþjóðlegur. En ég tek það ekkert af því að ég er með stórkostlega leikmenn og frábæran karakter og ég vona að fólk fari að átta sig á því afhverju ég hef svona mikla trú á þeim.“ HK er í erfiðri stöðu þar sem liðið er í 11. sæti í deildinni en Sebastian er langt frá því að gefast upp. „Ég viðurkenni það alveg að það vantar uppá. Ég viðurkenni það alveg að mér finnst við eiga heima í þessari deild. Við hættum ekki og gefumst ekki upp þar til það er orðið alveg tölfræðilega ómögulegt að við höldum okkur uppi.“
HK Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Haukar 31-31 | Jafntefli niðurstaðan í Kórnum HK og Haukar skildu jöfn að er liðin mættust í 17. umferð Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur 31-31. 3. mars 2022 21:05 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Leik lokið: HK - Haukar 31-31 | Jafntefli niðurstaðan í Kórnum HK og Haukar skildu jöfn að er liðin mættust í 17. umferð Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur 31-31. 3. mars 2022 21:05