Engin ástæða til að hamstra joðtöflur vegna ástandsins í Úkraínu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2022 17:55 Geislavarnir ríkisins Vísir/Vilhelm Engin ástæða er til þess að hamstra joðtöflur hér á landi vegna stríðsástandins í Úkraínu, jafn vel þó að svo illa færi að kjarnavopni yrði beitt á svæðinu. Þetta segir Sigurður M. Magnússon forstjóri Geislavarna Ríkisins sem ræddi mögulega kjarnorkuvá vegna stríðsins í Úkraínu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fregnir hafa borist af því að aukin geislavirkni hafi mælst í grennd við kjarnorkuverið í Tjernobyl vegna umferðar rússneskra hersveita á svæðinu sem lokað var eftir kjarnorkuslysið árið 1986. Sigurður segir þessi aukna geislun sé tímabundin og muni hverfa á skömmum tíma. „Svæðið er akkúrat þar sem er best fyrir skriðdreka sveitirnar að fara yfir og það er alveg rétt að þegar þær fóru yfir þetta svæði þá þyrlaðist upp heilmikið af geislavirkum efnum upp í loftið. Það hefur mælst aukin geislun í næsta nágrenni lokaða svæðisins. Þessi aukning á geislavirkni á lokaða svæðinu hún er bara tímabundin og mun hverfa á skömmum tíma. Það er þannig að við getum fylgst með geisluninni á þessum svæðum,“ sagði Sigurður en einnig var rætt við Víði Reynisson yfirlögregluþjón hjá almannavörnum um mögulegar viðbragðsáætlanir breiðist stríðsátökin enn frekar út. Fregnir hafa einnig borist af því að joðtöflur hafi rokið út úr apótekum hér á landi, ekki síst eftir að Vladímír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti að hann hefði sett kjarnorkusveitir rússneska hersins í viðbragðsstöðu. Mikil fjarlægð þýðir mikil þynning Sigurður segir að það sé niðurstaða Geislavarna ríkisins og annarra samráðsaðila að engin þörf sé á því að fólk hér á landi taki inn joðtöflur. Joðtöflur verja skjaldkirtilinn fyrir geislun „Við eigum mjög erfitt með að sjá fyrir okkur að það gæti orðið nokkrar þær aðstæður á Íslandi þó svo að kjarnavopni yrði neitt í Úkraínu að það kallaði á þörf fyrir að fólk tæki inn joðtöflur,“ sagði Sigurður. „Ef að við hugsum þetta svona aðeins upphátt að ef að það springur kjarnavopn í Úkraínu þá er gríðarlega mikið af geislavirkum efnum sem fara út í umhverfið. Þau munu síðan berast með veðri og vindum til nálægra landa og við höfum reynsluna frá Tsjernobyl.“ Bílalest Rússa á Krímskaga.Vísir/AP Mikið púður er lagt í mælingu á geislun og sagði Sigurður að miðað við reynsluna frá Tsjernobyl mætti gera ráð fyrir að ef kjarnavopni yrði beitt myndi einhver geislun hér mælast fyrst að lá sgmarki fimm dögum síðar. „En við verðum að hafa í huga að fjarlægðin er gríðarlega mikil og þynningin er gríðarleg. Þannig að við sjáum ekki fyrir okkur að þótt kjarnavopni yrði beitt í Úkraínu myndi það kalla á sérstakar varúðarráðstafanir á Íslandi en við fylgjust mjög grannt með öllu sem er að gerast á svæðinu.“ Það er engin ástæða til þess að hamstra joðtöflur á Íslandi? „Við sjáum ekki ástæðu til þess miðað við þær aðstæður sem nú eru fyrir hendi.“ Kjarnorka Innrás Rússa í Úkraínu Almannavarnir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Farnir að beita sömu aðferðum og í Sýrlandi Her Rússlands er sagður byrjaður að beita sömu aðferðum í Úkraínu og hermenn nýttu í Sýrlandi. Ganga þær út á að umkringja borgir og bæi og þvinga þá til uppgjafar. 3. mars 2022 11:35 Vaktin: Selenskí vill ræða beint við Pútín og fá herþotur frá NATO Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49 Komi ekki til greina að Rússar hætti innrásinni í Úkraínu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að ekki kæmi til greina að Rússar myndu hætta innrásinni í Úkraínu. Henni yrði haldið áfram þar til Rússar næðu markmiðum sínum. 3. mars 2022 11:46 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira
Þetta segir Sigurður M. Magnússon forstjóri Geislavarna Ríkisins sem ræddi mögulega kjarnorkuvá vegna stríðsins í Úkraínu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fregnir hafa borist af því að aukin geislavirkni hafi mælst í grennd við kjarnorkuverið í Tjernobyl vegna umferðar rússneskra hersveita á svæðinu sem lokað var eftir kjarnorkuslysið árið 1986. Sigurður segir þessi aukna geislun sé tímabundin og muni hverfa á skömmum tíma. „Svæðið er akkúrat þar sem er best fyrir skriðdreka sveitirnar að fara yfir og það er alveg rétt að þegar þær fóru yfir þetta svæði þá þyrlaðist upp heilmikið af geislavirkum efnum upp í loftið. Það hefur mælst aukin geislun í næsta nágrenni lokaða svæðisins. Þessi aukning á geislavirkni á lokaða svæðinu hún er bara tímabundin og mun hverfa á skömmum tíma. Það er þannig að við getum fylgst með geisluninni á þessum svæðum,“ sagði Sigurður en einnig var rætt við Víði Reynisson yfirlögregluþjón hjá almannavörnum um mögulegar viðbragðsáætlanir breiðist stríðsátökin enn frekar út. Fregnir hafa einnig borist af því að joðtöflur hafi rokið út úr apótekum hér á landi, ekki síst eftir að Vladímír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti að hann hefði sett kjarnorkusveitir rússneska hersins í viðbragðsstöðu. Mikil fjarlægð þýðir mikil þynning Sigurður segir að það sé niðurstaða Geislavarna ríkisins og annarra samráðsaðila að engin þörf sé á því að fólk hér á landi taki inn joðtöflur. Joðtöflur verja skjaldkirtilinn fyrir geislun „Við eigum mjög erfitt með að sjá fyrir okkur að það gæti orðið nokkrar þær aðstæður á Íslandi þó svo að kjarnavopni yrði neitt í Úkraínu að það kallaði á þörf fyrir að fólk tæki inn joðtöflur,“ sagði Sigurður. „Ef að við hugsum þetta svona aðeins upphátt að ef að það springur kjarnavopn í Úkraínu þá er gríðarlega mikið af geislavirkum efnum sem fara út í umhverfið. Þau munu síðan berast með veðri og vindum til nálægra landa og við höfum reynsluna frá Tsjernobyl.“ Bílalest Rússa á Krímskaga.Vísir/AP Mikið púður er lagt í mælingu á geislun og sagði Sigurður að miðað við reynsluna frá Tsjernobyl mætti gera ráð fyrir að ef kjarnavopni yrði beitt myndi einhver geislun hér mælast fyrst að lá sgmarki fimm dögum síðar. „En við verðum að hafa í huga að fjarlægðin er gríðarlega mikil og þynningin er gríðarleg. Þannig að við sjáum ekki fyrir okkur að þótt kjarnavopni yrði beitt í Úkraínu myndi það kalla á sérstakar varúðarráðstafanir á Íslandi en við fylgjust mjög grannt með öllu sem er að gerast á svæðinu.“ Það er engin ástæða til þess að hamstra joðtöflur á Íslandi? „Við sjáum ekki ástæðu til þess miðað við þær aðstæður sem nú eru fyrir hendi.“
Kjarnorka Innrás Rússa í Úkraínu Almannavarnir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Farnir að beita sömu aðferðum og í Sýrlandi Her Rússlands er sagður byrjaður að beita sömu aðferðum í Úkraínu og hermenn nýttu í Sýrlandi. Ganga þær út á að umkringja borgir og bæi og þvinga þá til uppgjafar. 3. mars 2022 11:35 Vaktin: Selenskí vill ræða beint við Pútín og fá herþotur frá NATO Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49 Komi ekki til greina að Rússar hætti innrásinni í Úkraínu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að ekki kæmi til greina að Rússar myndu hætta innrásinni í Úkraínu. Henni yrði haldið áfram þar til Rússar næðu markmiðum sínum. 3. mars 2022 11:46 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira
Farnir að beita sömu aðferðum og í Sýrlandi Her Rússlands er sagður byrjaður að beita sömu aðferðum í Úkraínu og hermenn nýttu í Sýrlandi. Ganga þær út á að umkringja borgir og bæi og þvinga þá til uppgjafar. 3. mars 2022 11:35
Vaktin: Selenskí vill ræða beint við Pútín og fá herþotur frá NATO Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49
Komi ekki til greina að Rússar hætti innrásinni í Úkraínu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að ekki kæmi til greina að Rússar myndu hætta innrásinni í Úkraínu. Henni yrði haldið áfram þar til Rússar næðu markmiðum sínum. 3. mars 2022 11:46