Skemmtilegt mannlíf og öflugt atvinnulíf Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 3. mars 2022 13:32 Góður bæjarbragur skiptir miklu máli. Við viljum hafa umhverfið fallegt og fólkið skemmtilegt. Aðlaðandi umhverfi og góð aðstaða styðja við góðan bæjarbrag. Garðatorg hefur tekið stakkaskiptum síðustu ár og nú þurfum við að halda áfram. Við þurfum að bæta um betur með frekari uppbyggingu, lagfæringum og nýjungum á torginu. Möguleikarnir eru mýmargir og til viðbótar við lagfæringar á yfirbyggingu og stétt má t.d. nefna mathöll, skautasvell, skjólsælt leiksvæði fyrir yngstu börnin, ungmennahús og fleira sem eflir mannlífið. Allt eru þetta fjölskylduvænar og uppbyggilegar hugmyndir sem vert er að taka vel í og láta verða að veruleika. Stækkandi bær, lækkandi skattar Garðabær er stór og fer stækkandi. Garðbæingar eru orðnir fleiri en 18 þúsund talsins og það er gríðarlega mikilvægt að boðið sé upp á fjölbreytta afþreyingu og dagskrá fyrir alla aldurshópa, víðs vegar í bænum. Miklu máli skiptir að hafa aðgang að þjónustu í nærumhverfi sínu. Þess vegna eigum við að efla hverfiskjarna í Urriðaholti og á Álftanesi, með fjölskylduvænar hugmyndir í fjölskylduvænu bæjarfélagi. Lækkun fasteignaskatta er jákvæður hvati fyrir atvinnulífið sem aftur ýtir undir menningarlíf í bænum. Lágar álögur og hóflegar skuldir eru stef sem við sjálfstæðismenn höfum haft að leiðarljósi í Garðabæ og því eigum við að halda áfram. Sterk fjárhagsstaða er grunnurinn að góðri þjónustu. Lækkum fasteignaskatt fyrir heimili og atvinnulíf. Notum náttúruna fallega Sveitarfélagið er stórt og víðfeðmt og okkur er í lófa lagið að nýta opnu svæðin fyrir fjölbreyttar uppákomur og hvers kyns heilsueflandi starfsemi. Höldum tónleika, leiksýningar og aðra menningarviðburði á laugardögum á sumrin. Bjóðum upp á kakó og vöfflur við Vífilsstaðavatn um vetur. Aðstaða fyrir vatnasport og sjósund ætti einnig að vera valkostur og aðstaða á að vera til fyrirmyndar. Markmiðið á að vera að mæta þörfum íbúa Garðabæjar, hvort sem þeir eru ungir eða eldri, skapandi listafólk, útivistarfólk eða innipúkar, búsettir í miðjum bænum eða í hverfum nær náttúrunni. Margsannað er að fylgnin á milli góðrar þjónustu og ánægju íbúa er mikil. Ég vil að Garðbæingar séu ánægðir í bænum sínum. Ég vil skemmtilegt mannlíf og öflugt atvinnulíf. Höfundur er formaður bæjarráðs og býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Góður bæjarbragur skiptir miklu máli. Við viljum hafa umhverfið fallegt og fólkið skemmtilegt. Aðlaðandi umhverfi og góð aðstaða styðja við góðan bæjarbrag. Garðatorg hefur tekið stakkaskiptum síðustu ár og nú þurfum við að halda áfram. Við þurfum að bæta um betur með frekari uppbyggingu, lagfæringum og nýjungum á torginu. Möguleikarnir eru mýmargir og til viðbótar við lagfæringar á yfirbyggingu og stétt má t.d. nefna mathöll, skautasvell, skjólsælt leiksvæði fyrir yngstu börnin, ungmennahús og fleira sem eflir mannlífið. Allt eru þetta fjölskylduvænar og uppbyggilegar hugmyndir sem vert er að taka vel í og láta verða að veruleika. Stækkandi bær, lækkandi skattar Garðabær er stór og fer stækkandi. Garðbæingar eru orðnir fleiri en 18 þúsund talsins og það er gríðarlega mikilvægt að boðið sé upp á fjölbreytta afþreyingu og dagskrá fyrir alla aldurshópa, víðs vegar í bænum. Miklu máli skiptir að hafa aðgang að þjónustu í nærumhverfi sínu. Þess vegna eigum við að efla hverfiskjarna í Urriðaholti og á Álftanesi, með fjölskylduvænar hugmyndir í fjölskylduvænu bæjarfélagi. Lækkun fasteignaskatta er jákvæður hvati fyrir atvinnulífið sem aftur ýtir undir menningarlíf í bænum. Lágar álögur og hóflegar skuldir eru stef sem við sjálfstæðismenn höfum haft að leiðarljósi í Garðabæ og því eigum við að halda áfram. Sterk fjárhagsstaða er grunnurinn að góðri þjónustu. Lækkum fasteignaskatt fyrir heimili og atvinnulíf. Notum náttúruna fallega Sveitarfélagið er stórt og víðfeðmt og okkur er í lófa lagið að nýta opnu svæðin fyrir fjölbreyttar uppákomur og hvers kyns heilsueflandi starfsemi. Höldum tónleika, leiksýningar og aðra menningarviðburði á laugardögum á sumrin. Bjóðum upp á kakó og vöfflur við Vífilsstaðavatn um vetur. Aðstaða fyrir vatnasport og sjósund ætti einnig að vera valkostur og aðstaða á að vera til fyrirmyndar. Markmiðið á að vera að mæta þörfum íbúa Garðabæjar, hvort sem þeir eru ungir eða eldri, skapandi listafólk, útivistarfólk eða innipúkar, búsettir í miðjum bænum eða í hverfum nær náttúrunni. Margsannað er að fylgnin á milli góðrar þjónustu og ánægju íbúa er mikil. Ég vil að Garðbæingar séu ánægðir í bænum sínum. Ég vil skemmtilegt mannlíf og öflugt atvinnulíf. Höfundur er formaður bæjarráðs og býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar