New York Times hefur eftir embættismönnum í Washington og heimildarmanni í Evrópu að gögnin séu talin áreiðanleg en mönnum komi hins vegar ekki saman um túlkun þeirra.
Til að mynda liggi ekki ljóst fyrir á hvaða stigi umræður um tímasetningu innrásarinnar fóru fram og hvort þær voru ræddar af forsetum Kína og Rússlands þegar þeir hittust fyrir leikana í byrjun febrúar.
Upplýsingar um samskiptin lágu hins vegar fyrir áður en Rússar létu til skarar skríða og voru ræddar af ráðamönnum Vesturveldanna í aðdraganda innrásarinnar.
New York Times innti fulltrúa Kína í Washington eftir viðbrögðum við upplýsingunum og fékk þau svör að um væri að ræða tilhæfulausar vangaveltur sem væri ætlað að koma sök yfir á Kína og láta Kínverja líta illa út.