Rétta hugarfarið Magnús Jóhann Hjartarson skrifar 3. mars 2022 07:31 Nú er marsmánuður að renna í garð. Við erum að sigrast á Covid, þetta æðislega veður með sínum viðvörunum og her Pútíns að djöflast í Kænugarði. Ég veit ekki með ykkur en þetta allt hjálpar mér ekki að byrja árið með stæl. Hins vegar er alltaf hægt að reyna breyta hugarfarinu og horfa á björtu hliðarnar. Við höfum fengið meiri tíma til að verja með fjölskyldu og ástvinum. Meiri tíma til að vinna í sjálfum okkur og okkar draumum á meðan sóttkví og einangrun stóð yfir. Varðandi hugarfar þá er svo mikilvægt að vera meðvitaður um baráttuna sem á sér stað innra með okkur frá degi til dags. Til dæmis: „Á ég að fá mér pizzu í kvöld eftir langan dag?“ „Nenni ég í ræktina?“ og „Hvernig væri að fara snemma að sofa og slökkva á símanum?“ Þetta þekkja allir. Við mannfólkið erum tilfinningaverur og upplifum okkar líf með ólíkum hætti eftir því með hvaða gleraugum við horfum á það. Sú mynd sem við sjáum mótast eftir því hvernig innra samtalið er. Við upplifum okkar raunveruleika mjög mismunandi eftir tilfinningaástandi okkar, reynslu og hvaða hugmyndir við höfum um lífið. Taka má dæmi um einstakling sem trúir því að greind hans sé ákveðin í genum hans sem ekki er hægt að breyta. Auðvitað er ég ekki að segja að allir gætu verið eins og Elon Musk með réttu hugafari en ég er samt að segja að flestir gætu gert 10% meira í sínu lífi en þeir eru að gera núna. Sama má segja um fólk sem lendir í meiðslum eða mótlæti. Það má ekki gefast upp heldur þarf að trúa því að með eigin viljastyrk og vinnu sé hægt að breyta því. Einnig er mjög mikilvægt að átta sig á því að genin okkar ráða ekki öllu. Þó eru genalækningar framtíðin. Þetta þekki ég sérstaklega vel í minni vinnu sem einkaþjálfari í Hreyfingu. Þar fæ ég fólk til mín sem hefur ákveðið að það vill ekki láta gamlar venjur stjórna sér lengur og hefur viljann til að gera eitthvað í því. Einnig þekki ég fólk sem hefur meiðst eða er mikið verkjað og hefur sjaldan leitað sér hjálpar með þau meiðsl og trúir einlæglega að þetta ástand sé komið til að vera. Ég er að skrifa þennan pistil til að segja þér að það þarf alls ekki að vera þannig. Það er alltaf til leið en hún er ekki alltaf auðveld og stundum ansi erfið. Oft er þörf á því að við þurfum að fara út fyrir þægindarammann og setja sjálfið okkar til hliðar og viðurkenna að við vitum ekki svarið og þurfum kannski hjálp. Einnig getur það verið að við þurfum að hætta að hlusta á neikvæðar raddir í umhverfi okkar og fylgja okkar eigin innsæi og þora að taka af skarið til þess að breyta. Grunnmarkmiðið með þessum pistli er að reyna að fá lesandann til að horfa á einhver svið í sínu lífi með nýjum augum, hvort sem það er heilsan, vinnuástand eða gæði samskipta. Fyrst þarf að greina vandamálið, viðurkenna það og vilja breyta því. Án þess samt að kenna sjálfum sér um því það getur endað í sjálfsvorkunn. Vilji er allt sem þarf viljir þú betri heilsu. Höfundur er sálfræðinemi og einkaþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Magnús Jóhann Hjartarson Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Skoðun Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Nú er marsmánuður að renna í garð. Við erum að sigrast á Covid, þetta æðislega veður með sínum viðvörunum og her Pútíns að djöflast í Kænugarði. Ég veit ekki með ykkur en þetta allt hjálpar mér ekki að byrja árið með stæl. Hins vegar er alltaf hægt að reyna breyta hugarfarinu og horfa á björtu hliðarnar. Við höfum fengið meiri tíma til að verja með fjölskyldu og ástvinum. Meiri tíma til að vinna í sjálfum okkur og okkar draumum á meðan sóttkví og einangrun stóð yfir. Varðandi hugarfar þá er svo mikilvægt að vera meðvitaður um baráttuna sem á sér stað innra með okkur frá degi til dags. Til dæmis: „Á ég að fá mér pizzu í kvöld eftir langan dag?“ „Nenni ég í ræktina?“ og „Hvernig væri að fara snemma að sofa og slökkva á símanum?“ Þetta þekkja allir. Við mannfólkið erum tilfinningaverur og upplifum okkar líf með ólíkum hætti eftir því með hvaða gleraugum við horfum á það. Sú mynd sem við sjáum mótast eftir því hvernig innra samtalið er. Við upplifum okkar raunveruleika mjög mismunandi eftir tilfinningaástandi okkar, reynslu og hvaða hugmyndir við höfum um lífið. Taka má dæmi um einstakling sem trúir því að greind hans sé ákveðin í genum hans sem ekki er hægt að breyta. Auðvitað er ég ekki að segja að allir gætu verið eins og Elon Musk með réttu hugafari en ég er samt að segja að flestir gætu gert 10% meira í sínu lífi en þeir eru að gera núna. Sama má segja um fólk sem lendir í meiðslum eða mótlæti. Það má ekki gefast upp heldur þarf að trúa því að með eigin viljastyrk og vinnu sé hægt að breyta því. Einnig er mjög mikilvægt að átta sig á því að genin okkar ráða ekki öllu. Þó eru genalækningar framtíðin. Þetta þekki ég sérstaklega vel í minni vinnu sem einkaþjálfari í Hreyfingu. Þar fæ ég fólk til mín sem hefur ákveðið að það vill ekki láta gamlar venjur stjórna sér lengur og hefur viljann til að gera eitthvað í því. Einnig þekki ég fólk sem hefur meiðst eða er mikið verkjað og hefur sjaldan leitað sér hjálpar með þau meiðsl og trúir einlæglega að þetta ástand sé komið til að vera. Ég er að skrifa þennan pistil til að segja þér að það þarf alls ekki að vera þannig. Það er alltaf til leið en hún er ekki alltaf auðveld og stundum ansi erfið. Oft er þörf á því að við þurfum að fara út fyrir þægindarammann og setja sjálfið okkar til hliðar og viðurkenna að við vitum ekki svarið og þurfum kannski hjálp. Einnig getur það verið að við þurfum að hætta að hlusta á neikvæðar raddir í umhverfi okkar og fylgja okkar eigin innsæi og þora að taka af skarið til þess að breyta. Grunnmarkmiðið með þessum pistli er að reyna að fá lesandann til að horfa á einhver svið í sínu lífi með nýjum augum, hvort sem það er heilsan, vinnuástand eða gæði samskipta. Fyrst þarf að greina vandamálið, viðurkenna það og vilja breyta því. Án þess samt að kenna sjálfum sér um því það getur endað í sjálfsvorkunn. Vilji er allt sem þarf viljir þú betri heilsu. Höfundur er sálfræðinemi og einkaþjálfari.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun