Syngja fyrir Úkraínu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. mars 2022 21:39 Fólk mæti klukkan 8.55 í Túngötu í fyrramálið. Vísir/Vilhelm Íslenskir söngvarar, og aðrir sem vilja taka þátt, hyggjast hópast saman fyrir framan sendiráð Rússlands á Íslandi og sendiherrabústaðinn í Reykjavík og syngja til stuðnings Úkraínu klukkan níu í fyrramálið. „Kæra íslenska söngfólk, nú er nauðsynlegt að sýna samstöðu í verki og mæta fyrir framan sendiráð Rússlands og sendiherrabústaðinn með fegurðina að vopni,“ segir í lýsingu á Facebook-viðburði um samstöðusönginn. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir söngkona er meðal þeirra sem stendur að viðburðinum. Hún hvetur alla til að mæta, taka undir og sýna með því samstöðu, eða bara að koma og vera með - þó að fólk vilji ekki endilega syngja. „Við erum kannski með þessu að reyna að finna einhverja leið fyrir fólk að koma saman; að undirstrika mátt og mikilvægi fegurðinnar og tónlistarinnar sem svona sameiningartákn. Tónlistin er hið alþjóðlega tungumál sem við skiljum og snertir okkur, þó að við skiljum ekki endilega orðin,“ segir Guðrún í samtali við fréttastofu. Sungin verður ný útsetning eftir Magnús Ragnarsson á úkraínska þjóðlaginu Hljóðnar nú haustblær, Maístjarnan eftir Jón Ásgeirsson og lög Þorkels Sigurbjörnssonar: Heyr himna smiður og Til þín, Drottinn hnatta og heima. Ásamt Guðrúnu standa Hallveig Rúnarsdóttir, kammerkórinn Cantoque Ensemble og Sönghátíðin í Hafnarborg fyrir samstöðugsöngnum. Hér má finna hlekkinn að viðburðinum á Facebook. Mæting er í Túngötu klukkan 8.55 í fyrramálið, fimmtudag. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Tengdar fréttir Mótmæltu við rússneska sendiráðið Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráðið í Túngötu klukkan 17:30 í dag vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Fréttastofa verður í beinni frá mótmælunum á Vísi. 24. febrúar 2022 17:02 Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Rússneskur blaðamaður búsettur á Íslandi kveðst skammast sín fyrir hönd þjóðar sinnar í dag, nú þegar rússneski herinn hefur ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu. Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráð við Túngötu klukkan 17.30. 24. febrúar 2022 15:35 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
„Kæra íslenska söngfólk, nú er nauðsynlegt að sýna samstöðu í verki og mæta fyrir framan sendiráð Rússlands og sendiherrabústaðinn með fegurðina að vopni,“ segir í lýsingu á Facebook-viðburði um samstöðusönginn. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir söngkona er meðal þeirra sem stendur að viðburðinum. Hún hvetur alla til að mæta, taka undir og sýna með því samstöðu, eða bara að koma og vera með - þó að fólk vilji ekki endilega syngja. „Við erum kannski með þessu að reyna að finna einhverja leið fyrir fólk að koma saman; að undirstrika mátt og mikilvægi fegurðinnar og tónlistarinnar sem svona sameiningartákn. Tónlistin er hið alþjóðlega tungumál sem við skiljum og snertir okkur, þó að við skiljum ekki endilega orðin,“ segir Guðrún í samtali við fréttastofu. Sungin verður ný útsetning eftir Magnús Ragnarsson á úkraínska þjóðlaginu Hljóðnar nú haustblær, Maístjarnan eftir Jón Ásgeirsson og lög Þorkels Sigurbjörnssonar: Heyr himna smiður og Til þín, Drottinn hnatta og heima. Ásamt Guðrúnu standa Hallveig Rúnarsdóttir, kammerkórinn Cantoque Ensemble og Sönghátíðin í Hafnarborg fyrir samstöðugsöngnum. Hér má finna hlekkinn að viðburðinum á Facebook. Mæting er í Túngötu klukkan 8.55 í fyrramálið, fimmtudag.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Tengdar fréttir Mótmæltu við rússneska sendiráðið Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráðið í Túngötu klukkan 17:30 í dag vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Fréttastofa verður í beinni frá mótmælunum á Vísi. 24. febrúar 2022 17:02 Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Rússneskur blaðamaður búsettur á Íslandi kveðst skammast sín fyrir hönd þjóðar sinnar í dag, nú þegar rússneski herinn hefur ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu. Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráð við Túngötu klukkan 17.30. 24. febrúar 2022 15:35 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Mótmæltu við rússneska sendiráðið Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráðið í Túngötu klukkan 17:30 í dag vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Fréttastofa verður í beinni frá mótmælunum á Vísi. 24. febrúar 2022 17:02
Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Rússneskur blaðamaður búsettur á Íslandi kveðst skammast sín fyrir hönd þjóðar sinnar í dag, nú þegar rússneski herinn hefur ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu. Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráð við Túngötu klukkan 17.30. 24. febrúar 2022 15:35