Syngja fyrir Úkraínu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. mars 2022 21:39 Fólk mæti klukkan 8.55 í Túngötu í fyrramálið. Vísir/Vilhelm Íslenskir söngvarar, og aðrir sem vilja taka þátt, hyggjast hópast saman fyrir framan sendiráð Rússlands á Íslandi og sendiherrabústaðinn í Reykjavík og syngja til stuðnings Úkraínu klukkan níu í fyrramálið. „Kæra íslenska söngfólk, nú er nauðsynlegt að sýna samstöðu í verki og mæta fyrir framan sendiráð Rússlands og sendiherrabústaðinn með fegurðina að vopni,“ segir í lýsingu á Facebook-viðburði um samstöðusönginn. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir söngkona er meðal þeirra sem stendur að viðburðinum. Hún hvetur alla til að mæta, taka undir og sýna með því samstöðu, eða bara að koma og vera með - þó að fólk vilji ekki endilega syngja. „Við erum kannski með þessu að reyna að finna einhverja leið fyrir fólk að koma saman; að undirstrika mátt og mikilvægi fegurðinnar og tónlistarinnar sem svona sameiningartákn. Tónlistin er hið alþjóðlega tungumál sem við skiljum og snertir okkur, þó að við skiljum ekki endilega orðin,“ segir Guðrún í samtali við fréttastofu. Sungin verður ný útsetning eftir Magnús Ragnarsson á úkraínska þjóðlaginu Hljóðnar nú haustblær, Maístjarnan eftir Jón Ásgeirsson og lög Þorkels Sigurbjörnssonar: Heyr himna smiður og Til þín, Drottinn hnatta og heima. Ásamt Guðrúnu standa Hallveig Rúnarsdóttir, kammerkórinn Cantoque Ensemble og Sönghátíðin í Hafnarborg fyrir samstöðugsöngnum. Hér má finna hlekkinn að viðburðinum á Facebook. Mæting er í Túngötu klukkan 8.55 í fyrramálið, fimmtudag. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Tengdar fréttir Mótmæltu við rússneska sendiráðið Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráðið í Túngötu klukkan 17:30 í dag vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Fréttastofa verður í beinni frá mótmælunum á Vísi. 24. febrúar 2022 17:02 Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Rússneskur blaðamaður búsettur á Íslandi kveðst skammast sín fyrir hönd þjóðar sinnar í dag, nú þegar rússneski herinn hefur ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu. Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráð við Túngötu klukkan 17.30. 24. febrúar 2022 15:35 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
„Kæra íslenska söngfólk, nú er nauðsynlegt að sýna samstöðu í verki og mæta fyrir framan sendiráð Rússlands og sendiherrabústaðinn með fegurðina að vopni,“ segir í lýsingu á Facebook-viðburði um samstöðusönginn. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir söngkona er meðal þeirra sem stendur að viðburðinum. Hún hvetur alla til að mæta, taka undir og sýna með því samstöðu, eða bara að koma og vera með - þó að fólk vilji ekki endilega syngja. „Við erum kannski með þessu að reyna að finna einhverja leið fyrir fólk að koma saman; að undirstrika mátt og mikilvægi fegurðinnar og tónlistarinnar sem svona sameiningartákn. Tónlistin er hið alþjóðlega tungumál sem við skiljum og snertir okkur, þó að við skiljum ekki endilega orðin,“ segir Guðrún í samtali við fréttastofu. Sungin verður ný útsetning eftir Magnús Ragnarsson á úkraínska þjóðlaginu Hljóðnar nú haustblær, Maístjarnan eftir Jón Ásgeirsson og lög Þorkels Sigurbjörnssonar: Heyr himna smiður og Til þín, Drottinn hnatta og heima. Ásamt Guðrúnu standa Hallveig Rúnarsdóttir, kammerkórinn Cantoque Ensemble og Sönghátíðin í Hafnarborg fyrir samstöðugsöngnum. Hér má finna hlekkinn að viðburðinum á Facebook. Mæting er í Túngötu klukkan 8.55 í fyrramálið, fimmtudag.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Tengdar fréttir Mótmæltu við rússneska sendiráðið Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráðið í Túngötu klukkan 17:30 í dag vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Fréttastofa verður í beinni frá mótmælunum á Vísi. 24. febrúar 2022 17:02 Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Rússneskur blaðamaður búsettur á Íslandi kveðst skammast sín fyrir hönd þjóðar sinnar í dag, nú þegar rússneski herinn hefur ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu. Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráð við Túngötu klukkan 17.30. 24. febrúar 2022 15:35 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Mótmæltu við rússneska sendiráðið Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráðið í Túngötu klukkan 17:30 í dag vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Fréttastofa verður í beinni frá mótmælunum á Vísi. 24. febrúar 2022 17:02
Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Rússneskur blaðamaður búsettur á Íslandi kveðst skammast sín fyrir hönd þjóðar sinnar í dag, nú þegar rússneski herinn hefur ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu. Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráð við Túngötu klukkan 17.30. 24. febrúar 2022 15:35