Er læsi lykill að menntun? Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 3. mars 2022 07:00 Læsi er ekki eingöngu grundvöllur menntunar heldur einnig lýðræðis og félagslegs réttlætis. Læsi má skilja víðum skilningi, s.s. textalæsi, miðlalæsi og tilfinningalæsi. Rannsóknir sýna að kunnátta og færni til að skilja prentaðan texta og tjá sig í rituðu máli skipti miklu og stuðli að farsælli skólagöngu og samfélagsþátttöku. Þó sum börn læri hratt og, að því er virðist áreynslulaust, að lesa og breyta þannig táknum á blaði yfir í hljóð og hugtök, þá er um að ræða margþætt vitrænt og félagslegt ferli sem getur reynst örðugt. Því skiptir miklu að leita sífellt leiða til að öll börn fái stuðning við hæfi, að öllum sé tryggt aðgengi að tungumáli og fjölbreyttum texta samfélags til þess að taka virkan þátt og hafa áhrif á umhverfi sitt. Staðan á Íslandi Alþjóðlegar samanburðarrannsóknir sýna að staða íslenskra ungmenna þegar kemur að læsi hefur farið hnignandi frá árinu 2000. Gögn sýna að félags- og menningarbakgrunnur hefur veruleg áhrif á gengi nemenda, s.s. menntun og stuðningur foreldra, uppruni og efnahagsleg staða. Drengir standa hallari fæti en stúlkur en PISA niðurstöður 2018 sýndu að 19% stúlkna og 34% drengja teljast ekki búa yfir grunnfærni í lesskilningi, en hér skiptir máli að hafa í huga að könnunin felst í því að leggja mat á hæfni nemenda til að skilja, túlka texta og greina aðalatriði frá aukaatriðum. Ísland á meðal þeirra landa þar sem meiri munur er á stöðu nemenda af erlendum uppruna og jafnöldrum þeirra þegar kemur að læsi. Nemendum af erlendu bergi hefur fjölgað jafnt og þétt frá aldamótum, frá um 3% yfir í 15% allra nemenda hér á landi. Kennarar kalla eftir víðtækari skólaþjónustu og sértækum námsgögnum til að geta stutt nægilega við þennan hóp nemenda. Samstarf um að kveikja neistann Háskóli Íslands og Samtök atvinnulífsins stofnuðu saman árið 2021 Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar sem hefur aðsetur við Menntavísindasvið. Hermundur Sigmundsson, prófessor við Háskóla Íslands og við NTNU háskóla í Noregi, leiðir rannsóknir á vegum setursins ásamt teymi innlendra og erlendra fræðimanna. Starfsemi setursins mun einkum beinast að grunnfærni í læsi og lestri, stærðfræði og náttúrufræði. Fyrsta verkefnið á vegum setursins ber heitið Kveikjum neistann og er unnið í samstarfi við skólasamfélagið í Vestmannaeyjum. Markmið verkefnisins er að kveikja neistann, að hver nemandi tendri áhugann og nái sínum markmiðum með markvissri þjálfun. Í því skyni er lögð áhersla á hreyfingu, ástríðu og samveru og skipulag skóladagsins tekið til endurskoðunar. Sprotar og kveikjur um allt land Styrkleikar íslensks menntakerfis er miklir en sótt er að íslenskunni úr öllum áttum. Nýleg rannsókn á íslenskukennslu í grunn- og framhaldsskólum sýndi að verulega þarf að efla skólasöfn og endurnýja þurfi námsgögn til íslenskukennslu. Rannsóknir sýna að mikilvægt er að nota fjölbreytta kennsluhætti sem kveiki áhuga barna og ungmenna á bókalestri og virki nemendur til þátttöku. Víða um land má finna spennandi og áhugaverð þróunarverkefni sem þarf að lyfta upp og draga lærdóm af og í því skyni er brýnt að efla samtal fræðasamfélagsins og fagvettvangs um nýsköpun á sviði menntunar. Læsisráðstefna fimmtudaginn 3. mars Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir ráðstefnu um læsi fimmtudaginn 3. mars kl. 15.00 þar sem sjónum verður beint að læsi og lestrarkennslu. Á ráðstefnunni fjalla Dr. Snowling og Dr. Nation, helstu læsissérfræðingar á heimsvísu, um hvernig við verðum læs og þann galdur sem felst í að öðlast hæfni til að túlka, skilja og greina margvíslegan texta. Læsi opnar dyr að merkingu, þroska og þátttöku í samfélaginu. Öll eru velkomin á ráðstefnuna í Stakkahlíð í dag kl. 15. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Íslensk fræði Íslenska á tækniöld Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Sjá meira
Læsi er ekki eingöngu grundvöllur menntunar heldur einnig lýðræðis og félagslegs réttlætis. Læsi má skilja víðum skilningi, s.s. textalæsi, miðlalæsi og tilfinningalæsi. Rannsóknir sýna að kunnátta og færni til að skilja prentaðan texta og tjá sig í rituðu máli skipti miklu og stuðli að farsælli skólagöngu og samfélagsþátttöku. Þó sum börn læri hratt og, að því er virðist áreynslulaust, að lesa og breyta þannig táknum á blaði yfir í hljóð og hugtök, þá er um að ræða margþætt vitrænt og félagslegt ferli sem getur reynst örðugt. Því skiptir miklu að leita sífellt leiða til að öll börn fái stuðning við hæfi, að öllum sé tryggt aðgengi að tungumáli og fjölbreyttum texta samfélags til þess að taka virkan þátt og hafa áhrif á umhverfi sitt. Staðan á Íslandi Alþjóðlegar samanburðarrannsóknir sýna að staða íslenskra ungmenna þegar kemur að læsi hefur farið hnignandi frá árinu 2000. Gögn sýna að félags- og menningarbakgrunnur hefur veruleg áhrif á gengi nemenda, s.s. menntun og stuðningur foreldra, uppruni og efnahagsleg staða. Drengir standa hallari fæti en stúlkur en PISA niðurstöður 2018 sýndu að 19% stúlkna og 34% drengja teljast ekki búa yfir grunnfærni í lesskilningi, en hér skiptir máli að hafa í huga að könnunin felst í því að leggja mat á hæfni nemenda til að skilja, túlka texta og greina aðalatriði frá aukaatriðum. Ísland á meðal þeirra landa þar sem meiri munur er á stöðu nemenda af erlendum uppruna og jafnöldrum þeirra þegar kemur að læsi. Nemendum af erlendu bergi hefur fjölgað jafnt og þétt frá aldamótum, frá um 3% yfir í 15% allra nemenda hér á landi. Kennarar kalla eftir víðtækari skólaþjónustu og sértækum námsgögnum til að geta stutt nægilega við þennan hóp nemenda. Samstarf um að kveikja neistann Háskóli Íslands og Samtök atvinnulífsins stofnuðu saman árið 2021 Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar sem hefur aðsetur við Menntavísindasvið. Hermundur Sigmundsson, prófessor við Háskóla Íslands og við NTNU háskóla í Noregi, leiðir rannsóknir á vegum setursins ásamt teymi innlendra og erlendra fræðimanna. Starfsemi setursins mun einkum beinast að grunnfærni í læsi og lestri, stærðfræði og náttúrufræði. Fyrsta verkefnið á vegum setursins ber heitið Kveikjum neistann og er unnið í samstarfi við skólasamfélagið í Vestmannaeyjum. Markmið verkefnisins er að kveikja neistann, að hver nemandi tendri áhugann og nái sínum markmiðum með markvissri þjálfun. Í því skyni er lögð áhersla á hreyfingu, ástríðu og samveru og skipulag skóladagsins tekið til endurskoðunar. Sprotar og kveikjur um allt land Styrkleikar íslensks menntakerfis er miklir en sótt er að íslenskunni úr öllum áttum. Nýleg rannsókn á íslenskukennslu í grunn- og framhaldsskólum sýndi að verulega þarf að efla skólasöfn og endurnýja þurfi námsgögn til íslenskukennslu. Rannsóknir sýna að mikilvægt er að nota fjölbreytta kennsluhætti sem kveiki áhuga barna og ungmenna á bókalestri og virki nemendur til þátttöku. Víða um land má finna spennandi og áhugaverð þróunarverkefni sem þarf að lyfta upp og draga lærdóm af og í því skyni er brýnt að efla samtal fræðasamfélagsins og fagvettvangs um nýsköpun á sviði menntunar. Læsisráðstefna fimmtudaginn 3. mars Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir ráðstefnu um læsi fimmtudaginn 3. mars kl. 15.00 þar sem sjónum verður beint að læsi og lestrarkennslu. Á ráðstefnunni fjalla Dr. Snowling og Dr. Nation, helstu læsissérfræðingar á heimsvísu, um hvernig við verðum læs og þann galdur sem felst í að öðlast hæfni til að túlka, skilja og greina margvíslegan texta. Læsi opnar dyr að merkingu, þroska og þátttöku í samfélaginu. Öll eru velkomin á ráðstefnuna í Stakkahlíð í dag kl. 15. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun