Hættur eftir að hann var skotinn niður: Hræddur um heilsuna og vinnu sína sem arkitekt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2022 08:32 Brynjar Darri Baldursson gengur af velli eftir að hafa verið skotinn niður. Jóhanna Björk Gylfadóttir sjúkraþjálfari hefur auðvitað áhyggjur af honum. S2 Sport Handboltamarkvörðurinn Brynjar Darri Baldursson er hættur í handbolta og það er ekki af góðu. Hann var skotinn niður í síðasta leik sínum með Stjörnunni og tók þá strax ákvörðun, vinnunnar og fjölskyldunnar vegna, að hætta að verða fyrir skotum andstæðinganna. Guðjón Guðmundsson hitti Brynjar Darra í gær og fékk að vita meira um af hverju hann sér hættur í handbolta aðeins 29 ára gamall. „Það var í viðureign KA og Stjörnunnar í sextán liða úrslitum Coca Cola bikarsins þar sem KA-maðurinn Ólafur Gústafsson skaut í andlitið á Brynjari Darra. Auðvitað óviljaverk en á þeirri stundu var Brynjar alveg viss að handboltaskórnir yrðu settir upp í hillu,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Ég var búinn að fá höfuðhögg ári fyrr og vissi alveg hvernig meðferðin yrði. Ég fékk svona „flashback“ og var skíthræddur um afleiðingarnar. Ég vildi því eiginlega kalla þetta gott eftir það,“ sagði Brynjar Darri Baldursson. „Þú varst reiður,“ sagði Gaupi og undir má sjá myndir af viðbrögðum Brynjars Darra eftir að hafa fengið skotið í andlitið. Klippa: Gaupi ræddi við handboltamarkvörð sem var skotinn niður Eitthvað sem kviknaði í mér og ég sá bara rautt „Já vægast sagt. Það var eitthvað sem kviknaði í mér og ég sá bara rautt. Við vorum fljótir að útkljá það við Óli eftir leikinn. Maður velur þetta sjálfur að standa þarna á milli stanganna en það getur haft helvíti slæmar afleiðingar. Það gerði það í þetta skiptið,“ sagði Brynjar Darri. Brynjar Darri er líka að hugsa um sinn starfsferil sem arkitekt. „Já fyrst og fremst. Ég verð að geta teiknað, mælt og allt svona,“ sagði Brynjar en eru markverðir hræddir um að fá skot í andlitið.? „Hræddir og ekki hræddir. Þetta er ákveðin sálræn barátta um næsta skot og svo framvegis. Kannski er það hræðsla upp að vissu marki,“ sagði Brynjar. Menn minna að leika sér að þessu heldur en í gamla daga „Þetta getur orðið sálfræðistríð á milli leikmanna og leikmennirnir geta verið að setja boltann nálægt hausnum. Þú ferð að beita þér öðruvísi á móti viðkomandi leikmanni. Þetta þekkist alveg en ég held að menn séu orðnir aðeins meðvitaðir um þetta núna. Menn eru minna að leika sér að þessu heldur en í gamla daga,“ sagði Brynjar. En var Brynjar lengi að jafna sig eftir þetta skot í andlitið frá Ólafi Gústafssyni? „Þetta var eins og síðast. Pínu jafnvægisleysi í nokkra daga og svo er það hausverkur sem fylgir þessu. Svo hægt og rólega, sem betur fer í þetta skiptið, þá er ég orðinn mjög góður,“ sagði Brynjar en tók hann ákvörðunina strax um að hætta? Heilsan, fjölskyldan og vinnan „Ég ætla ekki að ljúga um það. Skotið kom beint í andlitið og ég fór í grúfu á gólfið. Það fyrsta sem ég hugsaði var að þetta væri komið gott,“ sagði Brynjar. „Þá eru menn fyrst og fremst að hugsa um heilsuna sína,“ skaut Gaupi inn í. „Já heilsuna, fjölskylduna og vinnuna. Þú vilt geta sinnt öllu öðru hundrað prósent. Það er bara þannig,“ sagði Brynjar. „Nú er svolítið liðið síðan að þetta gerðist. Þér hefur ekki langað inn á völlinn aftur,“ spurði Gaupi. Fór á fund „Jú jú. Maður getur aldrei slitið sig almennilega frá þessu. Ég fór á fund með Einari og Patta og við ræddum þetta aðeins. Það var niðurstaðan að ef allt fer til fjandast hjá markvörðunum þá get ég svo sem hoppað inn í þetta en við skulum vona ekki,“ sagði Brynjar Darri. Það má sjá allt viðtalið sem og myndir frá skotinu í myndbandinu hér fyrir ofan. Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
Guðjón Guðmundsson hitti Brynjar Darra í gær og fékk að vita meira um af hverju hann sér hættur í handbolta aðeins 29 ára gamall. „Það var í viðureign KA og Stjörnunnar í sextán liða úrslitum Coca Cola bikarsins þar sem KA-maðurinn Ólafur Gústafsson skaut í andlitið á Brynjari Darra. Auðvitað óviljaverk en á þeirri stundu var Brynjar alveg viss að handboltaskórnir yrðu settir upp í hillu,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Ég var búinn að fá höfuðhögg ári fyrr og vissi alveg hvernig meðferðin yrði. Ég fékk svona „flashback“ og var skíthræddur um afleiðingarnar. Ég vildi því eiginlega kalla þetta gott eftir það,“ sagði Brynjar Darri Baldursson. „Þú varst reiður,“ sagði Gaupi og undir má sjá myndir af viðbrögðum Brynjars Darra eftir að hafa fengið skotið í andlitið. Klippa: Gaupi ræddi við handboltamarkvörð sem var skotinn niður Eitthvað sem kviknaði í mér og ég sá bara rautt „Já vægast sagt. Það var eitthvað sem kviknaði í mér og ég sá bara rautt. Við vorum fljótir að útkljá það við Óli eftir leikinn. Maður velur þetta sjálfur að standa þarna á milli stanganna en það getur haft helvíti slæmar afleiðingar. Það gerði það í þetta skiptið,“ sagði Brynjar Darri. Brynjar Darri er líka að hugsa um sinn starfsferil sem arkitekt. „Já fyrst og fremst. Ég verð að geta teiknað, mælt og allt svona,“ sagði Brynjar en eru markverðir hræddir um að fá skot í andlitið.? „Hræddir og ekki hræddir. Þetta er ákveðin sálræn barátta um næsta skot og svo framvegis. Kannski er það hræðsla upp að vissu marki,“ sagði Brynjar. Menn minna að leika sér að þessu heldur en í gamla daga „Þetta getur orðið sálfræðistríð á milli leikmanna og leikmennirnir geta verið að setja boltann nálægt hausnum. Þú ferð að beita þér öðruvísi á móti viðkomandi leikmanni. Þetta þekkist alveg en ég held að menn séu orðnir aðeins meðvitaðir um þetta núna. Menn eru minna að leika sér að þessu heldur en í gamla daga,“ sagði Brynjar. En var Brynjar lengi að jafna sig eftir þetta skot í andlitið frá Ólafi Gústafssyni? „Þetta var eins og síðast. Pínu jafnvægisleysi í nokkra daga og svo er það hausverkur sem fylgir þessu. Svo hægt og rólega, sem betur fer í þetta skiptið, þá er ég orðinn mjög góður,“ sagði Brynjar en tók hann ákvörðunina strax um að hætta? Heilsan, fjölskyldan og vinnan „Ég ætla ekki að ljúga um það. Skotið kom beint í andlitið og ég fór í grúfu á gólfið. Það fyrsta sem ég hugsaði var að þetta væri komið gott,“ sagði Brynjar. „Þá eru menn fyrst og fremst að hugsa um heilsuna sína,“ skaut Gaupi inn í. „Já heilsuna, fjölskylduna og vinnuna. Þú vilt geta sinnt öllu öðru hundrað prósent. Það er bara þannig,“ sagði Brynjar. „Nú er svolítið liðið síðan að þetta gerðist. Þér hefur ekki langað inn á völlinn aftur,“ spurði Gaupi. Fór á fund „Jú jú. Maður getur aldrei slitið sig almennilega frá þessu. Ég fór á fund með Einari og Patta og við ræddum þetta aðeins. Það var niðurstaðan að ef allt fer til fjandast hjá markvörðunum þá get ég svo sem hoppað inn í þetta en við skulum vona ekki,“ sagði Brynjar Darri. Það má sjá allt viðtalið sem og myndir frá skotinu í myndbandinu hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti