Ingólfur Bjarni ekki stríðsfréttaritari Jakob Bjarnar skrifar 28. febrúar 2022 13:22 Ingólfur Bjarni í Úkraínu. Fréttaskeyti hans þaðan og þá ekki síður þegar hann yfirgaf landið þegar átökin brutust út hafa vakið verulega athygli. ruv/skjáskot Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri Ríkisútvarpsins og Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks hafa sent út tilkynningar sama efnis þar sem þau lýsa miklum létti, að fréttamaðurinn Ingólfur Bjarni Sigfússon og Ingvar Haukur Guðmundsson tökumaður, séu komnir yfir landamæri Úkraínu og Póllands. En þeir héldu til Úkraínu á miðvikudag til að greina stöðu mála. „Ágætu fjölmiðlanördar. Fréttateymi Kveiks og fréttastofu, sem er nú til allrar lukku komið til Póllands, er ekki stríðsfréttaritarar. Þeir fóru ekki út sem slíkir, heldur á svæði þar sem hafði lengi gætt talsverðrar spennu og markmið þeirra var að gera fréttaskýringu um þá stöðu,“ segir Þóra í pistli sem hún birtir á Facebook-hópnum Fjölmiðlanördum. Ingólfur Bjarni skotspónn gárunga Nokkuð hefur borið á því að Ingólfur Bjarni hafi verið skotspónn gárunga á samfélagsmiðlum þar sem honum er ýmist borið á brýn að hafa verið sjálfhverfur í sinni fréttamennsku af vettvangi og svo að það megi heita einkennileg fréttamennska að flýja af vettvangi þegar átök brjótast út. Ekki er úr vegi að álykta sem svo að pistlar þeirra Heiðars Arnar og Þóru sé viðleitni í þá átt að kveða slíkar glósur í kútinn. „Ferðalagið þeirra tók svo sannarlega aðra stefnu en var áætlað þegar þeir lentu á miðvikudagskvöld. Rússneskar hersveitir hófu innrás nokkrum klukkustundum síðar, og ólíkt því sem flestir bjuggust við létu þeir ekki duga að ráðast inn í austurhéruðin heldur hófst allsherjarinnrás með árásum á höfuðborgina,“ segir Heiðar Örn í pistli sem hann birtir um málið á sinni Facebooksíðu. Hann segir að fæstir hafi gert ráð fyrir því að Pútín léti til skara skríða. Mikilvæg innsýn „Ferðalagið var vel undirbúið og tilgangurinn var að sækja efni í fréttaskýringu um spennuna á svæðinu og samband ríkjanna tveggja. Þegar árásir hófust voru allar áætlanir lagðar til hliðar enda engar forsendur fyrir því að halda þeim áfram í landinu. Margir fréttamiðlar voru í sömu spörum og kölluðu sína fréttamenn frá höfuðborginni á sama tíma.“ Nokkra athygli vakti að Ingólfur Bjarni táraðist í fréttaskeyti frá Úkraínu þegar fyrir lá að innrás rússneska hersins væri hafin. Bæði Þóra og Heiðar Örn segja að ferðalag Ingólfs Bjarna veiti mikilvæga innsýn í heimssögulega atburði og Þóra segir þeir Ingólfur Bjarni og Ingvar Haukur hafi aldrei sett sig í forgrunn í fréttaflutningi frá Úkraínu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
„Ágætu fjölmiðlanördar. Fréttateymi Kveiks og fréttastofu, sem er nú til allrar lukku komið til Póllands, er ekki stríðsfréttaritarar. Þeir fóru ekki út sem slíkir, heldur á svæði þar sem hafði lengi gætt talsverðrar spennu og markmið þeirra var að gera fréttaskýringu um þá stöðu,“ segir Þóra í pistli sem hún birtir á Facebook-hópnum Fjölmiðlanördum. Ingólfur Bjarni skotspónn gárunga Nokkuð hefur borið á því að Ingólfur Bjarni hafi verið skotspónn gárunga á samfélagsmiðlum þar sem honum er ýmist borið á brýn að hafa verið sjálfhverfur í sinni fréttamennsku af vettvangi og svo að það megi heita einkennileg fréttamennska að flýja af vettvangi þegar átök brjótast út. Ekki er úr vegi að álykta sem svo að pistlar þeirra Heiðars Arnar og Þóru sé viðleitni í þá átt að kveða slíkar glósur í kútinn. „Ferðalagið þeirra tók svo sannarlega aðra stefnu en var áætlað þegar þeir lentu á miðvikudagskvöld. Rússneskar hersveitir hófu innrás nokkrum klukkustundum síðar, og ólíkt því sem flestir bjuggust við létu þeir ekki duga að ráðast inn í austurhéruðin heldur hófst allsherjarinnrás með árásum á höfuðborgina,“ segir Heiðar Örn í pistli sem hann birtir um málið á sinni Facebooksíðu. Hann segir að fæstir hafi gert ráð fyrir því að Pútín léti til skara skríða. Mikilvæg innsýn „Ferðalagið var vel undirbúið og tilgangurinn var að sækja efni í fréttaskýringu um spennuna á svæðinu og samband ríkjanna tveggja. Þegar árásir hófust voru allar áætlanir lagðar til hliðar enda engar forsendur fyrir því að halda þeim áfram í landinu. Margir fréttamiðlar voru í sömu spörum og kölluðu sína fréttamenn frá höfuðborginni á sama tíma.“ Nokkra athygli vakti að Ingólfur Bjarni táraðist í fréttaskeyti frá Úkraínu þegar fyrir lá að innrás rússneska hersins væri hafin. Bæði Þóra og Heiðar Örn segja að ferðalag Ingólfs Bjarna veiti mikilvæga innsýn í heimssögulega atburði og Þóra segir þeir Ingólfur Bjarni og Ingvar Haukur hafi aldrei sett sig í forgrunn í fréttaflutningi frá Úkraínu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira