Ludwigshafen leiddi með þremur mörkum í leikhléi, 13-10, en í síðari hálfleik tókst Aue að snúa leiknum sér í hag og vinna góðan tveggja marka útisigur, 23-25.
Arnar Birkir fór fyrir liði Aue í markaskorun og skoraði sex mörk.
Markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson er einnig leikmaður Aue og varði fimm skot á þeim tíu mínútum sem hann spilaði í dag.