Um langvinna verkjasjúkdóma og heilann Helga B. Haraldsdóttir skrifar 27. febrúar 2022 13:00 Á 17. öld kom Descartes fram með þá kenningu að líkaminn væri eins og vél, ef verkur kemur t.d. í fæti þá er einhver “bilun” þar sem þurfi að skoða. Nú er 21. öldin og vísindin eru komin ansi langt frá 17. öldinni. Taugavísindin eru að sýna okkur með rannsókn eftir rannsókn að kenning Descartes á sjaldnast við þegar verkir eru orðnir langvinnir. Verkir koma þegar heilinn telur að þú sért í hættu. T.d. þegar þú snertir heita hellu þá finnurðu til svo þú færir hendina af hellunni. Verkir eru aldrei bara líkamlegir og þeir koma alltaf frá heilanum, það er heilinn sem ákveður hvort boðin frá hendinni á hellunni séu þess eðlis að það eigi að senda verki. Heilinn er að meta hvort þú sért í hættu og hvort það þurfi að vernda þig. Skoðum aðeins tungumálið okkar - hann særði mig svo þegar hann sagði þetta, hún særði hann hjartasári. Þarna tölum við um særindi en það er auðvitað ekkert líkamlegt sár og það skrítna er að þarna er tungumálið með hárrétta nálgun. Rannsóknir sýna nefnilega að verkir og tiltekinn sársauki á tilfinningasviðinu virkja sömu svæði í heilanum (The neural bases of social pain). Það er því engin tilviljun að börn sem hafa upplifað einelti þjást frekar af höfuðverkjum, bakverkjum og magaverkjum en önnur börn (Höfuðverkir og magaverkir á meðal líkamlegra afleiðinga eineltis). Það virðist líka vera mikil streita bundin við sjómannsstarfið á Íslandi í dag ef tekið er mið af eftirfarandi rannsókn: Helmingur sjómanna með mígreni. Ég sé ítrekað í mínu starfi að verkir geta komið í kjölfarið á erfiðum áföllum í lífi fólks. Verkir geta líka komið hjá fólki sem býr við mikla og langvarandi streitu eins og börn sem upplifa einelti. Heilinn er að upplifa hættu. Stundum þarf ekki svo mikla utanaðkomandi streitu til að fólk þrói með sér langvinna verki. Við manneskjurnar erum miklar tilfinningaverur og stundum þróum við með okkur hugsunarhátt sem er mjög streituvaldandi fyrir heilann. En það jákvæða er að þessu er hægt að breyta. Ef verkir eru ekki að orsakast af vefjaskemmd heldur hugsunarhætti, áföllum eða annarri viðvarandi streitu þá eru þeir læknanlegir enda er taugakerfið okkar svo miklu sveigjanlegra en áður var talið. Ekki láta það stöðva þig ef velmeinandi heilbrigðisstarfsmenn sem aldnir eru upp við kenningar Descartes segja þér að ekkert sé hægt að gera. Ég hvet þig til að lesa þér til í verkjafræðum því ef þú ert með langvinna verki þá eru miklar líkur á að þú getir orðið verkjalaus. Ég mæli með að byrja á þessu góða myndbandi frá einum af fremstu verkjasérfræðingum dagsins í dag https://www.tamethebeast.org. Ýmislegt annað efni geturðu síðan nálgast á www.verkjalaus.is. Góðan bata og góða skemmtun við að kynnast betur því undralíffæri sem heilinn þinn er. Höfundur er sálfræðingur hjá Verkjalaus og viðurkenndur meðferðaraðili í Verkjaendurferlun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Heilsa Geðheilbrigði Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Á 17. öld kom Descartes fram með þá kenningu að líkaminn væri eins og vél, ef verkur kemur t.d. í fæti þá er einhver “bilun” þar sem þurfi að skoða. Nú er 21. öldin og vísindin eru komin ansi langt frá 17. öldinni. Taugavísindin eru að sýna okkur með rannsókn eftir rannsókn að kenning Descartes á sjaldnast við þegar verkir eru orðnir langvinnir. Verkir koma þegar heilinn telur að þú sért í hættu. T.d. þegar þú snertir heita hellu þá finnurðu til svo þú færir hendina af hellunni. Verkir eru aldrei bara líkamlegir og þeir koma alltaf frá heilanum, það er heilinn sem ákveður hvort boðin frá hendinni á hellunni séu þess eðlis að það eigi að senda verki. Heilinn er að meta hvort þú sért í hættu og hvort það þurfi að vernda þig. Skoðum aðeins tungumálið okkar - hann særði mig svo þegar hann sagði þetta, hún særði hann hjartasári. Þarna tölum við um særindi en það er auðvitað ekkert líkamlegt sár og það skrítna er að þarna er tungumálið með hárrétta nálgun. Rannsóknir sýna nefnilega að verkir og tiltekinn sársauki á tilfinningasviðinu virkja sömu svæði í heilanum (The neural bases of social pain). Það er því engin tilviljun að börn sem hafa upplifað einelti þjást frekar af höfuðverkjum, bakverkjum og magaverkjum en önnur börn (Höfuðverkir og magaverkir á meðal líkamlegra afleiðinga eineltis). Það virðist líka vera mikil streita bundin við sjómannsstarfið á Íslandi í dag ef tekið er mið af eftirfarandi rannsókn: Helmingur sjómanna með mígreni. Ég sé ítrekað í mínu starfi að verkir geta komið í kjölfarið á erfiðum áföllum í lífi fólks. Verkir geta líka komið hjá fólki sem býr við mikla og langvarandi streitu eins og börn sem upplifa einelti. Heilinn er að upplifa hættu. Stundum þarf ekki svo mikla utanaðkomandi streitu til að fólk þrói með sér langvinna verki. Við manneskjurnar erum miklar tilfinningaverur og stundum þróum við með okkur hugsunarhátt sem er mjög streituvaldandi fyrir heilann. En það jákvæða er að þessu er hægt að breyta. Ef verkir eru ekki að orsakast af vefjaskemmd heldur hugsunarhætti, áföllum eða annarri viðvarandi streitu þá eru þeir læknanlegir enda er taugakerfið okkar svo miklu sveigjanlegra en áður var talið. Ekki láta það stöðva þig ef velmeinandi heilbrigðisstarfsmenn sem aldnir eru upp við kenningar Descartes segja þér að ekkert sé hægt að gera. Ég hvet þig til að lesa þér til í verkjafræðum því ef þú ert með langvinna verki þá eru miklar líkur á að þú getir orðið verkjalaus. Ég mæli með að byrja á þessu góða myndbandi frá einum af fremstu verkjasérfræðingum dagsins í dag https://www.tamethebeast.org. Ýmislegt annað efni geturðu síðan nálgast á www.verkjalaus.is. Góðan bata og góða skemmtun við að kynnast betur því undralíffæri sem heilinn þinn er. Höfundur er sálfræðingur hjá Verkjalaus og viðurkenndur meðferðaraðili í Verkjaendurferlun.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun