Mögulegt að Covid hafi mótað djammmenningu Íslendinga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. febrúar 2022 13:25 Þessi mynd var tekin í apríl 2020. Það var talsvert meira mannlíf í miðborginni í gær heldur en þá. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir mikla eftirvæntingu eftir fyrsta föstudagskvöldinu án takmarkana á næturlífið frá því í sumar fór djammið vel fram í gær að sögn lögreglu. Verkefni hafi verið færri en á venjulegu föstudagskvöldi, fyrir tíma Covid-faraldursins. Eins og gefur að skilja ríkti mikil eftirvænting hjá djömmurum landsins eftir gærkvöldinu, enda í fyrsta sinn síðan síðasta sumar sem skemmtanalífinu voru engar skorður settar. Þrátt fyrir það fór nóttin vel fram að allflestu leyti. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðborg Reykjavíkur. „Það var nóg af fólki í bænum. Fólk virtist bara vera að skemmta sér og það voru fá verkefni tengd skemmtanalífinu sem lögregla þurfti að skerast í. Þannig að við erum bara, lögreglan er ánægð eftir nóttina,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að reynsla nágrannaríkja Íslands af afléttingum hafi verið sú að verkefnum í tengslum við næturlíf hafi fjölgað. Sú hafi hins vegar ekki reynst raunin í Reykjavík í nótt. „Miðað við venjulegt djammkvöld fyrir Covid, þá eru þetta talsvert færri verkefni heldur en við höfum verið með á slíku kvöldi.“ Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Arnar Vonast eftir sömu stemningu í kvöld Veðrið í gærkvöldi var ekki með besta móti og kann það að hafa haft áhrif á djammvilja Íslendinga, en lögreglan telur annað einnig geta útskýrt hversu rólegt kvöldið var. „Mögulega eftir tvö ár er komin einhvers konar annars konar menning. Ég veit það ekki. En allavega, við vorum með mikinn viðbúnað, lögreglumenn voru mjög sjáanlegir í miðbænum og það voru bara sárafá verkefni sem lögregla þurfti að skerast í sem voru tengd skemmtistöðunum.“ Lögreglan verður með sams konar viðbúnað í miðborginni í kvöld, á öðrum degi djamms, en vonast að sjálfsögðu eftir því að komandi nótt fari jafn vel fram og sú síðasta. „Ef þetta væri alltaf svona, værum við bara sátt hér hjá lögreglunni.“ Fréttastofa var í bænum á fyrsta takmarkalausa djamminu síðan í sumar. Ferðasöguna má sjá hér að neðan. Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Eins og gefur að skilja ríkti mikil eftirvænting hjá djömmurum landsins eftir gærkvöldinu, enda í fyrsta sinn síðan síðasta sumar sem skemmtanalífinu voru engar skorður settar. Þrátt fyrir það fór nóttin vel fram að allflestu leyti. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðborg Reykjavíkur. „Það var nóg af fólki í bænum. Fólk virtist bara vera að skemmta sér og það voru fá verkefni tengd skemmtanalífinu sem lögregla þurfti að skerast í. Þannig að við erum bara, lögreglan er ánægð eftir nóttina,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að reynsla nágrannaríkja Íslands af afléttingum hafi verið sú að verkefnum í tengslum við næturlíf hafi fjölgað. Sú hafi hins vegar ekki reynst raunin í Reykjavík í nótt. „Miðað við venjulegt djammkvöld fyrir Covid, þá eru þetta talsvert færri verkefni heldur en við höfum verið með á slíku kvöldi.“ Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Arnar Vonast eftir sömu stemningu í kvöld Veðrið í gærkvöldi var ekki með besta móti og kann það að hafa haft áhrif á djammvilja Íslendinga, en lögreglan telur annað einnig geta útskýrt hversu rólegt kvöldið var. „Mögulega eftir tvö ár er komin einhvers konar annars konar menning. Ég veit það ekki. En allavega, við vorum með mikinn viðbúnað, lögreglumenn voru mjög sjáanlegir í miðbænum og það voru bara sárafá verkefni sem lögregla þurfti að skerast í sem voru tengd skemmtistöðunum.“ Lögreglan verður með sams konar viðbúnað í miðborginni í kvöld, á öðrum degi djamms, en vonast að sjálfsögðu eftir því að komandi nótt fari jafn vel fram og sú síðasta. „Ef þetta væri alltaf svona, værum við bara sátt hér hjá lögreglunni.“ Fréttastofa var í bænum á fyrsta takmarkalausa djamminu síðan í sumar. Ferðasöguna má sjá hér að neðan.
Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira