Suður-Grænland fær loksins nýjan flugvöll Kristján Már Unnarsson skrifar 26. febrúar 2022 08:48 Teikning af fyrirhuguðum flugvelli við bæinn Qaqortoq. Kalaallit Airports Eftir marga ára vandræðagang vegna fjárskorts, tvö útboðsferli og ítrekaðar frestanir virðist gerð nýs aðalflugvallar Suður-Grænlands við bæinn Qaqortoq loksins í höfn. Flugvallafélag landsstjórnar Grænlands hefur undirritað samning við verktaka um gerð flugbrautarinnar og á hún að vera tilbúin haustið 2025 en loðnutekjur af Íslandsmiðum tryggðu fjármögnun. Í fréttatilkynningu Kalaallit Airports kemur fram að samið hafi verið við kanadíska verktakann Pennecon Heavy Civil og eiga framkvæmdir að hefjast með vorinu. Íslenska fyrirtækið Ístak var upphaflega í hópi fimm verktaka sem grænlensk stjórnvöld buðu að taka þátt í útboðinu og síðan aftur í endurteknu útboði. Verksamningurinn við Pennecon tekur til lagningar flugbrautar, flughlaðs og akstursbrautar, en einnig bílastæða og að ljúka vegagerð milli bæjarins og flugvallarins. Stefnt er að því að smíði tvö þúsund fermetra flugstöðvar, flugturns og annarra bygginga verði boðin út sérstaklega í vor. Flugvöllurinn við Qaqortoq, samkvæmt teikningu frá flugvallafélagi Grænlands, Kalaallit Airports.Mynd/Kalaallit Airports. Nýja flugvellinum er ætlað að taka við af Narsarsuaq sem aðalflugvöllur Suður-Grænlands. Flugbrautin verður 1.500 metra löng og 30 metra breið en um tíma var rætt um að hafa brautina styttri í sparnaðarskyni. Núna er ljóst að hún verður nægilega stór til að taka við Bombardier Q400, lengri vélum Icelandair á innanlandsleiðum, sem og smærri farþegaþotum eins og Airbus A220. Þetta verður þriðja risaverkefnið í flugvallagerð sem Grænlendingar hefja á skömmum tíma. Við bæina Nuuk og Ilulissat er unnið að gerð 2.200 metra langra flugbrauta, sem núna er áætlað að klárist árið 2024. Upphaflega áttu allir þrír vellirnir að vera tilbúnir árið 2023. Í frétt Stöðvar 2 fyrir jól kom fram að óvæntar viðbótartekjur Grænlendinga af góðri loðnuvertíð við Ísland tryggðu fjármögnun flugvallargerðarinnar við Qaqortoq. Grænland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Loðnutekjur af Íslandsmiðum redda grænlenskum flugvelli Væntanlegur loðnugróði Grænlendinga af Íslandsmiðum veldur því að íbúar stærsta bæjar Suður-Grænlands fá loksins nýjan flugvöll. Þar var tíðindunum fagnað með söng og flugeldasýningu á dögunum. 13. desember 2021 20:40 Flugvöllum seinkar og sá þriðji líklega styttur Bakslag er komið í flugvallaframkvæmdirnar á Grænlandi, stærstu innviðauppbyggingu í sögu landsins. Tilkynnt hefur verið um ársseinkun á völlunum í Nuuk og Ilulissat á sama tíma og horfur eru á að þriðji flugvöllurinn, í Qaqortoq, verði minnkaður í sparnaðarskyni. 4. september 2021 08:24 Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Í fréttatilkynningu Kalaallit Airports kemur fram að samið hafi verið við kanadíska verktakann Pennecon Heavy Civil og eiga framkvæmdir að hefjast með vorinu. Íslenska fyrirtækið Ístak var upphaflega í hópi fimm verktaka sem grænlensk stjórnvöld buðu að taka þátt í útboðinu og síðan aftur í endurteknu útboði. Verksamningurinn við Pennecon tekur til lagningar flugbrautar, flughlaðs og akstursbrautar, en einnig bílastæða og að ljúka vegagerð milli bæjarins og flugvallarins. Stefnt er að því að smíði tvö þúsund fermetra flugstöðvar, flugturns og annarra bygginga verði boðin út sérstaklega í vor. Flugvöllurinn við Qaqortoq, samkvæmt teikningu frá flugvallafélagi Grænlands, Kalaallit Airports.Mynd/Kalaallit Airports. Nýja flugvellinum er ætlað að taka við af Narsarsuaq sem aðalflugvöllur Suður-Grænlands. Flugbrautin verður 1.500 metra löng og 30 metra breið en um tíma var rætt um að hafa brautina styttri í sparnaðarskyni. Núna er ljóst að hún verður nægilega stór til að taka við Bombardier Q400, lengri vélum Icelandair á innanlandsleiðum, sem og smærri farþegaþotum eins og Airbus A220. Þetta verður þriðja risaverkefnið í flugvallagerð sem Grænlendingar hefja á skömmum tíma. Við bæina Nuuk og Ilulissat er unnið að gerð 2.200 metra langra flugbrauta, sem núna er áætlað að klárist árið 2024. Upphaflega áttu allir þrír vellirnir að vera tilbúnir árið 2023. Í frétt Stöðvar 2 fyrir jól kom fram að óvæntar viðbótartekjur Grænlendinga af góðri loðnuvertíð við Ísland tryggðu fjármögnun flugvallargerðarinnar við Qaqortoq.
Grænland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Loðnutekjur af Íslandsmiðum redda grænlenskum flugvelli Væntanlegur loðnugróði Grænlendinga af Íslandsmiðum veldur því að íbúar stærsta bæjar Suður-Grænlands fá loksins nýjan flugvöll. Þar var tíðindunum fagnað með söng og flugeldasýningu á dögunum. 13. desember 2021 20:40 Flugvöllum seinkar og sá þriðji líklega styttur Bakslag er komið í flugvallaframkvæmdirnar á Grænlandi, stærstu innviðauppbyggingu í sögu landsins. Tilkynnt hefur verið um ársseinkun á völlunum í Nuuk og Ilulissat á sama tíma og horfur eru á að þriðji flugvöllurinn, í Qaqortoq, verði minnkaður í sparnaðarskyni. 4. september 2021 08:24 Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Loðnutekjur af Íslandsmiðum redda grænlenskum flugvelli Væntanlegur loðnugróði Grænlendinga af Íslandsmiðum veldur því að íbúar stærsta bæjar Suður-Grænlands fá loksins nýjan flugvöll. Þar var tíðindunum fagnað með söng og flugeldasýningu á dögunum. 13. desember 2021 20:40
Flugvöllum seinkar og sá þriðji líklega styttur Bakslag er komið í flugvallaframkvæmdirnar á Grænlandi, stærstu innviðauppbyggingu í sögu landsins. Tilkynnt hefur verið um ársseinkun á völlunum í Nuuk og Ilulissat á sama tíma og horfur eru á að þriðji flugvöllurinn, í Qaqortoq, verði minnkaður í sparnaðarskyni. 4. september 2021 08:24
Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00
Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52