Innrásin í Úkraínu gæti skaðað framtíðarhagsmuni Rússlands í Evrópu Heimir Már Pétursson skrifar 25. febrúar 2022 13:07 Biðröð eftir lest til Kænugarðs í bænum Kostiantynivka í Donetsk. AP/Vadim Ghirda Innrás Rússa í Úkraínu gætu flýtt orkuskiptum í Þýskalandi og Evrópu að mati efnahags- og loftlagsráðherra Þýskalands og þannig gert álfuna minna háða orkugjöfum frá Rússlandi. Forseti Úkraínu segir rússneskar hersveitir ekki gera nokkurn greinarmun á hernaðarlegum og borgaralegum skotmörkum. Loftvarnaflautur hljómuðu um Kænugarð höfuðborg Úkraínu í morgun annan daginn í röð. Götur borgarinnar eru nánast auðar. Fólk heldur sig heima, er í kjallurum, neðanjarðarlestarstöðvum eða á flótta frá borginni. Rússneskir skriðdrekar og brynvarðir bílar komu inn í Obolonsky hverfið í norðurhluta Kænugarðs í morgun og hersveitir sækja að borginni bæði úr norðri og austri. Frá Obolonsky liggur beinn vegur í suðurátt að Rada þinghúsi Úkraínu. Í nótt skutu Rússar stórskotum að fjölbýlishúsi í Obolonsky hverfinu. Miklar skemmdir urðu á húsinu en engan sakaði. Þá hafa Rússar skotið flugskeytum á skotmörk hér og þar um landið í nótt að sögn Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu. Rússar ljúgi því að þeir ráðist ekki að borgaralegum skotmörkum. Rússar fullyrða að 150 úkraínskir hermenn hafi lagt niður vopn í austurhéruðunum. Fullyrðingar eru um mannfall á báða bóga. Bæði Rússar og Úkraínumenn segja að hundruð manna hafi fallið í átökum frá því í gær. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir öflug ríki Vesturlanda áhorfendur í varnarstríði Úkraínu. Efnahagslegar refsiaðgerðir hafi ekki nægan fælingarmátt.AP/forsetaembætti Úkraínu Rússar segja markmið innrásarinnar að lama her Úkraínumanna. Á sama tíma kalla stjórnvöld í Úkraínu almenning til vopna án aldurstakmarkana og hafa beitt neyðarlögum til að banna karlmönnum á aldrinum 18 til sextíu ára að yfirgefa landið. Engu að síður er stríður straumur fólks á flótta til nágrannaríkja í vestri. „Öflugustu ríki heims horfa á átökin úr fjarska. Sannfærðu refsiaðgerðir gærdagsins Rússa,“ spyr Zelenskyy forseti. „Við heyrum það úr lofti og sjáum það á jörðu niðri að þær aðgerðir duga ekki til. Erlendur her reynir enn að gera sig gildandi á landsvæði okkar,“ sagði forsetinn í ávarpi til þjóðarinnar í morgun. Robert Habeck efnhags- og loftslagsráðherra Þýskalands segir fulltrúa Vesturlanda fyrr eða síðar verða að ræða við Rússa og það væru fleiri áhrifamenn í Rússlandi en Putin sem virtist veruleikafirrtur. Þýskaland og fleiri ríki væru mjög háð Rússum um kol og jarðgas. Í dag fengju Þjóðverjar um og yfir helming allra kola og jarðsgass frá Rússlandi. Robert Habeck efnahags- og loftlagsráðherra Þýskalands segir innrás Putins í Úkraínu geta flýtt fyrir orkuskiptum í Þýskalandi og Evrópu. Þannig gætu Rússar misst af miklum tekjum af útflutningi á kolum og jarðgasi.AP/Michael Sohn Habeck segir kaldhæðinslegt að staðan nú gæti hjálpað til við orkuskipti í Þýskalandi og Evrópu. „Nú sér fólk að orkuskiptin eru ekki einungis loftslagsmál heldur einnig öryggis- og varnarmál,“ segir þýski efnahags- og loftslagsráðherrann. Vopnin geti því snúist í höndum Putins ef evrópuríki flýti orkuskiptunum og verði þar með minna háð orkugjöfum frá Rússlandi. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Þýskaland Tengdar fréttir Hefja neyðarsöfnun fyrir börn í Úkraínu UNICEF á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna umfangsmikilla verkefna UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Úkraínu þar sem börn og fjölskyldur þurfa tafarlausa aðstoð. Vopnuð átök ógna nú lífi og velferð milljóna barna. 25. febrúar 2022 11:44 Breskur þingmaður vill gera eigur eiganda Chelsea upptækar Roman Abramovich, rússneskur eigandi Chelsea, var til umræðu á breska þinginu í kjölfarið á innrás Rússa í Úkraínu þótt málið tengist ekki beint aðgerðum Rússa heldur upplýsingum sem láku úr innanríkisráðuneytinu. 25. febrúar 2022 10:30 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Loftvarnaflautur hljómuðu um Kænugarð höfuðborg Úkraínu í morgun annan daginn í röð. Götur borgarinnar eru nánast auðar. Fólk heldur sig heima, er í kjallurum, neðanjarðarlestarstöðvum eða á flótta frá borginni. Rússneskir skriðdrekar og brynvarðir bílar komu inn í Obolonsky hverfið í norðurhluta Kænugarðs í morgun og hersveitir sækja að borginni bæði úr norðri og austri. Frá Obolonsky liggur beinn vegur í suðurátt að Rada þinghúsi Úkraínu. Í nótt skutu Rússar stórskotum að fjölbýlishúsi í Obolonsky hverfinu. Miklar skemmdir urðu á húsinu en engan sakaði. Þá hafa Rússar skotið flugskeytum á skotmörk hér og þar um landið í nótt að sögn Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu. Rússar ljúgi því að þeir ráðist ekki að borgaralegum skotmörkum. Rússar fullyrða að 150 úkraínskir hermenn hafi lagt niður vopn í austurhéruðunum. Fullyrðingar eru um mannfall á báða bóga. Bæði Rússar og Úkraínumenn segja að hundruð manna hafi fallið í átökum frá því í gær. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir öflug ríki Vesturlanda áhorfendur í varnarstríði Úkraínu. Efnahagslegar refsiaðgerðir hafi ekki nægan fælingarmátt.AP/forsetaembætti Úkraínu Rússar segja markmið innrásarinnar að lama her Úkraínumanna. Á sama tíma kalla stjórnvöld í Úkraínu almenning til vopna án aldurstakmarkana og hafa beitt neyðarlögum til að banna karlmönnum á aldrinum 18 til sextíu ára að yfirgefa landið. Engu að síður er stríður straumur fólks á flótta til nágrannaríkja í vestri. „Öflugustu ríki heims horfa á átökin úr fjarska. Sannfærðu refsiaðgerðir gærdagsins Rússa,“ spyr Zelenskyy forseti. „Við heyrum það úr lofti og sjáum það á jörðu niðri að þær aðgerðir duga ekki til. Erlendur her reynir enn að gera sig gildandi á landsvæði okkar,“ sagði forsetinn í ávarpi til þjóðarinnar í morgun. Robert Habeck efnhags- og loftslagsráðherra Þýskalands segir fulltrúa Vesturlanda fyrr eða síðar verða að ræða við Rússa og það væru fleiri áhrifamenn í Rússlandi en Putin sem virtist veruleikafirrtur. Þýskaland og fleiri ríki væru mjög háð Rússum um kol og jarðgas. Í dag fengju Þjóðverjar um og yfir helming allra kola og jarðsgass frá Rússlandi. Robert Habeck efnahags- og loftlagsráðherra Þýskalands segir innrás Putins í Úkraínu geta flýtt fyrir orkuskiptum í Þýskalandi og Evrópu. Þannig gætu Rússar misst af miklum tekjum af útflutningi á kolum og jarðgasi.AP/Michael Sohn Habeck segir kaldhæðinslegt að staðan nú gæti hjálpað til við orkuskipti í Þýskalandi og Evrópu. „Nú sér fólk að orkuskiptin eru ekki einungis loftslagsmál heldur einnig öryggis- og varnarmál,“ segir þýski efnahags- og loftslagsráðherrann. Vopnin geti því snúist í höndum Putins ef evrópuríki flýti orkuskiptunum og verði þar með minna háð orkugjöfum frá Rússlandi.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Þýskaland Tengdar fréttir Hefja neyðarsöfnun fyrir börn í Úkraínu UNICEF á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna umfangsmikilla verkefna UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Úkraínu þar sem börn og fjölskyldur þurfa tafarlausa aðstoð. Vopnuð átök ógna nú lífi og velferð milljóna barna. 25. febrúar 2022 11:44 Breskur þingmaður vill gera eigur eiganda Chelsea upptækar Roman Abramovich, rússneskur eigandi Chelsea, var til umræðu á breska þinginu í kjölfarið á innrás Rússa í Úkraínu þótt málið tengist ekki beint aðgerðum Rússa heldur upplýsingum sem láku úr innanríkisráðuneytinu. 25. febrúar 2022 10:30 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Hefja neyðarsöfnun fyrir börn í Úkraínu UNICEF á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna umfangsmikilla verkefna UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Úkraínu þar sem börn og fjölskyldur þurfa tafarlausa aðstoð. Vopnuð átök ógna nú lífi og velferð milljóna barna. 25. febrúar 2022 11:44
Breskur þingmaður vill gera eigur eiganda Chelsea upptækar Roman Abramovich, rússneskur eigandi Chelsea, var til umræðu á breska þinginu í kjölfarið á innrás Rússa í Úkraínu þótt málið tengist ekki beint aðgerðum Rússa heldur upplýsingum sem láku úr innanríkisráðuneytinu. 25. febrúar 2022 10:30