MR fær 1.500 fermetra fyrir ofan verslun 10-11 í Austurstræti Atli Ísleifsson skrifar 25. febrúar 2022 11:22 Austurstræti 17 var byggt fyrir kaupmennina Silla og Valda á árunum 1963-64. Aðsend Samið hefur verið um að Menntaskólinn í Reykjavík fái úthlutað rúmlega 1.500 fermetra húsnæði til afnota fyrir skólann í Austurstræti 17. Framkvæmdasýslan Ríkiseignir og Eik fasteignafélag hafa undirritað leigusamning þessa efnis, en með samningnum er ætlunin að gera bragabót á húsakosti Menntaskólans í Reykjavík. Í tilkynningu frá Framkvæmdasýslunni Ríkiseignum segir að samningurinn sé til átta ára og muni Eik fasteignafélag skila húsnæðinu fullbúnu til kennslu um miðjan ágúst næstkomandi. „Um er að ræða 2.- 6. hæð hússins, en verslun 10-11 er á jarðhæðinni. Alls verða 10 kennslustofur í húsinu auk félagsrýma, opinna vinnurýma, kaffiaðstöðu og veitingasölu. Gert er ráð fyrir að í haust sæki um 230-250 MR-ingar, eða um þriðjungur nemenda, menntun sína í Austurstræti 17.“ Breytir öllu fyrir starfsemi skólans Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri FSRE, og Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags, undirrituðu leigusamninginn í gær. Menntaskólinn í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Haft er eftir Elísabetu Siemsen, rektor Menntaskólans í Reykjavík, að hún sé ánægð með að húsnæði fyrir skólann sé í höfn. „Húsnæðið breytir öllu fyrir starfsemi skólans næstu skólaárin. Eftir að við misstum Casa Cristi hefur verið mjög þröngt á þingi í skólanum. Í Austurstræti verða nútímalegar skólastofur í miklu betra húsnæði en við þurftum að yfirgefa. Það opnar fyrir breytingu á kennsluháttum. Þá fáum við góða aðstöðu fyrir nemendur.“ Byggt fyrir Silla og Valda Um húsnæðið segir að Austurstræti 17 hafi verið byggt fyrir kaupmennina Silla og Valda á árunum 1963-4. „Húsið var tekið í notkun á aðventu 1964 er verslun Silla og Valda opnaði. Var hún með fyrstu sjálfsafgreiðsluverslunum landsins. Á efri hæðum var talsverður fjöldi fyrirtækja; Skipafélagið Jökull, heildverslun Árna Siemsen, útflutningsfirma Magnúsar Z. Sigurðssonar og skrifstofur Einars Sigurðssonar ríka, eins og Þjóðviljinn orðaði það í frétt 5. desember 1964. Svo skemmtilega vill til að faðir Elísabetar rektors MR, Ludwig H. Siemsen, rak heildsölu Árna Siemsen,“ segir í tilkynningunni. Reykjavík Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Eik fasteignafélag Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira
Framkvæmdasýslan Ríkiseignir og Eik fasteignafélag hafa undirritað leigusamning þessa efnis, en með samningnum er ætlunin að gera bragabót á húsakosti Menntaskólans í Reykjavík. Í tilkynningu frá Framkvæmdasýslunni Ríkiseignum segir að samningurinn sé til átta ára og muni Eik fasteignafélag skila húsnæðinu fullbúnu til kennslu um miðjan ágúst næstkomandi. „Um er að ræða 2.- 6. hæð hússins, en verslun 10-11 er á jarðhæðinni. Alls verða 10 kennslustofur í húsinu auk félagsrýma, opinna vinnurýma, kaffiaðstöðu og veitingasölu. Gert er ráð fyrir að í haust sæki um 230-250 MR-ingar, eða um þriðjungur nemenda, menntun sína í Austurstræti 17.“ Breytir öllu fyrir starfsemi skólans Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri FSRE, og Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags, undirrituðu leigusamninginn í gær. Menntaskólinn í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Haft er eftir Elísabetu Siemsen, rektor Menntaskólans í Reykjavík, að hún sé ánægð með að húsnæði fyrir skólann sé í höfn. „Húsnæðið breytir öllu fyrir starfsemi skólans næstu skólaárin. Eftir að við misstum Casa Cristi hefur verið mjög þröngt á þingi í skólanum. Í Austurstræti verða nútímalegar skólastofur í miklu betra húsnæði en við þurftum að yfirgefa. Það opnar fyrir breytingu á kennsluháttum. Þá fáum við góða aðstöðu fyrir nemendur.“ Byggt fyrir Silla og Valda Um húsnæðið segir að Austurstræti 17 hafi verið byggt fyrir kaupmennina Silla og Valda á árunum 1963-4. „Húsið var tekið í notkun á aðventu 1964 er verslun Silla og Valda opnaði. Var hún með fyrstu sjálfsafgreiðsluverslunum landsins. Á efri hæðum var talsverður fjöldi fyrirtækja; Skipafélagið Jökull, heildverslun Árna Siemsen, útflutningsfirma Magnúsar Z. Sigurðssonar og skrifstofur Einars Sigurðssonar ríka, eins og Þjóðviljinn orðaði það í frétt 5. desember 1964. Svo skemmtilega vill til að faðir Elísabetar rektors MR, Ludwig H. Siemsen, rak heildsölu Árna Siemsen,“ segir í tilkynningunni.
Reykjavík Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Eik fasteignafélag Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira