Stytting vinnuvikunnar í borginni Vignir Árnason skrifar 24. febrúar 2022 10:31 Mig langar að segja ykkur frá því sem hefur breytt einna mest fyrir mig í vinnunni en það er stytting vinnuvikunnar. Frá 1. janúar 2021 hef ég hef ég getað styttað vinnudaginn 4 klukkustundir miðað við 100% vinnu. Ég hef því getað unnið fjóra daga vikunnar í 85% starfi og það hefur haft jákvæð áhrif á starf mig og fjölskyldulífið. Ég hef t.d. heilan dag til að sinna erindum og útrétta, sinna heimilinu og get samt sótt strákinn minn snemma í leikskólann. Enda er mikil ánægja meðal opinberra starfsmanna með styttinguna en 65% eru frekar eða mjög ánægð með hana. Í framboði mínu í prófkjöri Pírata til borgarstjórnar legg ég enda ríka áherslu á að auka við styttinguna enda tel ég það leiða til bættrar lýðheilsu og aukinnar lífshamingju meðal starfsfólks, sem gerir það að verkum að starfsfólk er ánægðara í starfi sínu. Þetta þykir mér líka líklegt til að bæta þjónustu borgarinnar því að ánægt starfsfólk er líklegra til að skila af sér góðri þjónustu og vinnu. Það er samt ekki sjálfgefið að sú verði raunin að stytta enn frekar vinnuna, í nútímanum er mikil krafa á að vinna sífellt meira og sinna vinnunni jafnvel utan ákveðins vinnutíma. Stytting vinnuvikunnar á að vinna gegn þessu en það er jafnframt pólitísk ákvörðun að gefa sveigjanleikann og veita fjármagni svo af þessu megi verða. Styttingin getur líka orðið til þess að hægt verði að ráða fleira starfsfólk, en í framtíðinni munu fjöldamörg störf hverfa vegna sjálfvirknivæðingar. Sem dæmi má nefna að um 1,5 milljón störf eru mjög líkleg til að hverfa á Englandi í framtíðinni. Reykjavíkurborg getur reynt að bregðast við þessu með að búa til fleiri störf og hlutastörf eftir þörfum og þannig brúað bilið. Nauðsynlegt er að hugsa til framtíðar og stefna að fjölskylduvænni og mannvænni borg sem snýst um fólk og velferð frekar en skammtímagróða og efna. Kosningarnar í vor eru geysimikilvægar til að velja rétt og stuðla að betri borg fyrir okkur öll. Höfundur er í frambjóðandi í prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurborg, rithöfundur og bókavörður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Píratar Stytting vinnuvikunnar Reykjavík Vinnumarkaður Kjaramál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að segja ykkur frá því sem hefur breytt einna mest fyrir mig í vinnunni en það er stytting vinnuvikunnar. Frá 1. janúar 2021 hef ég hef ég getað styttað vinnudaginn 4 klukkustundir miðað við 100% vinnu. Ég hef því getað unnið fjóra daga vikunnar í 85% starfi og það hefur haft jákvæð áhrif á starf mig og fjölskyldulífið. Ég hef t.d. heilan dag til að sinna erindum og útrétta, sinna heimilinu og get samt sótt strákinn minn snemma í leikskólann. Enda er mikil ánægja meðal opinberra starfsmanna með styttinguna en 65% eru frekar eða mjög ánægð með hana. Í framboði mínu í prófkjöri Pírata til borgarstjórnar legg ég enda ríka áherslu á að auka við styttinguna enda tel ég það leiða til bættrar lýðheilsu og aukinnar lífshamingju meðal starfsfólks, sem gerir það að verkum að starfsfólk er ánægðara í starfi sínu. Þetta þykir mér líka líklegt til að bæta þjónustu borgarinnar því að ánægt starfsfólk er líklegra til að skila af sér góðri þjónustu og vinnu. Það er samt ekki sjálfgefið að sú verði raunin að stytta enn frekar vinnuna, í nútímanum er mikil krafa á að vinna sífellt meira og sinna vinnunni jafnvel utan ákveðins vinnutíma. Stytting vinnuvikunnar á að vinna gegn þessu en það er jafnframt pólitísk ákvörðun að gefa sveigjanleikann og veita fjármagni svo af þessu megi verða. Styttingin getur líka orðið til þess að hægt verði að ráða fleira starfsfólk, en í framtíðinni munu fjöldamörg störf hverfa vegna sjálfvirknivæðingar. Sem dæmi má nefna að um 1,5 milljón störf eru mjög líkleg til að hverfa á Englandi í framtíðinni. Reykjavíkurborg getur reynt að bregðast við þessu með að búa til fleiri störf og hlutastörf eftir þörfum og þannig brúað bilið. Nauðsynlegt er að hugsa til framtíðar og stefna að fjölskylduvænni og mannvænni borg sem snýst um fólk og velferð frekar en skammtímagróða og efna. Kosningarnar í vor eru geysimikilvægar til að velja rétt og stuðla að betri borg fyrir okkur öll. Höfundur er í frambjóðandi í prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurborg, rithöfundur og bókavörður.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar