Forsætis- og utanríkisráðherra Íslands fordæma árásina á Úkraínu fortakslaust Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2022 08:41 Þórdís Kolbrún og Katrín hafa fordæmt árás Rússa fortakslaust. Þær eru hér ásamt Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra á tröppum ráðherrabústaðarins við Tjarnargötu. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkiráðherra hafa fordæmt árás Rússa án fyrirvara. Þetta gera þær Katrín og Þórdís á Twitter og er yfirlýsing þeirra á ensku. „Ég fordæmi þessa tilefnislausu árás Rússlands á Úkraínu. Hún er skýrt brot á alþjóðalögum. Kjarninn í utanríkisstefnu Íslands er virðing fyrir alþjóðalögum og friðhelgi landamæra og lögsögu. Ísland tekur undir og mun innleiða alþjóðlegar refsiaðgerðir vegna hernaðaraðgerðanna,“ segir Þórdís jafnframt á íslensku. Iceland strongly comdemns Russia‘s attack on #Ukraine - a flagrant breach of international law. We stand in solidarity with Ukraine & will take full part in international sanctions with friends & allies. Our thoughts are with those suffering from these violent acts of Russia.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) February 24, 2022 Katrín lýsir því einnig yfir að Ísland fordæmi fortakslaust hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Árásina segir hún óásættanlegt brot á alþjóðlegum lögum. Líf óbreyttra borgara eigi og hljóti ávallt að vera í fyrirrúmi. Og í sama streng tekur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson en hann vitnar í twitter-færslu Katrínar. Iceland strongly condemns Russia's military attack on Ukraine. This act of war is against international law and puts millions of innocent lives in danger. https://t.co/5KXkXo56Fw— President of Iceland (@PresidentISL) February 24, 2022 Ýmsir íslenskir stjórnmálamenn aðrir taka í sama streng. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar hvetur til þess að við fordæmum harðlega innrás Rússa í Úkraínu: „Hún er ógnvekjandi árás á gildi okkar og atlaga að lýðræði. Sýnum afdráttarlausa samstöðu í gegnum Nato og með ESB. Afgerandi aðgerða er þörf. Putin þarf að mæta af fyllstu hörku. Kalda stríðið kann að falla í skuggann af því sem koma skal.“ Fordæmum harðlega innrás Rússa í Úkraínu.Hún er ógnvekjandi árás á gildi okkar og atlaga að lýðræði. Sýnum afdráttarlausa samstöðu í gegnum Nato og með ESB. Afgerandi aðgerða er þörf. Putin þarf að mæta af fyllstu hörku.Kalda stríðið kann að falla í skuggann af því sem koma skal.— þorgerður katrín (@thorgkatrin) February 24, 2022 Annar stjórnarandstöðuþingmaður, Björn Leví Gunnarsson Pírati vitnar í fréttir; „forseti Rússlands hefur ákveðið að beita hernum til varnar aðskilnaðarsinnum“ og segir réttlætingarpólitíkina í hámarki. „Það er auðveldlega hægt að verja aðskilnaðarsinna á allt annan hátt. Hér ber Pútín þó ekki einn ábyrgð. Meintir „friðarsinnar“ sem ögra birninum verða að axla sinn hluta ábyrgðarinnar. Það hlakkar amk í öllum vopnaframleiðendum þegar svona atburðir gerast.“ Átök í Úkraínu Úkraína Utanríkismál Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vaknaði við sprengingar: „Það var sjokk að vakna við þetta í morgun“ Óskar Hallgrímsson ljósmyndari sem er búsettur í Kænugarði í Úkraínu vaknaði við sprengingar í nótt. Rússar hafa hafið innrás af fullum krafti en Óskar segir að stríður straumur sé af íbúum Kænugarðs út úr borginni. Fólk er að flýja vestur. 24. febrúar 2022 08:08 Segir að alþjóðasamfélagið muni draga Rússa til ábyrgðar Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur brugðist við því sem hann kallar „tilefnislausa og óréttlætanlega“ árás rússneskra hersveita á Úkraínu. Hann segir heiminn allan biðja fyrir Úkraínumönnum og standi með þeim. 24. febrúar 2022 07:08 „Þetta er stríð“ Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir að átökin sem hafin eru þar í landi séu stríð. Rússar hófu allsherjarinnrás í landið í morgun og sprengjum rignir nú yfir úkraínskar borgir. 24. febrúar 2022 07:22 Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira
Þetta gera þær Katrín og Þórdís á Twitter og er yfirlýsing þeirra á ensku. „Ég fordæmi þessa tilefnislausu árás Rússlands á Úkraínu. Hún er skýrt brot á alþjóðalögum. Kjarninn í utanríkisstefnu Íslands er virðing fyrir alþjóðalögum og friðhelgi landamæra og lögsögu. Ísland tekur undir og mun innleiða alþjóðlegar refsiaðgerðir vegna hernaðaraðgerðanna,“ segir Þórdís jafnframt á íslensku. Iceland strongly comdemns Russia‘s attack on #Ukraine - a flagrant breach of international law. We stand in solidarity with Ukraine & will take full part in international sanctions with friends & allies. Our thoughts are with those suffering from these violent acts of Russia.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) February 24, 2022 Katrín lýsir því einnig yfir að Ísland fordæmi fortakslaust hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Árásina segir hún óásættanlegt brot á alþjóðlegum lögum. Líf óbreyttra borgara eigi og hljóti ávallt að vera í fyrirrúmi. Og í sama streng tekur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson en hann vitnar í twitter-færslu Katrínar. Iceland strongly condemns Russia's military attack on Ukraine. This act of war is against international law and puts millions of innocent lives in danger. https://t.co/5KXkXo56Fw— President of Iceland (@PresidentISL) February 24, 2022 Ýmsir íslenskir stjórnmálamenn aðrir taka í sama streng. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar hvetur til þess að við fordæmum harðlega innrás Rússa í Úkraínu: „Hún er ógnvekjandi árás á gildi okkar og atlaga að lýðræði. Sýnum afdráttarlausa samstöðu í gegnum Nato og með ESB. Afgerandi aðgerða er þörf. Putin þarf að mæta af fyllstu hörku. Kalda stríðið kann að falla í skuggann af því sem koma skal.“ Fordæmum harðlega innrás Rússa í Úkraínu.Hún er ógnvekjandi árás á gildi okkar og atlaga að lýðræði. Sýnum afdráttarlausa samstöðu í gegnum Nato og með ESB. Afgerandi aðgerða er þörf. Putin þarf að mæta af fyllstu hörku.Kalda stríðið kann að falla í skuggann af því sem koma skal.— þorgerður katrín (@thorgkatrin) February 24, 2022 Annar stjórnarandstöðuþingmaður, Björn Leví Gunnarsson Pírati vitnar í fréttir; „forseti Rússlands hefur ákveðið að beita hernum til varnar aðskilnaðarsinnum“ og segir réttlætingarpólitíkina í hámarki. „Það er auðveldlega hægt að verja aðskilnaðarsinna á allt annan hátt. Hér ber Pútín þó ekki einn ábyrgð. Meintir „friðarsinnar“ sem ögra birninum verða að axla sinn hluta ábyrgðarinnar. Það hlakkar amk í öllum vopnaframleiðendum þegar svona atburðir gerast.“
Átök í Úkraínu Úkraína Utanríkismál Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vaknaði við sprengingar: „Það var sjokk að vakna við þetta í morgun“ Óskar Hallgrímsson ljósmyndari sem er búsettur í Kænugarði í Úkraínu vaknaði við sprengingar í nótt. Rússar hafa hafið innrás af fullum krafti en Óskar segir að stríður straumur sé af íbúum Kænugarðs út úr borginni. Fólk er að flýja vestur. 24. febrúar 2022 08:08 Segir að alþjóðasamfélagið muni draga Rússa til ábyrgðar Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur brugðist við því sem hann kallar „tilefnislausa og óréttlætanlega“ árás rússneskra hersveita á Úkraínu. Hann segir heiminn allan biðja fyrir Úkraínumönnum og standi með þeim. 24. febrúar 2022 07:08 „Þetta er stríð“ Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir að átökin sem hafin eru þar í landi séu stríð. Rússar hófu allsherjarinnrás í landið í morgun og sprengjum rignir nú yfir úkraínskar borgir. 24. febrúar 2022 07:22 Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira
Vaknaði við sprengingar: „Það var sjokk að vakna við þetta í morgun“ Óskar Hallgrímsson ljósmyndari sem er búsettur í Kænugarði í Úkraínu vaknaði við sprengingar í nótt. Rússar hafa hafið innrás af fullum krafti en Óskar segir að stríður straumur sé af íbúum Kænugarðs út úr borginni. Fólk er að flýja vestur. 24. febrúar 2022 08:08
Segir að alþjóðasamfélagið muni draga Rússa til ábyrgðar Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur brugðist við því sem hann kallar „tilefnislausa og óréttlætanlega“ árás rússneskra hersveita á Úkraínu. Hann segir heiminn allan biðja fyrir Úkraínumönnum og standi með þeim. 24. febrúar 2022 07:08
„Þetta er stríð“ Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir að átökin sem hafin eru þar í landi séu stríð. Rússar hófu allsherjarinnrás í landið í morgun og sprengjum rignir nú yfir úkraínskar borgir. 24. febrúar 2022 07:22
Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23