Reykjavíkurborg sektuð um 24,5 milljarða Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar 24. febrúar 2022 08:30 Ef Reykjavík væri borg í Frakklandi, eða ef frönsku sjómennirnir og nunnurnar hefðu náð að setja almennilegt mark á okkur sem samfélag, væri Reykjavíkurborg sektuð um 24.5 milljarða af ríkinu á hverju ári vegna vanrækslu og ábyrgðarleysis í húsnæðismálum. Lög um samfélagslega samstöðu og endurnýjun Í Frakklandi eru nefnilega sveitarfélög sektuð ef þau tryggja ekki að lágmarki 25% húsnæðis sé félagslega rekið. Þau sveitarfélög sem ekki uppfylla þessar skyldur, borga í framkvæmdarsjóð félagslegs húsnæðis á vegum ríkisins sem styður þá við framkvæmdir í öðrum sveitarfélögum. Þessi lög, “lög um samfélagslega samstöðu og endurnýjun” (Loi Solidarité et Renouvellement Urbain) voru sett fram af ríkisstjórn Lionel Jospin árið 2000, og ákvæði 55, um fésektir settar fram árið 2002. Sósíalistar í Frakklandi lögfesta metnaðarfulla húsnæðisstefnu Síðasti áratugur tuttugustu aldar hafði haft í för með sér hnignun og gettóvæðingu í mörgum frönskum borgarsamfélögum. Sósíalistum í Frakklandi fannst þá nóg um og ráku fast að ríkið tæki upp heildarstefnu um uppbyggingu húsnæðis og samfélaga í landinu, um félagslega blöndun, sjálfbærni, samstöðu, lífsgæði og endurnýjun. Síðan þá hafa allar ríkisstjórnir Frakklands rekið þessa stefnu og jafnvel bætt í. Upphaflega krafan var sú að sveitarfélög skyldu hafa 20% af öllu húsnæði rekið á óhagnaðardrifnum og félagslegum grunni, en árið 2013 samþykkti franska þingið að auka kröfuna uppí 25%, og það hlutfall er enn fest í lög. Þetta er álitið ein mikilvægasta húsnæðislöggjöf franskra stjórnvalda sem tekið hefur gildi í sögunni. Þessi löggjöf átti að bregðast við þeirri gettóvæðingu og hnignun samfélaga sem kom til vegna skorts á húsnæði og hækkandi húsnæðiskostnaði, staða sem við þekkjum, staða sem hafði mikil neikvæð áhrif á lífsgæði almennings í Frakklandi og gerir hér líka. Það er ekki öflug félagsleg húsnæðisstefna sem skapar gettó, heldur skortur á henni. 300% aukning á fjölgun óhagnaðdrifins húsnæðis Frá því að þessi löggjöf tók gildi í Frakklandi hefur árleg aukning húsnæðis sem rekið er á félagslegum forsendum aukist um næstum 300%. Á árunum 2011- 2016 fjölgaði þessum íbúðareiningum t.d. um 330.000. Það jafngildir 55.000 íbúðum á hverju ári. Ef við yfirfærum þetta yfir á Ísland þá jafngildir það ef íslensk sveitarfélög hefðu byggt 300 íbúðir á hverju ári á þessu tímabili, eða 1800 íbúðir alls á þessum tíma. Reyndin er hinsvegar allt önnur. Skv. Varasjóði húsnæðismála fjölgaði félagslega reknu húsnæði á Íslandi einungis um 250 á árunum 2012-2017, sem er sami árafjöldi og tölurnar frá Frakklandi sem ég vísa í. Ef að íslensk húsnæðispólitík hefði verið rekin í Frakklandi á þessum tíma hefðu frakkar þurft að draga úr framkvæmdum við uppbyggingu húsnæðis um 86%, og þar með stöðva nánast alla framþróun og framfylgd húsnæðisstefnu sinnar. Fullkominn vanræksla og siðrof Hvernig má það vera að Íslensk yfirvöld, þeir einstaklingar sem kosnir eru til hagsmunavörslu fyrir almenning, það embættisfólk sem daglega sinnir húsnæðis- og velferðamálum vakni ekki upp við þá hróplegu vanrækslu sem birtist í þessum tölum? Það jaðrar við siðrof að íslenskur húsnæðismarkaður hafi verið vanræktur með þessum hætti. Ekki eru hinsvegar öll sveitarfélög í Frakklandi bundin þessum lögum, lögin ná t.a.m. ekki yfir mjög fámenn sveitarfélög né sveitarfélög sem ekki njóta efnahagslegs vaxtar, fólksfjölgunar eða geta ekki vaxið vegna landfræðilegrar legu. Það er reyndar skemmst frá því að segja að langflest frönsk sveitarfélög sem lögin náðu yfir settu sér þau markmið að fara yfir 25% markið. Nokkur sveitarfélög þráast þó við að framfylgja lögunum, sveitarfélög sem einatt var og er stýrt af frjáls- og hægri sinnuðum öflum, úr gettói hinna ríku. Reykjavík sektuð um 24.5 milljarða Franska þingið ákvað að sekta þau sveitarfélög sem ekki stóðust kröfur ríkisvaldsins. Sektin hljóðaði upp á 113.000 – 200.000 kr (800-1400 evrur) árlega á hvern íbúa sveitarfélagsins. Forsendur fyrir sektinni voru ef sveitarfélagið hafði ekki aukið framboð húsnæðis og náð því marki að vera með 25% af öllu húsnæði á félagslegum forsendum. Þriðja hvert ár er framfylgd þessara laga gerð upp, og staðan í hverju sveitarfélagi skoðuð. Ef sveitarfélagið hefur ekki gert gangskör í framboði á félagslegu húsnæði þá eykst sektin. Sektin tekur mið af hversu langt sveitarfélagið á í land með að uppfylla skilyrði laganna. Hæstu sektirnar fengu sveitarfélög sem eru með minna en 10% af húsnæði rekið á félagslegum grunni. Ef Reykjavík væri borg í Frakklandi væri borgarstjórnin sektuð um 24.5 milljarða fyrir vanrækslu í húsnæðismálum, og önnur sveitarfélög á Íslandi hlutfallslega mikið meira. Þær upphæðir sem þessi sveitarfélög, sem kölluð eru “útlaga sveitarfélög” (municipalités hors-la-loi) þurfa að greiða eru settar í framkvæmdasjóð fyrir félagslegt húsnæði á vegum ríksins sem aftur er dreift til þeirra sveitarfélaga sem standa sína pligt, eða setja sér markmið í samræmi við lögin. Skálað fyrir fullkomnum skorti Í staðinn fyrir að íslenskt sveitastjórnarfólk og löggjafinn móti sér stefnu í húsnæðismálum af metnaði, er vanrækslan nánast alger ef miðað er við aðgerðir þjóða í kringum okkur. Í staðinn fyrir að axla ábyrgð á skildum sínum gagnvart samfélaginu og borgurunum er fólki hent inn á óhaminn og óregluvæddan leigumarkað með heimatilbúinn skort. Eins og komið hefur fram í ítrekuðum fréttaflutningi undanfarið er skortur á húsnæði nánast fullkominn. Greinendur hafa bent á að þessi staða myndi koma upp allt frá árinu 2015/2016, en þeir sem bera ábyrgð hafa skellt við skollaeyrum og jafnvel komið í veg fyrir að stöðug uppbygging á húsnæði gæti átt sér stað. Það er nánast eins og fulltrúar almennings hafi fullkomnað þessa hungurlist, þessa félagslegu tilraun sem nú er skálað er fyrir. Öryggisleysið er algert hjá leigjendum og örbyggð þeirra eykst. Leigumarkaðurinn sem vaxið hefur uppúr jarðvegi andvara- og skeytingarleysis er hægt og rólega að murka lífið úr leigjendum undir daufri birtunni af glærukynningum og renderingum bæjar- og borgarstjóra sem segja ástandið og árangurinn til fyrirmyndar. Leigjendur borga sektina Það eru leigjendur sem borga sektina fyrir þessa vanrækslu og það með 50% álagi. Í fyrra greiddu íslenskir leigjendur um 36 milljarða í okurgjald eða ofgreidda leigu skv. viðmiðunarverðum um húsaleigu sem Leigjendasamtökin hafa gefið út. Þetta eru skattar sem lagðir eru á þau 30.000 heimili sem eru á leigumarkaðnum, oft á tíðum tekjulægstu heimilin. Til samanburðar þá borguðu útgerðagreifarnir 4.8 milljarða fyrir afnot af auðlindum leigjenda árið 2021, eða 13% af okurgjaldinu sem leigjendur greiða fyrir húsnæði. Það kæmi mér ekki á óvart ef útgerðamenn væru stórtækir á meðal þeirra sem hagnast á leigjendum í gegnum fjárfestingar sínar. Það er mikil kaldhæðni í þeirri staðreynd að Reykjavíkurborg stendur sig best af íslensku sveitarfélögum í uppbyggingu og í að auka framboð á félagslega reknu húsnæði. En er tilefni til að fagna því, eða slá sig til riddara fyrir að vera ekki nema aukastafur í neðamálsgrein í meðaltölum samanburðaþjóða.? Tvær ferðir í sundhöllinni á sex og hálfri mínútu. Árið 2010 setti svo franska þingið, undir forystu Nicolas Sarkozy lög sem kváðu á um uppbyggingu 77.000 óhagnaðadrifinna íbúða á stór-Parísar svæðinu á hverju ári, fram til ársins 2030. Markmiðið er að 30% alls húsnæðis á svæðinu sé rekið á félagslegum forsendum. Það jafngildir því að ef sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu myndu sammælast um að byggja 770 íbúðir árlega á sömu forsendum. Veruleikinn hjá sveitarfélögunum hér á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2012 – 2017 eru ekki nema 62 íbúðir á ári, eða 8% af áætlun franskra stjórnvalda eða 12,5 sinnum lakari. Ef Reykjavíkurborg væri sundmaður á smáþjóðaleikunum, væri það sundmaðurinn sem færi 50 metra eða tvær ferðir á sex og hálfri mínútu, en myndi segja þann árangur til fyrirmyndar og stærði sig í fulkominni firringu og skilningleysi á eigin getuleysi. Ég hvet ykkur kæru lesendur til að prófa að vera sex og hálfa mínútu að synda 50 metra, þá skiljið þetta stjarnfræðilega getuleysi og fullkomnu firringu. Húsnæði fyrst, og svo allt hitt Bandarískir fræðimenn eru farnir að líta til þessarar stefnu franskra stjórnvalda vegna hversu vel hefur tekist til. Það er farið að bera á umræðu í háskólasamfélaginu þar um að bandarísk yfirvöld ættu að líta til Frakklands með innblástur fyrir sína húsnæðisstefnu. Hvernig væri að íslenska ríkið, sveitarfélög og stofnanir myndu horfa þangað líka. Saltfiskurinn hefur gert frökkunum gott og greinilega haft góð áhrif á siðferði þeirra, heilsu og gildismat. Hvort að meira saltfisksát myndi bæta úr siðferði og vanrækslu þeirra sem kosnir eru til hagsmunavörslu fyrir íslenskan almenning er erfitt að segja, en það skaðar örugglega ekki að fá sér saltfisk og hysja upp um sig í leiðinni. Lífið er kannski saltfiskur eftir allt saman, en vertu samt ekki með allt á hælunum. Það verður að kjósa um stefnu í húsnæðismálum í komandi sveitarstjórnarkosningum, því eins og segir í titli norsku húsnæðisáætlunarinnar “húsnæði fyrst.!”, og svo allt hitt. Höfundur er þáttarstjórnandi Leigjandans – Lífið á leigumarkaði á Samstöðinni og formaður Samtaka Leigjenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Húsnæðismál Guðmundur Hrafn Arngrímsson Mest lesið Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Sjá meira
Ef Reykjavík væri borg í Frakklandi, eða ef frönsku sjómennirnir og nunnurnar hefðu náð að setja almennilegt mark á okkur sem samfélag, væri Reykjavíkurborg sektuð um 24.5 milljarða af ríkinu á hverju ári vegna vanrækslu og ábyrgðarleysis í húsnæðismálum. Lög um samfélagslega samstöðu og endurnýjun Í Frakklandi eru nefnilega sveitarfélög sektuð ef þau tryggja ekki að lágmarki 25% húsnæðis sé félagslega rekið. Þau sveitarfélög sem ekki uppfylla þessar skyldur, borga í framkvæmdarsjóð félagslegs húsnæðis á vegum ríkisins sem styður þá við framkvæmdir í öðrum sveitarfélögum. Þessi lög, “lög um samfélagslega samstöðu og endurnýjun” (Loi Solidarité et Renouvellement Urbain) voru sett fram af ríkisstjórn Lionel Jospin árið 2000, og ákvæði 55, um fésektir settar fram árið 2002. Sósíalistar í Frakklandi lögfesta metnaðarfulla húsnæðisstefnu Síðasti áratugur tuttugustu aldar hafði haft í för með sér hnignun og gettóvæðingu í mörgum frönskum borgarsamfélögum. Sósíalistum í Frakklandi fannst þá nóg um og ráku fast að ríkið tæki upp heildarstefnu um uppbyggingu húsnæðis og samfélaga í landinu, um félagslega blöndun, sjálfbærni, samstöðu, lífsgæði og endurnýjun. Síðan þá hafa allar ríkisstjórnir Frakklands rekið þessa stefnu og jafnvel bætt í. Upphaflega krafan var sú að sveitarfélög skyldu hafa 20% af öllu húsnæði rekið á óhagnaðardrifnum og félagslegum grunni, en árið 2013 samþykkti franska þingið að auka kröfuna uppí 25%, og það hlutfall er enn fest í lög. Þetta er álitið ein mikilvægasta húsnæðislöggjöf franskra stjórnvalda sem tekið hefur gildi í sögunni. Þessi löggjöf átti að bregðast við þeirri gettóvæðingu og hnignun samfélaga sem kom til vegna skorts á húsnæði og hækkandi húsnæðiskostnaði, staða sem við þekkjum, staða sem hafði mikil neikvæð áhrif á lífsgæði almennings í Frakklandi og gerir hér líka. Það er ekki öflug félagsleg húsnæðisstefna sem skapar gettó, heldur skortur á henni. 300% aukning á fjölgun óhagnaðdrifins húsnæðis Frá því að þessi löggjöf tók gildi í Frakklandi hefur árleg aukning húsnæðis sem rekið er á félagslegum forsendum aukist um næstum 300%. Á árunum 2011- 2016 fjölgaði þessum íbúðareiningum t.d. um 330.000. Það jafngildir 55.000 íbúðum á hverju ári. Ef við yfirfærum þetta yfir á Ísland þá jafngildir það ef íslensk sveitarfélög hefðu byggt 300 íbúðir á hverju ári á þessu tímabili, eða 1800 íbúðir alls á þessum tíma. Reyndin er hinsvegar allt önnur. Skv. Varasjóði húsnæðismála fjölgaði félagslega reknu húsnæði á Íslandi einungis um 250 á árunum 2012-2017, sem er sami árafjöldi og tölurnar frá Frakklandi sem ég vísa í. Ef að íslensk húsnæðispólitík hefði verið rekin í Frakklandi á þessum tíma hefðu frakkar þurft að draga úr framkvæmdum við uppbyggingu húsnæðis um 86%, og þar með stöðva nánast alla framþróun og framfylgd húsnæðisstefnu sinnar. Fullkominn vanræksla og siðrof Hvernig má það vera að Íslensk yfirvöld, þeir einstaklingar sem kosnir eru til hagsmunavörslu fyrir almenning, það embættisfólk sem daglega sinnir húsnæðis- og velferðamálum vakni ekki upp við þá hróplegu vanrækslu sem birtist í þessum tölum? Það jaðrar við siðrof að íslenskur húsnæðismarkaður hafi verið vanræktur með þessum hætti. Ekki eru hinsvegar öll sveitarfélög í Frakklandi bundin þessum lögum, lögin ná t.a.m. ekki yfir mjög fámenn sveitarfélög né sveitarfélög sem ekki njóta efnahagslegs vaxtar, fólksfjölgunar eða geta ekki vaxið vegna landfræðilegrar legu. Það er reyndar skemmst frá því að segja að langflest frönsk sveitarfélög sem lögin náðu yfir settu sér þau markmið að fara yfir 25% markið. Nokkur sveitarfélög þráast þó við að framfylgja lögunum, sveitarfélög sem einatt var og er stýrt af frjáls- og hægri sinnuðum öflum, úr gettói hinna ríku. Reykjavík sektuð um 24.5 milljarða Franska þingið ákvað að sekta þau sveitarfélög sem ekki stóðust kröfur ríkisvaldsins. Sektin hljóðaði upp á 113.000 – 200.000 kr (800-1400 evrur) árlega á hvern íbúa sveitarfélagsins. Forsendur fyrir sektinni voru ef sveitarfélagið hafði ekki aukið framboð húsnæðis og náð því marki að vera með 25% af öllu húsnæði á félagslegum forsendum. Þriðja hvert ár er framfylgd þessara laga gerð upp, og staðan í hverju sveitarfélagi skoðuð. Ef sveitarfélagið hefur ekki gert gangskör í framboði á félagslegu húsnæði þá eykst sektin. Sektin tekur mið af hversu langt sveitarfélagið á í land með að uppfylla skilyrði laganna. Hæstu sektirnar fengu sveitarfélög sem eru með minna en 10% af húsnæði rekið á félagslegum grunni. Ef Reykjavík væri borg í Frakklandi væri borgarstjórnin sektuð um 24.5 milljarða fyrir vanrækslu í húsnæðismálum, og önnur sveitarfélög á Íslandi hlutfallslega mikið meira. Þær upphæðir sem þessi sveitarfélög, sem kölluð eru “útlaga sveitarfélög” (municipalités hors-la-loi) þurfa að greiða eru settar í framkvæmdasjóð fyrir félagslegt húsnæði á vegum ríksins sem aftur er dreift til þeirra sveitarfélaga sem standa sína pligt, eða setja sér markmið í samræmi við lögin. Skálað fyrir fullkomnum skorti Í staðinn fyrir að íslenskt sveitastjórnarfólk og löggjafinn móti sér stefnu í húsnæðismálum af metnaði, er vanrækslan nánast alger ef miðað er við aðgerðir þjóða í kringum okkur. Í staðinn fyrir að axla ábyrgð á skildum sínum gagnvart samfélaginu og borgurunum er fólki hent inn á óhaminn og óregluvæddan leigumarkað með heimatilbúinn skort. Eins og komið hefur fram í ítrekuðum fréttaflutningi undanfarið er skortur á húsnæði nánast fullkominn. Greinendur hafa bent á að þessi staða myndi koma upp allt frá árinu 2015/2016, en þeir sem bera ábyrgð hafa skellt við skollaeyrum og jafnvel komið í veg fyrir að stöðug uppbygging á húsnæði gæti átt sér stað. Það er nánast eins og fulltrúar almennings hafi fullkomnað þessa hungurlist, þessa félagslegu tilraun sem nú er skálað er fyrir. Öryggisleysið er algert hjá leigjendum og örbyggð þeirra eykst. Leigumarkaðurinn sem vaxið hefur uppúr jarðvegi andvara- og skeytingarleysis er hægt og rólega að murka lífið úr leigjendum undir daufri birtunni af glærukynningum og renderingum bæjar- og borgarstjóra sem segja ástandið og árangurinn til fyrirmyndar. Leigjendur borga sektina Það eru leigjendur sem borga sektina fyrir þessa vanrækslu og það með 50% álagi. Í fyrra greiddu íslenskir leigjendur um 36 milljarða í okurgjald eða ofgreidda leigu skv. viðmiðunarverðum um húsaleigu sem Leigjendasamtökin hafa gefið út. Þetta eru skattar sem lagðir eru á þau 30.000 heimili sem eru á leigumarkaðnum, oft á tíðum tekjulægstu heimilin. Til samanburðar þá borguðu útgerðagreifarnir 4.8 milljarða fyrir afnot af auðlindum leigjenda árið 2021, eða 13% af okurgjaldinu sem leigjendur greiða fyrir húsnæði. Það kæmi mér ekki á óvart ef útgerðamenn væru stórtækir á meðal þeirra sem hagnast á leigjendum í gegnum fjárfestingar sínar. Það er mikil kaldhæðni í þeirri staðreynd að Reykjavíkurborg stendur sig best af íslensku sveitarfélögum í uppbyggingu og í að auka framboð á félagslega reknu húsnæði. En er tilefni til að fagna því, eða slá sig til riddara fyrir að vera ekki nema aukastafur í neðamálsgrein í meðaltölum samanburðaþjóða.? Tvær ferðir í sundhöllinni á sex og hálfri mínútu. Árið 2010 setti svo franska þingið, undir forystu Nicolas Sarkozy lög sem kváðu á um uppbyggingu 77.000 óhagnaðadrifinna íbúða á stór-Parísar svæðinu á hverju ári, fram til ársins 2030. Markmiðið er að 30% alls húsnæðis á svæðinu sé rekið á félagslegum forsendum. Það jafngildir því að ef sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu myndu sammælast um að byggja 770 íbúðir árlega á sömu forsendum. Veruleikinn hjá sveitarfélögunum hér á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2012 – 2017 eru ekki nema 62 íbúðir á ári, eða 8% af áætlun franskra stjórnvalda eða 12,5 sinnum lakari. Ef Reykjavíkurborg væri sundmaður á smáþjóðaleikunum, væri það sundmaðurinn sem færi 50 metra eða tvær ferðir á sex og hálfri mínútu, en myndi segja þann árangur til fyrirmyndar og stærði sig í fulkominni firringu og skilningleysi á eigin getuleysi. Ég hvet ykkur kæru lesendur til að prófa að vera sex og hálfa mínútu að synda 50 metra, þá skiljið þetta stjarnfræðilega getuleysi og fullkomnu firringu. Húsnæði fyrst, og svo allt hitt Bandarískir fræðimenn eru farnir að líta til þessarar stefnu franskra stjórnvalda vegna hversu vel hefur tekist til. Það er farið að bera á umræðu í háskólasamfélaginu þar um að bandarísk yfirvöld ættu að líta til Frakklands með innblástur fyrir sína húsnæðisstefnu. Hvernig væri að íslenska ríkið, sveitarfélög og stofnanir myndu horfa þangað líka. Saltfiskurinn hefur gert frökkunum gott og greinilega haft góð áhrif á siðferði þeirra, heilsu og gildismat. Hvort að meira saltfisksát myndi bæta úr siðferði og vanrækslu þeirra sem kosnir eru til hagsmunavörslu fyrir íslenskan almenning er erfitt að segja, en það skaðar örugglega ekki að fá sér saltfisk og hysja upp um sig í leiðinni. Lífið er kannski saltfiskur eftir allt saman, en vertu samt ekki með allt á hælunum. Það verður að kjósa um stefnu í húsnæðismálum í komandi sveitarstjórnarkosningum, því eins og segir í titli norsku húsnæðisáætlunarinnar “húsnæði fyrst.!”, og svo allt hitt. Höfundur er þáttarstjórnandi Leigjandans – Lífið á leigumarkaði á Samstöðinni og formaður Samtaka Leigjenda á Íslandi.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun