Mæðgur segjast ætla að búa á Dalatanga til eilífðarnóns Kristján Már Unnarsson skrifar 23. febrúar 2022 22:05 Bændurnir á Dalatanga, dóttirin Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir og mamman Marsibil Erlendsdóttir. Einar Árnason Mæðgur sem sinna búskap, veðurathugunum og vitavörslu á Dalatanga, einni afskekktustu bújörð landsins, eru búnar að kaupa húsakost á jörðinni af ríkinu. Þar rækta þær sauðfé og hunda og segjast vera að fjárfesta til framtíðar. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Dalatanga en mamman Marsibil Erlendsdóttir og dóttirin Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir voru heimsóttar í þættinum Um land allt. Vitarnir á Dalatanga eru tveir. Sá ljósi til hægri er elsti uppistandandi viti á Íslandi.Einar Árnason Dalatangi er á nesinu milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og gegnir enn þýðingarmiklu hlutverki fyrir sjófarendur. Gamli vitinn þar er sá elsti sem enn stendur uppi á Íslandi. „Ég kom hingað ´68 með pabba og mömmu. Þá fluttu þau hingað frá Siglunesi við Siglufjörð með sjö börn og allt sitt hafurtask,“ segir Marsibil, sem kallast núna vitagæslumaður. Formlega er enginn lengur á Íslandi með starfsheitið vitavörður. Við fjárhúsin á Dalatanga.Einar Árnason Auk þess að sinna vitagæslu og veðurathugunum á Dalatanga eru þær með sauðfé og hross og mamman ræktar og selur smalahunda. Dóttirin Aðalheiður flutti aftur heim úr borginni fyrir sjö árum eftir háskólanám og hún segist vera kindakonan. „Ég bara nennti ekki lengur að vera í Reykjavík. Allt í einu langaði mig bara til þess að prófa að rækta kindur og það var geðveikt gaman. Þannig að ég held alla vega áfram með það.“ -Sérðu fyrir þér að vera hérna áfram og taka við af mömmu kannski? „Ja.. við verðum bara hérna til eilífðarnóns. Hún verður hérna eldgömul hjá mér einhvern tímann,“ svarar Aðalheiður og hlær um leið og hún bendir á mömmu sína. Marsibil þjálfar og ræktar Border Collie-smalahunda Þær deila sömu einangrun með öðrum Mjófirðingum, að vera hálft árið án vegasambands við þjóðvegakerfið. Þær eru þó enn fjær skarkalanum því það tekur 20-30 mínútur að aka úr Brekkuþorpi út á Dalatanga, ef færið er ekki þeim mun verra. -Þið eruð búnar að kaupa Dalatangahúsin? „Já, við erum búnar að kaupa öll hús.“ -Þannig að þið eruð að fjárfesta til framtíðar? „Já, já, já. Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn,“ segir Marsibil og hlær. Séð yfir bæjarhúsin á Dalatanga. Vitarnir eru fjær.Einar Árnason Og núna er kominn ljósleiðari á Dalatanga með öflugri nettengingu. „Nú getur maður talað við fólkið sitt bara beint í gegnum tölvuna, bara „live“. Það er bara fáránlegt. Svo maður er aldrei einmana eða neitt. Ég finn aldrei fyrir því. Ef maður vill tala við einhvern, þá hringir maður bara,“ segir Marsibil. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þáttinn Um land allt úr Mjóafirði má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá níu mínútna kafla frá Dalatanga úr þættinum: Um land allt Fjarðabyggð Byggðamál Samgöngur Landbúnaður Hundar Veður Tengdar fréttir Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14 Hvetur til þess að Íslendingar grafi mörg jarðgöng samtímis Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, fjölmennasta sveitarfélags Austurlands, hvetur til þess að Íslendingar taki Færeyinga sér til fyrirmyndar í jarðgangagerð og grafi mörg göng samtímis. Hann segir lykilatriði að hringtengja Austfirði með jarðgöngum, - það sé eina leiðin til að tryggja framtíð Mjóafjarðar. 22. febrúar 2022 22:22 Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Dalatanga en mamman Marsibil Erlendsdóttir og dóttirin Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir voru heimsóttar í þættinum Um land allt. Vitarnir á Dalatanga eru tveir. Sá ljósi til hægri er elsti uppistandandi viti á Íslandi.Einar Árnason Dalatangi er á nesinu milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og gegnir enn þýðingarmiklu hlutverki fyrir sjófarendur. Gamli vitinn þar er sá elsti sem enn stendur uppi á Íslandi. „Ég kom hingað ´68 með pabba og mömmu. Þá fluttu þau hingað frá Siglunesi við Siglufjörð með sjö börn og allt sitt hafurtask,“ segir Marsibil, sem kallast núna vitagæslumaður. Formlega er enginn lengur á Íslandi með starfsheitið vitavörður. Við fjárhúsin á Dalatanga.Einar Árnason Auk þess að sinna vitagæslu og veðurathugunum á Dalatanga eru þær með sauðfé og hross og mamman ræktar og selur smalahunda. Dóttirin Aðalheiður flutti aftur heim úr borginni fyrir sjö árum eftir háskólanám og hún segist vera kindakonan. „Ég bara nennti ekki lengur að vera í Reykjavík. Allt í einu langaði mig bara til þess að prófa að rækta kindur og það var geðveikt gaman. Þannig að ég held alla vega áfram með það.“ -Sérðu fyrir þér að vera hérna áfram og taka við af mömmu kannski? „Ja.. við verðum bara hérna til eilífðarnóns. Hún verður hérna eldgömul hjá mér einhvern tímann,“ svarar Aðalheiður og hlær um leið og hún bendir á mömmu sína. Marsibil þjálfar og ræktar Border Collie-smalahunda Þær deila sömu einangrun með öðrum Mjófirðingum, að vera hálft árið án vegasambands við þjóðvegakerfið. Þær eru þó enn fjær skarkalanum því það tekur 20-30 mínútur að aka úr Brekkuþorpi út á Dalatanga, ef færið er ekki þeim mun verra. -Þið eruð búnar að kaupa Dalatangahúsin? „Já, við erum búnar að kaupa öll hús.“ -Þannig að þið eruð að fjárfesta til framtíðar? „Já, já, já. Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn,“ segir Marsibil og hlær. Séð yfir bæjarhúsin á Dalatanga. Vitarnir eru fjær.Einar Árnason Og núna er kominn ljósleiðari á Dalatanga með öflugri nettengingu. „Nú getur maður talað við fólkið sitt bara beint í gegnum tölvuna, bara „live“. Það er bara fáránlegt. Svo maður er aldrei einmana eða neitt. Ég finn aldrei fyrir því. Ef maður vill tala við einhvern, þá hringir maður bara,“ segir Marsibil. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þáttinn Um land allt úr Mjóafirði má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá níu mínútna kafla frá Dalatanga úr þættinum:
Um land allt Fjarðabyggð Byggðamál Samgöngur Landbúnaður Hundar Veður Tengdar fréttir Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14 Hvetur til þess að Íslendingar grafi mörg jarðgöng samtímis Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, fjölmennasta sveitarfélags Austurlands, hvetur til þess að Íslendingar taki Færeyinga sér til fyrirmyndar í jarðgangagerð og grafi mörg göng samtímis. Hann segir lykilatriði að hringtengja Austfirði með jarðgöngum, - það sé eina leiðin til að tryggja framtíð Mjóafjarðar. 22. febrúar 2022 22:22 Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14
Hvetur til þess að Íslendingar grafi mörg jarðgöng samtímis Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, fjölmennasta sveitarfélags Austurlands, hvetur til þess að Íslendingar taki Færeyinga sér til fyrirmyndar í jarðgangagerð og grafi mörg göng samtímis. Hann segir lykilatriði að hringtengja Austfirði með jarðgöngum, - það sé eina leiðin til að tryggja framtíð Mjóafjarðar. 22. febrúar 2022 22:22
Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20