Jáeindaskanninn bilaði á einkar óheppilegum tíma Eiður Þór Árnason skrifar 22. febrúar 2022 15:29 Jáeindaskanninn var tekinn í notkun í desember 2018. Landspítali Bilun kom upp í jáeindaskanna Landspítalans 15. febrúar og er von á því að hann komist aftur í notkun á föstudag. Þurft hefur að fresta rannsóknum á rúmlega tuttugu sjúklingum vegna þessa. Bilunin sjálf stóð yfir í þrjá daga, eða þar til til varahlutur kom til landsins, en hlé á framleiðslu geislavirkra sporefna sem kom beint í kjölfarið tafði gangsetningu. Framleiðslustöðvunin hafði verið skipulögð með miklum fyrirvara til að viðhalda ströngu gæðaeftirliti. Steinunn Erla Thorlacius, deildarstjóri röntgendeildar Landspítalans, segir að bilunin hafi komið á einstaklega óheppilegum tíma. „Þetta þarf að haldast í hendur við þessa lyfjaframleiðslu sem fylgir jáeindaskannanum. Við framleiðum geislavirkt sporefni sem er sprautað í sjúklinginn í gegnum æðakerfið. Lyfið hefur ákveðinn helmingunartíma svo við höfum bara vissan ramma til að keyra rannsóknirnar með þessu geislavirka lyfi þar sem virknin dugar bara í vissan tíma,“ segir Steinunn. Gjöf frá Íslenskri erfðagreiningu Steinunn segir til skoðunar hvort hægt sé að bæta við rannsóknum og keyra tækið lengur yfir daginn til að vinna á biðlistanum. Í ljósi þess hvað bilunin varði í stuttan tíma er ekki talið að stöðvunin hafi mikil áhrif á meðferð sjúklinga. „Við viljum veita þessum sjúklingahópi sem besta þjónustu og erum að forgangsraða beiðnunum eftir bráðleika,“ bætir hún við. Jáeindaskanninn var tekinn í notkun í desember 2018 og var gjöf frá Íslenskri erfðagreiningu. Skanninn gefur til dæmis mjög nákvæmar upplýsingar um staðsetningu og dreifingu krabbameina. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Starfsemi jáeindaskannans loks komin á skrið Vonast er til að hægt verði að rannsaka um 1.700 til tvö þúsund sjúklinga á ári í jáeindaskannanum á Landspítalanum. 12. desember 2018 17:24 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Bilunin sjálf stóð yfir í þrjá daga, eða þar til til varahlutur kom til landsins, en hlé á framleiðslu geislavirkra sporefna sem kom beint í kjölfarið tafði gangsetningu. Framleiðslustöðvunin hafði verið skipulögð með miklum fyrirvara til að viðhalda ströngu gæðaeftirliti. Steinunn Erla Thorlacius, deildarstjóri röntgendeildar Landspítalans, segir að bilunin hafi komið á einstaklega óheppilegum tíma. „Þetta þarf að haldast í hendur við þessa lyfjaframleiðslu sem fylgir jáeindaskannanum. Við framleiðum geislavirkt sporefni sem er sprautað í sjúklinginn í gegnum æðakerfið. Lyfið hefur ákveðinn helmingunartíma svo við höfum bara vissan ramma til að keyra rannsóknirnar með þessu geislavirka lyfi þar sem virknin dugar bara í vissan tíma,“ segir Steinunn. Gjöf frá Íslenskri erfðagreiningu Steinunn segir til skoðunar hvort hægt sé að bæta við rannsóknum og keyra tækið lengur yfir daginn til að vinna á biðlistanum. Í ljósi þess hvað bilunin varði í stuttan tíma er ekki talið að stöðvunin hafi mikil áhrif á meðferð sjúklinga. „Við viljum veita þessum sjúklingahópi sem besta þjónustu og erum að forgangsraða beiðnunum eftir bráðleika,“ bætir hún við. Jáeindaskanninn var tekinn í notkun í desember 2018 og var gjöf frá Íslenskri erfðagreiningu. Skanninn gefur til dæmis mjög nákvæmar upplýsingar um staðsetningu og dreifingu krabbameina.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Starfsemi jáeindaskannans loks komin á skrið Vonast er til að hægt verði að rannsaka um 1.700 til tvö þúsund sjúklinga á ári í jáeindaskannanum á Landspítalanum. 12. desember 2018 17:24 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Starfsemi jáeindaskannans loks komin á skrið Vonast er til að hægt verði að rannsaka um 1.700 til tvö þúsund sjúklinga á ári í jáeindaskannanum á Landspítalanum. 12. desember 2018 17:24