Fjölga á tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglu Rannveig Þórisdóttir skrifar 22. febrúar 2022 09:00 Frá árinu 2010 hefur tilkynningum vegna kynferðisofbeldis fjölgað nær stöðugt hjá lögreglu. Fjölgun eða fækkun skráðra kynferðisbrota getur verið vegna raunverulegra breytinga í samfélaginu en einnig vegna ytri þátta sem hafa áhrif á skilgreiningu brota og það hvort þau eru tilkynnt eða ekki. Þannig hafa lagalegar úrbætur í málaflokknum á undanförnum árum leitt til víðari og nákvæmari lagalegra skilgreininga sem leitt hafa til fjölgunar tilkynninga. Þá getur aukið aðgengi að lögreglu leitt til þess að fleiri treysti sér til að tilkynna auk þess sem samfélagsumræða á borð við #metoo getur leitt til þess að fleiri tilkynna brot sem þau hafa orðið fyrir. Færri brot árið 2020 en árin þar á undan Árið 2020 voru samkomutakmarkanir í tengslum við Covid 19 í hámarki. Ef litið er til kynferðisbrota sem áttu sér stað það ár og fjöldi þeirra borinn saman við fjölda mála þrjú ár á undan má sjá að heildarfjöldi brota var aðeins lægri (8% færri). Ef hins vegar er litið til einstakra flokka er vert að nefna tvennt. Annars vegar fækkaði nauðgunum úr að meðaltali 201 brotum á árunum 2017 til 2019 í 114 brot, sem nemur um 43% fækkun. Hins vegar fjölgaði tilkynningum vegna kynferðisbrota gegn börnum en þau voru 102 talsins árið 2020 en að meðaltali 70 á ári þrjú árin þar á undan (46% fjölgun). Brot gegn kynferðislegri friðhelgi (stafræn brot) voru 77 árið 2021, en ný lög tóku gildi í byrjun árs sem ná yfir stafræn kynferðisbrot sem fela m.a. í sér öflun, dreifingu eða hótun um dreifingu myndefnis. Brotum fjölgaði aftur árið 2021 en reglur um samkomutakmarkanir gengu að einhverju leyti til baka a.m.k. hluta ársins. Þegar horft er til fjölda brota eftir ári atviks þá má sjá að tilkynnt var um 150 nauðganir árið 2021 samanborið við 114 tilvik árið áður (32% fjölgun). Að meðaltali var tilkynnt um 10 nauðganir á mánuði sem áttu sér stað árið 2020 en árið 2021 voru tilvikin 13 á mánuði og 14 árið 2019. Af þessu má sjá að nauðgunum hefur fjölgað nær stöðugt frá árinu 2014, að undanskildu árinu 2020 er þeim fækkaði verulega. Grunaðir og brotaþolar Karlar eru í meirihluta þeirra sem grunaðir eru um kynferðisbrot og eru flestir brotaþolar konur. Árið 2021 voru karlar grunaðir í 94% brota og konur í 6% brota. Rúmlega helmingur sakborninga voru ungir karlar. Brotaþolar eru yfirleitt ungar konur og stór hluti þeirra stúlkur undir 18 ára, sem eru börn að lögum. Fjölgun tilkynninga vegna kynferðisbrota gegn börnum endurspeglast í að sífellt hærra hlutfall brotaþola kynferðisbrota er undir 18 ára aldri. Þannig er hlutfall brotaþola undir 18 ára aldri 61% af heildarfjölda brotaþola kynferðisbrota á árinu 2021. Árið 2021 voru karlar brotaþolar í 15% brota og konur í 85% brota sem komu á borð lögreglu. Ef eingöngu er litið til nauðgana er hlutfallið 7% karlar og 93% konur meðal brotaþola. Meðalaldur grunaðra í kynferðisbrotum er hærri en brotaþola yfir tímabilið 2015-2021 og var 35 ár hjá körlum. Meðalaldur brotaþola í kynferðisbrotum er 23 ár hjá konum og 20 ár hjá körlum. Tilkynntum brotum á að fjölga Það er skýrt markmið hjá lögreglunni að leita allra leiða til að þau sem verði fyrir kynferðisbroti geti leitað réttar síns með því að tilkynna brotið til lögreglu. Vegna þessa má búast við því að tilkynntum brotum muni halda áfram að fjölga, enda sýna rannsóknir að mun fleiri kynferðisbrot eiga sér stað en tilkynnt er um til lögreglu. Má þar nefna rannsóknir ríkislögreglustjóra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um Reynslu landsmanna af afbrotum frá 2013 til 2020. Við höfnum því að ofbeldi sé hluti af samfélagi okkar og munum halda áfram að vinna að því að bæta þjónustu lögreglunnar og aðgengi fyrir þau sem þurfa á aðstoð að halda. Mikilvægt skref í þá átt er að fylgja áfram aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Ég vil einnig benda á vefgátt 112 um ofbeldi fyrir þolendur, aðstandendur og gerendur með upplýsingum gegn ofbeldi. Höfundur er sviðsstjóri þjónustusviðs ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Sjá meira
Frá árinu 2010 hefur tilkynningum vegna kynferðisofbeldis fjölgað nær stöðugt hjá lögreglu. Fjölgun eða fækkun skráðra kynferðisbrota getur verið vegna raunverulegra breytinga í samfélaginu en einnig vegna ytri þátta sem hafa áhrif á skilgreiningu brota og það hvort þau eru tilkynnt eða ekki. Þannig hafa lagalegar úrbætur í málaflokknum á undanförnum árum leitt til víðari og nákvæmari lagalegra skilgreininga sem leitt hafa til fjölgunar tilkynninga. Þá getur aukið aðgengi að lögreglu leitt til þess að fleiri treysti sér til að tilkynna auk þess sem samfélagsumræða á borð við #metoo getur leitt til þess að fleiri tilkynna brot sem þau hafa orðið fyrir. Færri brot árið 2020 en árin þar á undan Árið 2020 voru samkomutakmarkanir í tengslum við Covid 19 í hámarki. Ef litið er til kynferðisbrota sem áttu sér stað það ár og fjöldi þeirra borinn saman við fjölda mála þrjú ár á undan má sjá að heildarfjöldi brota var aðeins lægri (8% færri). Ef hins vegar er litið til einstakra flokka er vert að nefna tvennt. Annars vegar fækkaði nauðgunum úr að meðaltali 201 brotum á árunum 2017 til 2019 í 114 brot, sem nemur um 43% fækkun. Hins vegar fjölgaði tilkynningum vegna kynferðisbrota gegn börnum en þau voru 102 talsins árið 2020 en að meðaltali 70 á ári þrjú árin þar á undan (46% fjölgun). Brot gegn kynferðislegri friðhelgi (stafræn brot) voru 77 árið 2021, en ný lög tóku gildi í byrjun árs sem ná yfir stafræn kynferðisbrot sem fela m.a. í sér öflun, dreifingu eða hótun um dreifingu myndefnis. Brotum fjölgaði aftur árið 2021 en reglur um samkomutakmarkanir gengu að einhverju leyti til baka a.m.k. hluta ársins. Þegar horft er til fjölda brota eftir ári atviks þá má sjá að tilkynnt var um 150 nauðganir árið 2021 samanborið við 114 tilvik árið áður (32% fjölgun). Að meðaltali var tilkynnt um 10 nauðganir á mánuði sem áttu sér stað árið 2020 en árið 2021 voru tilvikin 13 á mánuði og 14 árið 2019. Af þessu má sjá að nauðgunum hefur fjölgað nær stöðugt frá árinu 2014, að undanskildu árinu 2020 er þeim fækkaði verulega. Grunaðir og brotaþolar Karlar eru í meirihluta þeirra sem grunaðir eru um kynferðisbrot og eru flestir brotaþolar konur. Árið 2021 voru karlar grunaðir í 94% brota og konur í 6% brota. Rúmlega helmingur sakborninga voru ungir karlar. Brotaþolar eru yfirleitt ungar konur og stór hluti þeirra stúlkur undir 18 ára, sem eru börn að lögum. Fjölgun tilkynninga vegna kynferðisbrota gegn börnum endurspeglast í að sífellt hærra hlutfall brotaþola kynferðisbrota er undir 18 ára aldri. Þannig er hlutfall brotaþola undir 18 ára aldri 61% af heildarfjölda brotaþola kynferðisbrota á árinu 2021. Árið 2021 voru karlar brotaþolar í 15% brota og konur í 85% brota sem komu á borð lögreglu. Ef eingöngu er litið til nauðgana er hlutfallið 7% karlar og 93% konur meðal brotaþola. Meðalaldur grunaðra í kynferðisbrotum er hærri en brotaþola yfir tímabilið 2015-2021 og var 35 ár hjá körlum. Meðalaldur brotaþola í kynferðisbrotum er 23 ár hjá konum og 20 ár hjá körlum. Tilkynntum brotum á að fjölga Það er skýrt markmið hjá lögreglunni að leita allra leiða til að þau sem verði fyrir kynferðisbroti geti leitað réttar síns með því að tilkynna brotið til lögreglu. Vegna þessa má búast við því að tilkynntum brotum muni halda áfram að fjölga, enda sýna rannsóknir að mun fleiri kynferðisbrot eiga sér stað en tilkynnt er um til lögreglu. Má þar nefna rannsóknir ríkislögreglustjóra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um Reynslu landsmanna af afbrotum frá 2013 til 2020. Við höfnum því að ofbeldi sé hluti af samfélagi okkar og munum halda áfram að vinna að því að bæta þjónustu lögreglunnar og aðgengi fyrir þau sem þurfa á aðstoð að halda. Mikilvægt skref í þá átt er að fylgja áfram aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Ég vil einnig benda á vefgátt 112 um ofbeldi fyrir þolendur, aðstandendur og gerendur með upplýsingum gegn ofbeldi. Höfundur er sviðsstjóri þjónustusviðs ríkislögreglustjóra.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun