Fjölga á tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglu Rannveig Þórisdóttir skrifar 22. febrúar 2022 09:00 Frá árinu 2010 hefur tilkynningum vegna kynferðisofbeldis fjölgað nær stöðugt hjá lögreglu. Fjölgun eða fækkun skráðra kynferðisbrota getur verið vegna raunverulegra breytinga í samfélaginu en einnig vegna ytri þátta sem hafa áhrif á skilgreiningu brota og það hvort þau eru tilkynnt eða ekki. Þannig hafa lagalegar úrbætur í málaflokknum á undanförnum árum leitt til víðari og nákvæmari lagalegra skilgreininga sem leitt hafa til fjölgunar tilkynninga. Þá getur aukið aðgengi að lögreglu leitt til þess að fleiri treysti sér til að tilkynna auk þess sem samfélagsumræða á borð við #metoo getur leitt til þess að fleiri tilkynna brot sem þau hafa orðið fyrir. Færri brot árið 2020 en árin þar á undan Árið 2020 voru samkomutakmarkanir í tengslum við Covid 19 í hámarki. Ef litið er til kynferðisbrota sem áttu sér stað það ár og fjöldi þeirra borinn saman við fjölda mála þrjú ár á undan má sjá að heildarfjöldi brota var aðeins lægri (8% færri). Ef hins vegar er litið til einstakra flokka er vert að nefna tvennt. Annars vegar fækkaði nauðgunum úr að meðaltali 201 brotum á árunum 2017 til 2019 í 114 brot, sem nemur um 43% fækkun. Hins vegar fjölgaði tilkynningum vegna kynferðisbrota gegn börnum en þau voru 102 talsins árið 2020 en að meðaltali 70 á ári þrjú árin þar á undan (46% fjölgun). Brot gegn kynferðislegri friðhelgi (stafræn brot) voru 77 árið 2021, en ný lög tóku gildi í byrjun árs sem ná yfir stafræn kynferðisbrot sem fela m.a. í sér öflun, dreifingu eða hótun um dreifingu myndefnis. Brotum fjölgaði aftur árið 2021 en reglur um samkomutakmarkanir gengu að einhverju leyti til baka a.m.k. hluta ársins. Þegar horft er til fjölda brota eftir ári atviks þá má sjá að tilkynnt var um 150 nauðganir árið 2021 samanborið við 114 tilvik árið áður (32% fjölgun). Að meðaltali var tilkynnt um 10 nauðganir á mánuði sem áttu sér stað árið 2020 en árið 2021 voru tilvikin 13 á mánuði og 14 árið 2019. Af þessu má sjá að nauðgunum hefur fjölgað nær stöðugt frá árinu 2014, að undanskildu árinu 2020 er þeim fækkaði verulega. Grunaðir og brotaþolar Karlar eru í meirihluta þeirra sem grunaðir eru um kynferðisbrot og eru flestir brotaþolar konur. Árið 2021 voru karlar grunaðir í 94% brota og konur í 6% brota. Rúmlega helmingur sakborninga voru ungir karlar. Brotaþolar eru yfirleitt ungar konur og stór hluti þeirra stúlkur undir 18 ára, sem eru börn að lögum. Fjölgun tilkynninga vegna kynferðisbrota gegn börnum endurspeglast í að sífellt hærra hlutfall brotaþola kynferðisbrota er undir 18 ára aldri. Þannig er hlutfall brotaþola undir 18 ára aldri 61% af heildarfjölda brotaþola kynferðisbrota á árinu 2021. Árið 2021 voru karlar brotaþolar í 15% brota og konur í 85% brota sem komu á borð lögreglu. Ef eingöngu er litið til nauðgana er hlutfallið 7% karlar og 93% konur meðal brotaþola. Meðalaldur grunaðra í kynferðisbrotum er hærri en brotaþola yfir tímabilið 2015-2021 og var 35 ár hjá körlum. Meðalaldur brotaþola í kynferðisbrotum er 23 ár hjá konum og 20 ár hjá körlum. Tilkynntum brotum á að fjölga Það er skýrt markmið hjá lögreglunni að leita allra leiða til að þau sem verði fyrir kynferðisbroti geti leitað réttar síns með því að tilkynna brotið til lögreglu. Vegna þessa má búast við því að tilkynntum brotum muni halda áfram að fjölga, enda sýna rannsóknir að mun fleiri kynferðisbrot eiga sér stað en tilkynnt er um til lögreglu. Má þar nefna rannsóknir ríkislögreglustjóra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um Reynslu landsmanna af afbrotum frá 2013 til 2020. Við höfnum því að ofbeldi sé hluti af samfélagi okkar og munum halda áfram að vinna að því að bæta þjónustu lögreglunnar og aðgengi fyrir þau sem þurfa á aðstoð að halda. Mikilvægt skref í þá átt er að fylgja áfram aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Ég vil einnig benda á vefgátt 112 um ofbeldi fyrir þolendur, aðstandendur og gerendur með upplýsingum gegn ofbeldi. Höfundur er sviðsstjóri þjónustusviðs ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Lögreglan Lögreglumál Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Frá árinu 2010 hefur tilkynningum vegna kynferðisofbeldis fjölgað nær stöðugt hjá lögreglu. Fjölgun eða fækkun skráðra kynferðisbrota getur verið vegna raunverulegra breytinga í samfélaginu en einnig vegna ytri þátta sem hafa áhrif á skilgreiningu brota og það hvort þau eru tilkynnt eða ekki. Þannig hafa lagalegar úrbætur í málaflokknum á undanförnum árum leitt til víðari og nákvæmari lagalegra skilgreininga sem leitt hafa til fjölgunar tilkynninga. Þá getur aukið aðgengi að lögreglu leitt til þess að fleiri treysti sér til að tilkynna auk þess sem samfélagsumræða á borð við #metoo getur leitt til þess að fleiri tilkynna brot sem þau hafa orðið fyrir. Færri brot árið 2020 en árin þar á undan Árið 2020 voru samkomutakmarkanir í tengslum við Covid 19 í hámarki. Ef litið er til kynferðisbrota sem áttu sér stað það ár og fjöldi þeirra borinn saman við fjölda mála þrjú ár á undan má sjá að heildarfjöldi brota var aðeins lægri (8% færri). Ef hins vegar er litið til einstakra flokka er vert að nefna tvennt. Annars vegar fækkaði nauðgunum úr að meðaltali 201 brotum á árunum 2017 til 2019 í 114 brot, sem nemur um 43% fækkun. Hins vegar fjölgaði tilkynningum vegna kynferðisbrota gegn börnum en þau voru 102 talsins árið 2020 en að meðaltali 70 á ári þrjú árin þar á undan (46% fjölgun). Brot gegn kynferðislegri friðhelgi (stafræn brot) voru 77 árið 2021, en ný lög tóku gildi í byrjun árs sem ná yfir stafræn kynferðisbrot sem fela m.a. í sér öflun, dreifingu eða hótun um dreifingu myndefnis. Brotum fjölgaði aftur árið 2021 en reglur um samkomutakmarkanir gengu að einhverju leyti til baka a.m.k. hluta ársins. Þegar horft er til fjölda brota eftir ári atviks þá má sjá að tilkynnt var um 150 nauðganir árið 2021 samanborið við 114 tilvik árið áður (32% fjölgun). Að meðaltali var tilkynnt um 10 nauðganir á mánuði sem áttu sér stað árið 2020 en árið 2021 voru tilvikin 13 á mánuði og 14 árið 2019. Af þessu má sjá að nauðgunum hefur fjölgað nær stöðugt frá árinu 2014, að undanskildu árinu 2020 er þeim fækkaði verulega. Grunaðir og brotaþolar Karlar eru í meirihluta þeirra sem grunaðir eru um kynferðisbrot og eru flestir brotaþolar konur. Árið 2021 voru karlar grunaðir í 94% brota og konur í 6% brota. Rúmlega helmingur sakborninga voru ungir karlar. Brotaþolar eru yfirleitt ungar konur og stór hluti þeirra stúlkur undir 18 ára, sem eru börn að lögum. Fjölgun tilkynninga vegna kynferðisbrota gegn börnum endurspeglast í að sífellt hærra hlutfall brotaþola kynferðisbrota er undir 18 ára aldri. Þannig er hlutfall brotaþola undir 18 ára aldri 61% af heildarfjölda brotaþola kynferðisbrota á árinu 2021. Árið 2021 voru karlar brotaþolar í 15% brota og konur í 85% brota sem komu á borð lögreglu. Ef eingöngu er litið til nauðgana er hlutfallið 7% karlar og 93% konur meðal brotaþola. Meðalaldur grunaðra í kynferðisbrotum er hærri en brotaþola yfir tímabilið 2015-2021 og var 35 ár hjá körlum. Meðalaldur brotaþola í kynferðisbrotum er 23 ár hjá konum og 20 ár hjá körlum. Tilkynntum brotum á að fjölga Það er skýrt markmið hjá lögreglunni að leita allra leiða til að þau sem verði fyrir kynferðisbroti geti leitað réttar síns með því að tilkynna brotið til lögreglu. Vegna þessa má búast við því að tilkynntum brotum muni halda áfram að fjölga, enda sýna rannsóknir að mun fleiri kynferðisbrot eiga sér stað en tilkynnt er um til lögreglu. Má þar nefna rannsóknir ríkislögreglustjóra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um Reynslu landsmanna af afbrotum frá 2013 til 2020. Við höfnum því að ofbeldi sé hluti af samfélagi okkar og munum halda áfram að vinna að því að bæta þjónustu lögreglunnar og aðgengi fyrir þau sem þurfa á aðstoð að halda. Mikilvægt skref í þá átt er að fylgja áfram aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Ég vil einnig benda á vefgátt 112 um ofbeldi fyrir þolendur, aðstandendur og gerendur með upplýsingum gegn ofbeldi. Höfundur er sviðsstjóri þjónustusviðs ríkislögreglustjóra.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun