Finnst þau hafa verið svo gott sem nafngreind eftir tilkynningu Kennarasambandsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 10:06 Magnea Rún Magnúsdóttir og Kristján Már Þorsteinsson. Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri hans, gagnrýna Kennarasambandið fyrir að hafa svo gott sem nafngreint dóttur þeirra í tilkynningu um málið. Þau hafi neyðst til að segja sögu dóttur sinnar vegna óvæginnar umræðu. Málið vakti talsverða athygli í vikunni en Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi kennaranum átta milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar frá skólanum. Kennaranum var sagt upp eftir að hann rak nemanda löðrung en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að setja þyrfti kinnhestinn í heildarsamhengi, þar sem nemandinn hefði sjálfur slegið kennarann á undan. Kennarasamband Íslands fjallaði um niðurstöðu dómsins á vef sínum áður en hann var birtur, þar sem Dalvíkurskóli er nafngreindur og málavöxtum lýst ítarlega. Foreldrar nemandans telja þetta ámælisverða framsetningu og telja kennarann jafnframt hafa gerst sekan um trúnaðarbrest með því að ræða atvikið við aðra nemendur og nafngreina dóttur þeirra. „Dalvíkurbyggð kemur ekki fram eða Dalvíkurskóli kemur ekki fram í dómnum sjálfum,“ segir Magnea Rún Magnúsdóttir móðir stúlkunnar. „En einhverra hluta vegna fann Kennarasambandið sig knúið að tiltaka að þetta væri Dalvíkurbyggð og þar með var búið að benda á dóttur okkar því við búum hér í litlu 2000 manna samfélagi og þar með gátu allir lesið á milli línanna,“ segir Kristján Már Þorsteinsson, faðir stúlkunnar. Blöskraði umræðan um dótturina Þess vegna hafi þau fundið sig knúin, með samþykki dóttur sinnar, að birta pistil um sína hlið málsins. Þau lýsa því til að mynda í pistlinum að dóttir þeirra hafi í aðdraganda atviksins gengið í gegnum mikið þunglyndi og sjálfsskaðahugsanir. Það hafi tekið gríðarlega á þau og dóttur þeirra að lesa í athugasemdakerfum að hún væri forhertur vandræðagemlingur og óalandi nemandi - og sumir beinlínis hvatt til þeirrar hegðunar sem kennarinn sýndi af sér. „Þetta er það nýtilkomið að við tökum ekki einu sinni dag fyrir dag heldur klukkutíma fyrir klukkutíma,“ segir Kristján. Þá hafi þau fundið fyrir miklum stuðningi eftir að þau stigu fram. „Og bara alls konar reynslusögur af fólki sem hefur lent í kennurum og allavega, án þess að ég sé að niðra þessa stétt á nokkurn hátt,“ segir Kristján. „Þeirra starf er mjög óeigingjarnt og við gerum okkur fyllilega grein fyrir því en það þarf eitthvað að breytast í þessu klukkuverki,“ segir Magnea. Dalvíkurbyggð Dómsmál Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram. 20. febrúar 2022 14:12 „Kennari bæði sviptur ærunni og lífsviðurværi“ Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara segir að áminning í starfi hefði verið meira viðeigandi en brottrekstur í máli kennarans á Dalvík. 18. febrúar 2022 14:43 Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. 17. febrúar 2022 22:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Málið vakti talsverða athygli í vikunni en Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi kennaranum átta milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar frá skólanum. Kennaranum var sagt upp eftir að hann rak nemanda löðrung en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að setja þyrfti kinnhestinn í heildarsamhengi, þar sem nemandinn hefði sjálfur slegið kennarann á undan. Kennarasamband Íslands fjallaði um niðurstöðu dómsins á vef sínum áður en hann var birtur, þar sem Dalvíkurskóli er nafngreindur og málavöxtum lýst ítarlega. Foreldrar nemandans telja þetta ámælisverða framsetningu og telja kennarann jafnframt hafa gerst sekan um trúnaðarbrest með því að ræða atvikið við aðra nemendur og nafngreina dóttur þeirra. „Dalvíkurbyggð kemur ekki fram eða Dalvíkurskóli kemur ekki fram í dómnum sjálfum,“ segir Magnea Rún Magnúsdóttir móðir stúlkunnar. „En einhverra hluta vegna fann Kennarasambandið sig knúið að tiltaka að þetta væri Dalvíkurbyggð og þar með var búið að benda á dóttur okkar því við búum hér í litlu 2000 manna samfélagi og þar með gátu allir lesið á milli línanna,“ segir Kristján Már Þorsteinsson, faðir stúlkunnar. Blöskraði umræðan um dótturina Þess vegna hafi þau fundið sig knúin, með samþykki dóttur sinnar, að birta pistil um sína hlið málsins. Þau lýsa því til að mynda í pistlinum að dóttir þeirra hafi í aðdraganda atviksins gengið í gegnum mikið þunglyndi og sjálfsskaðahugsanir. Það hafi tekið gríðarlega á þau og dóttur þeirra að lesa í athugasemdakerfum að hún væri forhertur vandræðagemlingur og óalandi nemandi - og sumir beinlínis hvatt til þeirrar hegðunar sem kennarinn sýndi af sér. „Þetta er það nýtilkomið að við tökum ekki einu sinni dag fyrir dag heldur klukkutíma fyrir klukkutíma,“ segir Kristján. Þá hafi þau fundið fyrir miklum stuðningi eftir að þau stigu fram. „Og bara alls konar reynslusögur af fólki sem hefur lent í kennurum og allavega, án þess að ég sé að niðra þessa stétt á nokkurn hátt,“ segir Kristján. „Þeirra starf er mjög óeigingjarnt og við gerum okkur fyllilega grein fyrir því en það þarf eitthvað að breytast í þessu klukkuverki,“ segir Magnea.
Dalvíkurbyggð Dómsmál Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram. 20. febrúar 2022 14:12 „Kennari bæði sviptur ærunni og lífsviðurværi“ Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara segir að áminning í starfi hefði verið meira viðeigandi en brottrekstur í máli kennarans á Dalvík. 18. febrúar 2022 14:43 Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. 17. febrúar 2022 22:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram. 20. febrúar 2022 14:12
„Kennari bæði sviptur ærunni og lífsviðurværi“ Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara segir að áminning í starfi hefði verið meira viðeigandi en brottrekstur í máli kennarans á Dalvík. 18. febrúar 2022 14:43
Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. 17. febrúar 2022 22:10