Þegar grunnskólakennarar, leikskólakennarar, stuðningsfulltrúar, félagsráðgjafar og annað fólk samþykkir ofbeldi gegn barni Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 20. febrúar 2022 17:30 Eftir að kennara voru dæmdar bætur vegna ólögmætrar uppsagnar má segja að samfélagið hafi skipst í tvær fylkingar; með og á móti ofbeldi gegn barni. Af málinu og umræðunni á samfélagsmiðlum geta börnin okkar dregið þann lærdóm að: 1.Þú mátt beita barn ofbeldi ef þér finnst samkvæmt huglægu mati barnið eiga það skilið. 2.Það er í lagi að sýna dónaskap og vanvirðingu á samfélagsmiðlum Kommentin eru óvægin og fjalla í hnotskurn um illa uppalið barn, óhæfa foreldra og rétt kennarans til þess að slá barnið. Sem betur fer eru margir í skólasamfélaginu óhressir með þessa umræðu en þó er sumt af því fólki sem líkar við færslurnar fólk sem starfar með börnum. Leik- og grunnskólakennarar, stuðningsfulltrúar, félagsráðgjafar og fleira fólk sem umgengst börn alla daga. Í nýlegum pistli fjallar formaður grunnskólakennara um að sífellt yngri börn sýni kennurum virðingarleysi og að íslenskt samfélag þurfi að setjast niður og íhuga hvað sé ásættanleg hegðun í samfélagi. Við ættum kannski að byrja hér. Í kommentakerfum fjölmiðla. Er þetta ásættanleg framkoma fullorðins fólks og þar á meðal starfsmanna skólasamfélagsins? Eftir að netverjar fengu útrás fyrir þá skoðun sína að barnið hafi verið óalandi og óferjandi kom í ljós að um ræðir barn sem hefur glímt við mikla vanlíðan og var m.a. með áverka á úlnlið eftir sjálfsskaða. Úlnliðinn sem kennarinn greip um. Að öllum líkindum hefur þetta barn ekki fengið nauðsynlega þjónustu vegna brotalama í kerfinu og biðlistastefnu stjórnvalda. Og lögfræðingur kennarans sem einnig starfar sem lögfræðingur félags grunnskólakennara hafði alveg örugglega vitneskju um stöðu þessa nemanda. Þrátt fyrir það er rituð frétt á vefsíðu félags grunnskólakennara með tilvísun í dóminn þar sem kemur fram einhliða umfjöllun um agavandamál nemandans. Er það sú virðing sem formaður félags grunnskólakennara vill að samfélagið læri að sýna? Höfundur er stofnandi grasrótarhópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna í skólakerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Eftir að kennara voru dæmdar bætur vegna ólögmætrar uppsagnar má segja að samfélagið hafi skipst í tvær fylkingar; með og á móti ofbeldi gegn barni. Af málinu og umræðunni á samfélagsmiðlum geta börnin okkar dregið þann lærdóm að: 1.Þú mátt beita barn ofbeldi ef þér finnst samkvæmt huglægu mati barnið eiga það skilið. 2.Það er í lagi að sýna dónaskap og vanvirðingu á samfélagsmiðlum Kommentin eru óvægin og fjalla í hnotskurn um illa uppalið barn, óhæfa foreldra og rétt kennarans til þess að slá barnið. Sem betur fer eru margir í skólasamfélaginu óhressir með þessa umræðu en þó er sumt af því fólki sem líkar við færslurnar fólk sem starfar með börnum. Leik- og grunnskólakennarar, stuðningsfulltrúar, félagsráðgjafar og fleira fólk sem umgengst börn alla daga. Í nýlegum pistli fjallar formaður grunnskólakennara um að sífellt yngri börn sýni kennurum virðingarleysi og að íslenskt samfélag þurfi að setjast niður og íhuga hvað sé ásættanleg hegðun í samfélagi. Við ættum kannski að byrja hér. Í kommentakerfum fjölmiðla. Er þetta ásættanleg framkoma fullorðins fólks og þar á meðal starfsmanna skólasamfélagsins? Eftir að netverjar fengu útrás fyrir þá skoðun sína að barnið hafi verið óalandi og óferjandi kom í ljós að um ræðir barn sem hefur glímt við mikla vanlíðan og var m.a. með áverka á úlnlið eftir sjálfsskaða. Úlnliðinn sem kennarinn greip um. Að öllum líkindum hefur þetta barn ekki fengið nauðsynlega þjónustu vegna brotalama í kerfinu og biðlistastefnu stjórnvalda. Og lögfræðingur kennarans sem einnig starfar sem lögfræðingur félags grunnskólakennara hafði alveg örugglega vitneskju um stöðu þessa nemanda. Þrátt fyrir það er rituð frétt á vefsíðu félags grunnskólakennara með tilvísun í dóminn þar sem kemur fram einhliða umfjöllun um agavandamál nemandans. Er það sú virðing sem formaður félags grunnskólakennara vill að samfélagið læri að sýna? Höfundur er stofnandi grasrótarhópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna í skólakerfinu.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun