Örn Geirsson býður fram krafta sína í Hafnarfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2022 15:44 Örn Geirsson hefur búið í Hafnarfirði alla tíð. Örn Geirsson, verkefnastjóri og sölumaður auglýsinga hjá Fréttablaðinu og öðrum miðlum, gefur kost á sér í 4. til 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu. „Ég er stoltur gegnheill Hafnfirðingur sem sækist nú eftir því að verða þátttakandi í samhentum hópi bæjarstjórnarfólks fyrir Sjálfstæðisflokkinn á næsta kjörtímabili. Bærinn hefur hreinlega lifnað við með öllu því frábæra fólki sem að bæjarmálum hefur komið,“ segir Örn. „Áhugi minn á velferð bæjarbúa og Hafnarfjarðarbæjar til margra ára fær mig til að vilja taka þátt og efla enn frekar það frábæra starf sem unnið hefur verið á síðustu árum.“ Með framboði sínu vilji hann leggja sig fram fyrir Hafnarfjörð sem vaxi og dafni sem aldrei fyrr. „Vera í liði sem sér til þess að fjárhagur og stjórnun sé traust. Leggja mitt af mörkum í skipulagsmálum og samgöngum í bæjarfélaginu og til og frá því.“ Örn segir miðbæ Hafnarfjarðar og mannlífið blómstra sem aldrei fyrr. „Ég vil vinna að styrkingu atvinnu- og mannlífs almennt í bænum, sókn í þeim málum hefur verið til fyrirmyndar, og hef mikinn metnað fyrir áframhaldandi eflingu menningar og mannlífs í bænum okkar. Þjóðin eldist og Hafnfirðingar í takt við það. Húsnæðismál eldra fólks hafa verið bætt verulega á síðustu tveimur kjörtímabilum, Sólvangur stækkað og eldra húsnæði endurbætt, sem er gott. Þeim framkvæmdum þarf að fylgja öflug þjónusta fyrir eldra fólk.“ Örn er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði hvar hann hefur búið alla tíð. „Ég er giftur Steinunni Hreinsdóttur og saman eigum við hjón sjö börn og ellefu barnabörn. Ég er lærður prentsmiður og undanfarin 17 ár hef ég starfað sem verkefnastjóri og sölumaður auglýsinga hjá Fréttablaðinu og öðrum miðlum 365 ehf. og nú Torgs ehf. Ég starfaði í meistaraflokksráði FH handknattleiksdeildar 1988 – 1992 og hef fylgt börnum mínum í gegnum unglingastarf þar,“ segir Örn. „Ég trúi því að reynsla mín í mannlegum samskiptum sem mér hefur hlotnast í leik og starfi og þau fjölbreyttu verkefni sem líf mitt hefur boðið mér upp á komi sér vel fyrir Hafnarfjörð. Með vilja og vandvirkni að markmiði vil ég leggja mitt af mörkum til að efla og styrkja það framsækna samfélag sem við höfum búið okkur hér í Hafnarfirði enn betur.“ Prófkjörið í Hafnarfirði fer fram dagana 3., 4. og 5. mars. Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Sjá meira
„Ég er stoltur gegnheill Hafnfirðingur sem sækist nú eftir því að verða þátttakandi í samhentum hópi bæjarstjórnarfólks fyrir Sjálfstæðisflokkinn á næsta kjörtímabili. Bærinn hefur hreinlega lifnað við með öllu því frábæra fólki sem að bæjarmálum hefur komið,“ segir Örn. „Áhugi minn á velferð bæjarbúa og Hafnarfjarðarbæjar til margra ára fær mig til að vilja taka þátt og efla enn frekar það frábæra starf sem unnið hefur verið á síðustu árum.“ Með framboði sínu vilji hann leggja sig fram fyrir Hafnarfjörð sem vaxi og dafni sem aldrei fyrr. „Vera í liði sem sér til þess að fjárhagur og stjórnun sé traust. Leggja mitt af mörkum í skipulagsmálum og samgöngum í bæjarfélaginu og til og frá því.“ Örn segir miðbæ Hafnarfjarðar og mannlífið blómstra sem aldrei fyrr. „Ég vil vinna að styrkingu atvinnu- og mannlífs almennt í bænum, sókn í þeim málum hefur verið til fyrirmyndar, og hef mikinn metnað fyrir áframhaldandi eflingu menningar og mannlífs í bænum okkar. Þjóðin eldist og Hafnfirðingar í takt við það. Húsnæðismál eldra fólks hafa verið bætt verulega á síðustu tveimur kjörtímabilum, Sólvangur stækkað og eldra húsnæði endurbætt, sem er gott. Þeim framkvæmdum þarf að fylgja öflug þjónusta fyrir eldra fólk.“ Örn er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði hvar hann hefur búið alla tíð. „Ég er giftur Steinunni Hreinsdóttur og saman eigum við hjón sjö börn og ellefu barnabörn. Ég er lærður prentsmiður og undanfarin 17 ár hef ég starfað sem verkefnastjóri og sölumaður auglýsinga hjá Fréttablaðinu og öðrum miðlum 365 ehf. og nú Torgs ehf. Ég starfaði í meistaraflokksráði FH handknattleiksdeildar 1988 – 1992 og hef fylgt börnum mínum í gegnum unglingastarf þar,“ segir Örn. „Ég trúi því að reynsla mín í mannlegum samskiptum sem mér hefur hlotnast í leik og starfi og þau fjölbreyttu verkefni sem líf mitt hefur boðið mér upp á komi sér vel fyrir Hafnarfjörð. Með vilja og vandvirkni að markmiði vil ég leggja mitt af mörkum til að efla og styrkja það framsækna samfélag sem við höfum búið okkur hér í Hafnarfirði enn betur.“ Prófkjörið í Hafnarfirði fer fram dagana 3., 4. og 5. mars.
Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Sjá meira