Tilkynnt um átján nauðganir á mánuði í fyrra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 12:59 Lögreglu bárust í fyrra 220 tilkynningar um nauðganir. Vísir/Vilhelm Talsverð aukning hefur verið á tilkynningu kynferðisbrota á undanförnum árum en í fyrra bárust 37% fleiri tilkynningar um nauðganir til lögreglunnar en árið 2020. Þetta kemur fram í nýjum ársfjórðungslegum tölfræðiupplýsingum ríkislögreglustjóra um tilkynningar kynferðisbrota. Þar segir að árið 2021 hafi lögreglu borist 220 tilkynningar um nauðganir sem samsvari 37% fjölgun frá árinu á undan. Nær línulegur vöxtur hafi verið í tilkynntum nauðgunum hér frá árinu 2010 þegar þær voru 98. Að meðaltali er nú tilkynnt um 18 nauðganir á mánuði en heildarfjöldi tilkynntra kynferðisbrota í fyrra var 672, sem er aukning um 14% miðað við meðaltal síðustu þriggja ára. Þá fjölgaði tilkynntum kynferðisbrotum gegn börnum en lögreglunni bárust 142 tilkynningar um slík brot í fyrra, sem er fjölgun um 29% miðað við meðaltalið árin þrjú á undan. Þá fjölgaði sömuleiðis tilkynningum um barnaníð í formi vörslu mynda og myndskeiða. Sömu sögu er að segja um tilkynningar um kynferðislega áreitni og brot gegn kynferðislegri friðhelgi. Alls voru 104 slík brot tilkynnt í fyrra en meðaltalið á ári síðustu þrjú árin á undan voru 57 tilkynningar. Telja vitundarvakningu og umræðu útskýra fjölgun tilkynninga Fram kemur í skýrslunni að leiða megi líkur að því að vitundarvakning og samfélagsleg umræða um kynbundið ofbeldi hafi orðið til þess að fleiri brot séu tilkynnti til lögreglu og fjölgun tilkynninga megi því að einhverji leiti rekja til þess. Þá geti jafnframt verið að samkomutakmarkanir hafi haft áhrif á brot og tilkynningar síðastliðin tvö ár. Karlmenn voru í miklum meirihluta þeirra sem grunaðir eru um kynferðisbrot og þá eru langflestir brotaþolar kvenkyns. Á síðasta ári voru 420 einstaklingar grunaðir um kynferðisbrot og af þeim voru 94% karlmanna. Meðalaldur grunaðra karla eru 35 ár og grunaðra kvenna 30 ár. Þegar kemur að brotaþolum voru þeir í 84% tilvika kvenkyns en tilkynntum brotum gegn körlum hefur þó farið fjölgandi frá árinu 2017. Þegar um einungis nauðgunarbrot er að ræða hækkar hlutfall karlkyns grunaðra í 99% og brotaþolar voru í 93% tilvika konur. Hlutfall barna í tilkynntum kynferðisbrotum hefur þá aukist gríðarlega og hefur ekki verið hærra síðan 2017, eða 61%. Þetta hlutfall hækkar í 70% ef horft er til kynferðisslegrar áreitni, brota gegn kynferðislegri friðhelgi og blygðunarsemisbrota. Tæpur þriðjungur nauðgana beinist að börnum. Ríkislögreglustjóri stefnir nú að því að birta ársfjórðungslega tölulegar upplýsingar um kynbundið ofbeldi sem tilkynnt hefur verið um. Þar verður leitast eftir því að veita upplýsingar um tíðni og þróun atvika, en einnig um sakborninga og brotaþola. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið skoðar tillögur um breytt verklag í forræðismálum Félagasamtökin Líf án ofbeldis funduðu með Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra síðastliðinn föstudag þar sem þau kynntu fyrir honum tillögur að breytingu á verklagi sem samtökin telja að yrðu til bóta fyrir stöðu brotaþola ofbeldis í fjölskyldum í málsmeðferð hjá sýslumanni. 18. febrúar 2022 10:39 75 prósent hlynnt því að fólk sé látið víkja í kjölfar ásakana um kynferðisbrot 75 prósent svarenda í skoðanakönnun Prósents sögðust hlynnt því að einstaklingum sem hefðu verið ásakaðir um kynferðisbrot væri vikið frá störfum. Fimmtán prósent svarenda sögðust hvorki vera hlynnt því né ekki en aðeins 10 prósent voru andvíg. 15. febrúar 2022 06:52 Umræðan um ofbeldi hávær og óþægileg en „algjörlega nauðsynleg“ Umræðan um ofbeldi í samfélaginu er „á köflum hávær, jafnvel óþægileg, en algjörlega nauðsynleg,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, í pistli á lögregluvefnum. 11. febrúar 2022 09:21 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum ársfjórðungslegum tölfræðiupplýsingum ríkislögreglustjóra um tilkynningar kynferðisbrota. Þar segir að árið 2021 hafi lögreglu borist 220 tilkynningar um nauðganir sem samsvari 37% fjölgun frá árinu á undan. Nær línulegur vöxtur hafi verið í tilkynntum nauðgunum hér frá árinu 2010 þegar þær voru 98. Að meðaltali er nú tilkynnt um 18 nauðganir á mánuði en heildarfjöldi tilkynntra kynferðisbrota í fyrra var 672, sem er aukning um 14% miðað við meðaltal síðustu þriggja ára. Þá fjölgaði tilkynntum kynferðisbrotum gegn börnum en lögreglunni bárust 142 tilkynningar um slík brot í fyrra, sem er fjölgun um 29% miðað við meðaltalið árin þrjú á undan. Þá fjölgaði sömuleiðis tilkynningum um barnaníð í formi vörslu mynda og myndskeiða. Sömu sögu er að segja um tilkynningar um kynferðislega áreitni og brot gegn kynferðislegri friðhelgi. Alls voru 104 slík brot tilkynnt í fyrra en meðaltalið á ári síðustu þrjú árin á undan voru 57 tilkynningar. Telja vitundarvakningu og umræðu útskýra fjölgun tilkynninga Fram kemur í skýrslunni að leiða megi líkur að því að vitundarvakning og samfélagsleg umræða um kynbundið ofbeldi hafi orðið til þess að fleiri brot séu tilkynnti til lögreglu og fjölgun tilkynninga megi því að einhverji leiti rekja til þess. Þá geti jafnframt verið að samkomutakmarkanir hafi haft áhrif á brot og tilkynningar síðastliðin tvö ár. Karlmenn voru í miklum meirihluta þeirra sem grunaðir eru um kynferðisbrot og þá eru langflestir brotaþolar kvenkyns. Á síðasta ári voru 420 einstaklingar grunaðir um kynferðisbrot og af þeim voru 94% karlmanna. Meðalaldur grunaðra karla eru 35 ár og grunaðra kvenna 30 ár. Þegar kemur að brotaþolum voru þeir í 84% tilvika kvenkyns en tilkynntum brotum gegn körlum hefur þó farið fjölgandi frá árinu 2017. Þegar um einungis nauðgunarbrot er að ræða hækkar hlutfall karlkyns grunaðra í 99% og brotaþolar voru í 93% tilvika konur. Hlutfall barna í tilkynntum kynferðisbrotum hefur þá aukist gríðarlega og hefur ekki verið hærra síðan 2017, eða 61%. Þetta hlutfall hækkar í 70% ef horft er til kynferðisslegrar áreitni, brota gegn kynferðislegri friðhelgi og blygðunarsemisbrota. Tæpur þriðjungur nauðgana beinist að börnum. Ríkislögreglustjóri stefnir nú að því að birta ársfjórðungslega tölulegar upplýsingar um kynbundið ofbeldi sem tilkynnt hefur verið um. Þar verður leitast eftir því að veita upplýsingar um tíðni og þróun atvika, en einnig um sakborninga og brotaþola.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið skoðar tillögur um breytt verklag í forræðismálum Félagasamtökin Líf án ofbeldis funduðu með Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra síðastliðinn föstudag þar sem þau kynntu fyrir honum tillögur að breytingu á verklagi sem samtökin telja að yrðu til bóta fyrir stöðu brotaþola ofbeldis í fjölskyldum í málsmeðferð hjá sýslumanni. 18. febrúar 2022 10:39 75 prósent hlynnt því að fólk sé látið víkja í kjölfar ásakana um kynferðisbrot 75 prósent svarenda í skoðanakönnun Prósents sögðust hlynnt því að einstaklingum sem hefðu verið ásakaðir um kynferðisbrot væri vikið frá störfum. Fimmtán prósent svarenda sögðust hvorki vera hlynnt því né ekki en aðeins 10 prósent voru andvíg. 15. febrúar 2022 06:52 Umræðan um ofbeldi hávær og óþægileg en „algjörlega nauðsynleg“ Umræðan um ofbeldi í samfélaginu er „á köflum hávær, jafnvel óþægileg, en algjörlega nauðsynleg,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, í pistli á lögregluvefnum. 11. febrúar 2022 09:21 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið skoðar tillögur um breytt verklag í forræðismálum Félagasamtökin Líf án ofbeldis funduðu með Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra síðastliðinn föstudag þar sem þau kynntu fyrir honum tillögur að breytingu á verklagi sem samtökin telja að yrðu til bóta fyrir stöðu brotaþola ofbeldis í fjölskyldum í málsmeðferð hjá sýslumanni. 18. febrúar 2022 10:39
75 prósent hlynnt því að fólk sé látið víkja í kjölfar ásakana um kynferðisbrot 75 prósent svarenda í skoðanakönnun Prósents sögðust hlynnt því að einstaklingum sem hefðu verið ásakaðir um kynferðisbrot væri vikið frá störfum. Fimmtán prósent svarenda sögðust hvorki vera hlynnt því né ekki en aðeins 10 prósent voru andvíg. 15. febrúar 2022 06:52
Umræðan um ofbeldi hávær og óþægileg en „algjörlega nauðsynleg“ Umræðan um ofbeldi í samfélaginu er „á köflum hávær, jafnvel óþægileg, en algjörlega nauðsynleg,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, í pistli á lögregluvefnum. 11. febrúar 2022 09:21