„Við ætlum að fara fetið, förum varlega af stað“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. febrúar 2022 21:11 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson framkvæmdastjóri Niceair. Niceair Framkvæmdastjóri Niceair, nýjasta flugfélags Íslands, telur að markaðurinn fyrir millilandaflug til og frá Akureyri sé sterkur. Fyrst um sinn verður farið varlega af stað með einni Airbus-þotu. Greint var frá stofnun flugfélagsins í dag en það hefur verið nokkur ár í burðarliðnum. Greint var frá hugmyndum um stofnum þess fyrir nærri sléttum tveimur árum. Síðan þá hafa forsvarsmenn félagsins greint og rannsakað markaðinn fyrir flugfélag með bækistöðvar á Akureyri. „Við byrjuðum á markaðsrannsóknum fyrir ríflega tveimur árum og vorum þá að meta bæði markaðinn fyrir ferðamenn hingað til lands og hingað til Norðurlands og síðan fyrir ferðamenn frá Norðurlandi og Austurlandi út í heim,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair við fréttamann þegar þeir hittust á Akureyrarflugvelli í dag. „Í stuttu máli þá sýndu niðurstöður okkar á þessum tveimur árum að markaðurinn fyrir hvort tveggja, ferðamenn til landshlutana og síðan frá landshlutunum er bara býsna sterkur eða ansi sterur og það kannski fékk okkur til að taka þá skrefið áfram og hér erum við í dag,“ segir Þorvaldur Lúðvík. Félagið hefur þegar tryggt sér Airbus A319 flugvél, 150 sæta. Það verður eina vél félagsins, í það minnsta til að byrja með. „Við ætlum að fara fetið, förum varlega af stað. Menn eru fljótir að tapa peningum í flugreksti. Við teljum að þetta verði yfirdrifið nóg. Við viljum kannski hafa færri vélar en hafa þær fullar heldur en öfugt,“ segir hann. Telur að vaðið sé fyrir neðan Niceair Rannsóknarvinna félagsins hefur leitt í ljós að eftirspurn sé eftir um það bil átján ferðum á viku. Í Fréttablaðinu í dag kom fram að fyrst um sinn verði horft til þess að fljúga fimm til sex sinnum í viku. Áfangastaðirnir eru í Bretlandi, Danmörku og Spáni en Þorvaldur Lúðvík vill ekki gefa upp nákvæmlega til hvaða borga, það mun koma í ljós í næsta mánuði. Þrátt fyrir að millilandaflug um Akureyrarflugvöll hafi aukist undanfarin ár hefur ekkert af þeim flugfélögum sem það hafa gert verið með bækistöð á Akureyri. Um hafa verið að ræða afmörkuð verkefni yfir ákveðin tímabil fyrir ferðaskrifstofur sem Akureyringar, nærsveitungar og aðir hafa svo einnig getað nýtt sér. Um er því að ræða nýja tilraun, sem forsvarsmenn og hluthafar Niceair sjá fyrir sér að muni ganga vel. Þorvaldur Lúðvík ræddi stofnun Niceair einnig í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hlusta má á viðtalið við hann þar í heild sinni hér fyrir neðan. „Við sjáum fyrir okkur að þetta muni ganga býsna vel með hóflegri nýtingu. Í okkar útreikningum erum við að reikna með að fara með hálftómar vélar fyrsta árið. Allt að sex sinnum í viku og að það sé í rauninni ekki nema einn þriðji af þeirri eftirspurn sem rannsóknirnar sýna fram á. Ég held að við séum að reyna að hafa vaðið fyrir neðan okkur,“ segir Þorvaldur Lúðvík. Vill sjá aðgerðir til að bæta aðstöðuna á Akureyrarflugvelli fyrir jómfrúarflugið Mikið hefur verið ritað og rætt um Akureyrarflugvöll undanfarin ár. Heimamenn hafa barist fyrir því að flugstöðin verði stækkuð ásamt flughlaðinu, einmitt til þess að laða að milllandaflug til og frá vellinum. Ljóst er að fyrirhuguð stækkun flugstöðvarinnar skiptir sköpum fyrir Niceair og framkvæmdir við stækkun flughlaðsins eru þegar hafnar. Þorvaldur Lúðvík segir þó að aðgerða sé þörf á næstunni til að bæta aðstöðuna þangað til ný flugstöð rís. Akureyrarflugvöllur verður bækistöð Niceair.Vísir/Tryggvi Páll „Það er auðvitað mjög til bóta að það er búið að taka ákvörðun loks um að byggja við flugstöðina. Hins vegar verður að segjast eins og er að hún er óboðleg og við bindum vonir við að Isavia og stjórnvöld muni leggjast á árarnar með okkur að betrumbæta hið snarasta úr fyrir sumarið, þegar okkar áætlun hefst en hún mun byrja 2. júní,“ segir Þorvaldur Lúðvík. Fimmtíu þúsund manna heimamarkaður Hvað varðar heimamarkaðinn lítur félagið svo á að upptökusvæði félagsins sé í um það bil þriggja tíma akstursfjarlægðarradíus frá Akureyrarflugvelli. Allt Norðurland og stór hluti Austurlands. „Þá eru það tæplega fimmtíu þúsund manns sem er svipaður íbúafjöldi og Færeyjar. Færeyingar reka sitt flugfélag með fjórar flugvélar. Ég sé ekki að það sé mikil bjartsýni að geta rekið eina flugvél fyrir sama mannfjölda,“ segir Þorvaldur Lúðvík. Tölvuteiknið mynd af hinni fyrirhuguðu viðbyggingu sem hér er gráleit. Flugstöðin sem fyrir er hvíta byggingin.Isavia Ljóst er að tilkoma Niceair mun spara þeim sem búa á svæðinu og hyggja á utanlandsferðir tíma sem annars færi í að ferðast til Keflavíkurflugvallar. „Það verður gjörbylting fyrir fólk héðan, bæði Austfirðinga og Norðlendinga að komast beint á einum degi og innan sama dags heiman frá sér og á lokaáfangastað erlendis,“ segir Þorvaldur Lúðvík. „Það er mikill sparnaður í því fyrir alla hér að spara sér sex til níu klukkustunda akstur auk kostnaðar við gistingu, veitinga og annað í Keflavík.“ Vilja fylla gat á markaðinum Markmiðið er einnig að flytja erlenda ferðamenn til Íslands og þar segir Þorvaldur Lúðvík að félagið horfi til þess að fylla ákveðið gat á markaðinum. „Kannanir Ferðamálastofu, nýjustu kannanir, sýna meðal annars að sjötíu prósent endurkomufarþega til Íslands vilja komast beint út á land. Það er að segja venjulegt ferðamynstur er að koma til Íslands, eyða 2-4 dögum á höfuðborgarsvæðinu, fara Gullna hringinn, éta og drekka í Reykjavík, fara í Bláa lónið á leið úr landi. Svo Svo þegar þegar vill koma aftur þetta fók þá vill það fara beint út á land og það er held ég það gat á markaðnum sem við ætlum okkur að fylla.“ Fréttir af flugi Akureyri Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Akureyrarflugvöllur Niceair Tengdar fréttir Niceair á að tengja Akureyri við Evrópu Hópur fjárfesta á Eyjafjarðarsvæðinu kannar grundvöll fyrir áætlunarflugi milli Akureyrar og Evrópu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, sem stýrir verkefninu sem ber vinnuheitið Niceair, er handviss um að eftirspurnin sé til staðar. 10. febrúar 2020 06:17 Nýtt íslenskt flugfélag fer í jómfrúarferð í júní Stofnað hefur verið félag um millilandaflug um Akureyri og áætlað er að farið verði í jómfrúarflugið 2. júní næstkomandi. Félagið heitir Niceair og mun sinna vaxandi markaði á svæðinu fyrir heimamenn og erlenda ferðamenn. 17. febrúar 2022 08:54 Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. 17. febrúar 2022 11:37 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Greint var frá stofnun flugfélagsins í dag en það hefur verið nokkur ár í burðarliðnum. Greint var frá hugmyndum um stofnum þess fyrir nærri sléttum tveimur árum. Síðan þá hafa forsvarsmenn félagsins greint og rannsakað markaðinn fyrir flugfélag með bækistöðvar á Akureyri. „Við byrjuðum á markaðsrannsóknum fyrir ríflega tveimur árum og vorum þá að meta bæði markaðinn fyrir ferðamenn hingað til lands og hingað til Norðurlands og síðan fyrir ferðamenn frá Norðurlandi og Austurlandi út í heim,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair við fréttamann þegar þeir hittust á Akureyrarflugvelli í dag. „Í stuttu máli þá sýndu niðurstöður okkar á þessum tveimur árum að markaðurinn fyrir hvort tveggja, ferðamenn til landshlutana og síðan frá landshlutunum er bara býsna sterkur eða ansi sterur og það kannski fékk okkur til að taka þá skrefið áfram og hér erum við í dag,“ segir Þorvaldur Lúðvík. Félagið hefur þegar tryggt sér Airbus A319 flugvél, 150 sæta. Það verður eina vél félagsins, í það minnsta til að byrja með. „Við ætlum að fara fetið, förum varlega af stað. Menn eru fljótir að tapa peningum í flugreksti. Við teljum að þetta verði yfirdrifið nóg. Við viljum kannski hafa færri vélar en hafa þær fullar heldur en öfugt,“ segir hann. Telur að vaðið sé fyrir neðan Niceair Rannsóknarvinna félagsins hefur leitt í ljós að eftirspurn sé eftir um það bil átján ferðum á viku. Í Fréttablaðinu í dag kom fram að fyrst um sinn verði horft til þess að fljúga fimm til sex sinnum í viku. Áfangastaðirnir eru í Bretlandi, Danmörku og Spáni en Þorvaldur Lúðvík vill ekki gefa upp nákvæmlega til hvaða borga, það mun koma í ljós í næsta mánuði. Þrátt fyrir að millilandaflug um Akureyrarflugvöll hafi aukist undanfarin ár hefur ekkert af þeim flugfélögum sem það hafa gert verið með bækistöð á Akureyri. Um hafa verið að ræða afmörkuð verkefni yfir ákveðin tímabil fyrir ferðaskrifstofur sem Akureyringar, nærsveitungar og aðir hafa svo einnig getað nýtt sér. Um er því að ræða nýja tilraun, sem forsvarsmenn og hluthafar Niceair sjá fyrir sér að muni ganga vel. Þorvaldur Lúðvík ræddi stofnun Niceair einnig í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hlusta má á viðtalið við hann þar í heild sinni hér fyrir neðan. „Við sjáum fyrir okkur að þetta muni ganga býsna vel með hóflegri nýtingu. Í okkar útreikningum erum við að reikna með að fara með hálftómar vélar fyrsta árið. Allt að sex sinnum í viku og að það sé í rauninni ekki nema einn þriðji af þeirri eftirspurn sem rannsóknirnar sýna fram á. Ég held að við séum að reyna að hafa vaðið fyrir neðan okkur,“ segir Þorvaldur Lúðvík. Vill sjá aðgerðir til að bæta aðstöðuna á Akureyrarflugvelli fyrir jómfrúarflugið Mikið hefur verið ritað og rætt um Akureyrarflugvöll undanfarin ár. Heimamenn hafa barist fyrir því að flugstöðin verði stækkuð ásamt flughlaðinu, einmitt til þess að laða að milllandaflug til og frá vellinum. Ljóst er að fyrirhuguð stækkun flugstöðvarinnar skiptir sköpum fyrir Niceair og framkvæmdir við stækkun flughlaðsins eru þegar hafnar. Þorvaldur Lúðvík segir þó að aðgerða sé þörf á næstunni til að bæta aðstöðuna þangað til ný flugstöð rís. Akureyrarflugvöllur verður bækistöð Niceair.Vísir/Tryggvi Páll „Það er auðvitað mjög til bóta að það er búið að taka ákvörðun loks um að byggja við flugstöðina. Hins vegar verður að segjast eins og er að hún er óboðleg og við bindum vonir við að Isavia og stjórnvöld muni leggjast á árarnar með okkur að betrumbæta hið snarasta úr fyrir sumarið, þegar okkar áætlun hefst en hún mun byrja 2. júní,“ segir Þorvaldur Lúðvík. Fimmtíu þúsund manna heimamarkaður Hvað varðar heimamarkaðinn lítur félagið svo á að upptökusvæði félagsins sé í um það bil þriggja tíma akstursfjarlægðarradíus frá Akureyrarflugvelli. Allt Norðurland og stór hluti Austurlands. „Þá eru það tæplega fimmtíu þúsund manns sem er svipaður íbúafjöldi og Færeyjar. Færeyingar reka sitt flugfélag með fjórar flugvélar. Ég sé ekki að það sé mikil bjartsýni að geta rekið eina flugvél fyrir sama mannfjölda,“ segir Þorvaldur Lúðvík. Tölvuteiknið mynd af hinni fyrirhuguðu viðbyggingu sem hér er gráleit. Flugstöðin sem fyrir er hvíta byggingin.Isavia Ljóst er að tilkoma Niceair mun spara þeim sem búa á svæðinu og hyggja á utanlandsferðir tíma sem annars færi í að ferðast til Keflavíkurflugvallar. „Það verður gjörbylting fyrir fólk héðan, bæði Austfirðinga og Norðlendinga að komast beint á einum degi og innan sama dags heiman frá sér og á lokaáfangastað erlendis,“ segir Þorvaldur Lúðvík. „Það er mikill sparnaður í því fyrir alla hér að spara sér sex til níu klukkustunda akstur auk kostnaðar við gistingu, veitinga og annað í Keflavík.“ Vilja fylla gat á markaðinum Markmiðið er einnig að flytja erlenda ferðamenn til Íslands og þar segir Þorvaldur Lúðvík að félagið horfi til þess að fylla ákveðið gat á markaðinum. „Kannanir Ferðamálastofu, nýjustu kannanir, sýna meðal annars að sjötíu prósent endurkomufarþega til Íslands vilja komast beint út á land. Það er að segja venjulegt ferðamynstur er að koma til Íslands, eyða 2-4 dögum á höfuðborgarsvæðinu, fara Gullna hringinn, éta og drekka í Reykjavík, fara í Bláa lónið á leið úr landi. Svo Svo þegar þegar vill koma aftur þetta fók þá vill það fara beint út á land og það er held ég það gat á markaðnum sem við ætlum okkur að fylla.“
Fréttir af flugi Akureyri Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Akureyrarflugvöllur Niceair Tengdar fréttir Niceair á að tengja Akureyri við Evrópu Hópur fjárfesta á Eyjafjarðarsvæðinu kannar grundvöll fyrir áætlunarflugi milli Akureyrar og Evrópu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, sem stýrir verkefninu sem ber vinnuheitið Niceair, er handviss um að eftirspurnin sé til staðar. 10. febrúar 2020 06:17 Nýtt íslenskt flugfélag fer í jómfrúarferð í júní Stofnað hefur verið félag um millilandaflug um Akureyri og áætlað er að farið verði í jómfrúarflugið 2. júní næstkomandi. Félagið heitir Niceair og mun sinna vaxandi markaði á svæðinu fyrir heimamenn og erlenda ferðamenn. 17. febrúar 2022 08:54 Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. 17. febrúar 2022 11:37 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Niceair á að tengja Akureyri við Evrópu Hópur fjárfesta á Eyjafjarðarsvæðinu kannar grundvöll fyrir áætlunarflugi milli Akureyrar og Evrópu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, sem stýrir verkefninu sem ber vinnuheitið Niceair, er handviss um að eftirspurnin sé til staðar. 10. febrúar 2020 06:17
Nýtt íslenskt flugfélag fer í jómfrúarferð í júní Stofnað hefur verið félag um millilandaflug um Akureyri og áætlað er að farið verði í jómfrúarflugið 2. júní næstkomandi. Félagið heitir Niceair og mun sinna vaxandi markaði á svæðinu fyrir heimamenn og erlenda ferðamenn. 17. febrúar 2022 08:54
Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. 17. febrúar 2022 11:37