Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Kristján Már Unnarsson skrifar 16. febrúar 2022 21:20 Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Egill Aðalsteinsson Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að áhyggjur atvinnuflugmanna lúta einkum að aðflugi og lendingum á austur-vestur braut flugvallarins, að nýtt íbúðahverfi við suðurjaðar brautarinnar muni skapa flugvélum hættu. „Við höfum komið þessum sjónarmiðum á framfæri við bæði ríki og borg, að þessi nýja byggð sem er áformuð hérna muni valda áður óþekktri ókyrrð og hættu. Það samræmist ekki þessu orðalagi, sem var alveg afdráttarlaust í samkomulaginu sem borgarstjóri og samgönguráðherra undirrituðu í nóvember 2019, um að rekstraröryggi skuli tryggt á Reykjavíkurflugvelli,“ segir Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Séð yfir svæðið í Skerjafirði sem borgin áformar að leggja undir íbúðabyggð. Hann vísar til skýrslu sem Isavia lét hollensku geimferðastofnunina gera. „Niðurstaða Hollendinganna, NLR, var alveg afdráttarlaus; að hættan kallar á mildunarráðstafanir, sem myndu aldrei felast í neinu öðru en takmörkuðu notagildi.“ Ingvar segir reynsluna af hinni nýju Hlíðarendabyggð hafa verið slæma. Húsin þar valdi ókyrrð í ákveðnum vindáttum og það hafi verið fyrirséð. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlands, hefur lýst samskonar áhyggjum. „Isavia þarf að beita sér, augljóslega. Isavia þarf að setja fótinn niður og taka þátt í að tryggja flugöryggi. Og mér heyrist það á Sigrúnu Björk að það standi til,“ segir Ingvar. Hann segir þetta þó ekki snúast um hagsmuni flugmanna. „Við sjáum þetta fyrst og síðast út frá almannahagsmunum og sjúkraflugið vegur þar einna þyngst. Þarna er eina hátæknisjúkrahúsið sem íslensk þjóð hefur bolmagn til þess að reka. Og óháð búsetu þarf fólk að geta komist á þetta sjúkrahús. Íbúar höfuðborgarinnar geta orðið fyrir heilsubresti eða slysförum úti á landi. Þannig að þetta er meiriháttar hagsmunamál sem varðar alla íbúa þessa lands.“ Frá undirritun flugvallarsamkomulagsins í nóvember 2019. En er raunhæft að stöðva byggingaráform borgarinnar, í ljósi þess að ríkið seldi henni landið? „Já.. menn hafa farið svolítið fram úr sér. En vilji ríkisins kemur fram þarna í þessu samkomulagi um að rekstraröryggi skuli tryggt. Þannig að menn verða bara að halda að sér höndum - meðan flugvöllurinn er í notkun,“ segir formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Skipulag Tengdar fréttir Segir nýtt íbúðahverfi skerða rekstraröryggi flugvallarins Óvíst er hvort Isavia muni afhenda Reykjavíkurborg svæði í Skerjafirði í vor til byggingar nýs íbúðahverfis án frekari rannsókna. Framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia segir húsbyggingar þar hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 3. janúar 2022 21:53 Borgin tekur tvær sneiðar til viðbótar af flugvellinum Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvær sneiðar verði skornar af Reykjavíkurflugvelli á næstu þremur árum og að vellinum verði svo endanlega lokað eftir áratug, árið 2032. 30. desember 2021 22:22 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að áhyggjur atvinnuflugmanna lúta einkum að aðflugi og lendingum á austur-vestur braut flugvallarins, að nýtt íbúðahverfi við suðurjaðar brautarinnar muni skapa flugvélum hættu. „Við höfum komið þessum sjónarmiðum á framfæri við bæði ríki og borg, að þessi nýja byggð sem er áformuð hérna muni valda áður óþekktri ókyrrð og hættu. Það samræmist ekki þessu orðalagi, sem var alveg afdráttarlaust í samkomulaginu sem borgarstjóri og samgönguráðherra undirrituðu í nóvember 2019, um að rekstraröryggi skuli tryggt á Reykjavíkurflugvelli,“ segir Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Séð yfir svæðið í Skerjafirði sem borgin áformar að leggja undir íbúðabyggð. Hann vísar til skýrslu sem Isavia lét hollensku geimferðastofnunina gera. „Niðurstaða Hollendinganna, NLR, var alveg afdráttarlaus; að hættan kallar á mildunarráðstafanir, sem myndu aldrei felast í neinu öðru en takmörkuðu notagildi.“ Ingvar segir reynsluna af hinni nýju Hlíðarendabyggð hafa verið slæma. Húsin þar valdi ókyrrð í ákveðnum vindáttum og það hafi verið fyrirséð. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlands, hefur lýst samskonar áhyggjum. „Isavia þarf að beita sér, augljóslega. Isavia þarf að setja fótinn niður og taka þátt í að tryggja flugöryggi. Og mér heyrist það á Sigrúnu Björk að það standi til,“ segir Ingvar. Hann segir þetta þó ekki snúast um hagsmuni flugmanna. „Við sjáum þetta fyrst og síðast út frá almannahagsmunum og sjúkraflugið vegur þar einna þyngst. Þarna er eina hátæknisjúkrahúsið sem íslensk þjóð hefur bolmagn til þess að reka. Og óháð búsetu þarf fólk að geta komist á þetta sjúkrahús. Íbúar höfuðborgarinnar geta orðið fyrir heilsubresti eða slysförum úti á landi. Þannig að þetta er meiriháttar hagsmunamál sem varðar alla íbúa þessa lands.“ Frá undirritun flugvallarsamkomulagsins í nóvember 2019. En er raunhæft að stöðva byggingaráform borgarinnar, í ljósi þess að ríkið seldi henni landið? „Já.. menn hafa farið svolítið fram úr sér. En vilji ríkisins kemur fram þarna í þessu samkomulagi um að rekstraröryggi skuli tryggt. Þannig að menn verða bara að halda að sér höndum - meðan flugvöllurinn er í notkun,“ segir formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Skipulag Tengdar fréttir Segir nýtt íbúðahverfi skerða rekstraröryggi flugvallarins Óvíst er hvort Isavia muni afhenda Reykjavíkurborg svæði í Skerjafirði í vor til byggingar nýs íbúðahverfis án frekari rannsókna. Framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia segir húsbyggingar þar hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 3. janúar 2022 21:53 Borgin tekur tvær sneiðar til viðbótar af flugvellinum Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvær sneiðar verði skornar af Reykjavíkurflugvelli á næstu þremur árum og að vellinum verði svo endanlega lokað eftir áratug, árið 2032. 30. desember 2021 22:22 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Segir nýtt íbúðahverfi skerða rekstraröryggi flugvallarins Óvíst er hvort Isavia muni afhenda Reykjavíkurborg svæði í Skerjafirði í vor til byggingar nýs íbúðahverfis án frekari rannsókna. Framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia segir húsbyggingar þar hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 3. janúar 2022 21:53
Borgin tekur tvær sneiðar til viðbótar af flugvellinum Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvær sneiðar verði skornar af Reykjavíkurflugvelli á næstu þremur árum og að vellinum verði svo endanlega lokað eftir áratug, árið 2032. 30. desember 2021 22:22