Grunaður um að hafa nauðgað karlmanni á skemmtistað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2022 15:54 Meint brot áttu sér stað á salerni á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í ágúst í fyrra. Vísir/Vilhelm Karlmaður nokkur hefur verið ákærður fyrir tilraun til nauðgunar og nauðgun á salerni á skemmtistað einum í miðbæ Reykjavíkur í ágúst 2021. Þá er hann sakaður um brot gegn lögum um útlendinga fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum. Fram kemur í ákæru á hendur manninum að hann hafi ruðst inn á salerni á ónafngreindum skemmtistað í miðborginni aðfaranótt sunnudagsins 8. ágúst í fyrra. Þar hafi annar karlmaður verið staddur. Ákærði hafi dregið niður um hann buxur og nærbuxur og reynt að hafa endaþarmsmök við hann án hans samþykkis. Karlmaðurinn segist ítrekað hafa sagst ekki vilja þetta. Hann hafi reynt að ýta ákærða frá og þegar hann náði að ýta honum frá hafi ákærði farið niður á hnén og reynt að hafa munnmök við brotaþola sem náði að komast út af salerninu. Í öðrum ákærulið segir að ákærði hafi stuttu síðar farið á eftir karlmanninum inn á salernið, þrýst honum upp að vegg, dregið niður um hann buxur og haft við hann endaþarmsmök án hans samþykkis. Brotaþoli segist ítrekað hafa tjáð ákærða að hann vildi þetta ekki og reynt að komast í burtu. Þegar honum hafi tekist það hafi ákærði tekið í hönd hans, þvingað hann á hné og látið hann hafa við sig munnmök. Hann hafi ekki hætt því þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um auk þess sem hann hafi reynt að slá frá sér. Þá hafi ákærði fróað sér fyrir framan hann þar til brotaþoli hafi komist út af salerninu. Farið er fram á fimm milljónir króna í miskabætur fyrir karlmanninn, brotaþola í málinu. Í þriðja lið ákærunnar kemur fram að ákærði sé grunaður um brot gegn lögum um útlendinga. Hann hafi við handtöku um nóttina haft í vörslum sínum falsað ökuskírteini með gildistíma frá 2019 til 2029 og sömuleiðis falsað kennivottorð með svipaðan gildistíma. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og er aðalmeðferð fyrirhuguð í mars. Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Fleiri fréttir Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Sjá meira
Fram kemur í ákæru á hendur manninum að hann hafi ruðst inn á salerni á ónafngreindum skemmtistað í miðborginni aðfaranótt sunnudagsins 8. ágúst í fyrra. Þar hafi annar karlmaður verið staddur. Ákærði hafi dregið niður um hann buxur og nærbuxur og reynt að hafa endaþarmsmök við hann án hans samþykkis. Karlmaðurinn segist ítrekað hafa sagst ekki vilja þetta. Hann hafi reynt að ýta ákærða frá og þegar hann náði að ýta honum frá hafi ákærði farið niður á hnén og reynt að hafa munnmök við brotaþola sem náði að komast út af salerninu. Í öðrum ákærulið segir að ákærði hafi stuttu síðar farið á eftir karlmanninum inn á salernið, þrýst honum upp að vegg, dregið niður um hann buxur og haft við hann endaþarmsmök án hans samþykkis. Brotaþoli segist ítrekað hafa tjáð ákærða að hann vildi þetta ekki og reynt að komast í burtu. Þegar honum hafi tekist það hafi ákærði tekið í hönd hans, þvingað hann á hné og látið hann hafa við sig munnmök. Hann hafi ekki hætt því þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um auk þess sem hann hafi reynt að slá frá sér. Þá hafi ákærði fróað sér fyrir framan hann þar til brotaþoli hafi komist út af salerninu. Farið er fram á fimm milljónir króna í miskabætur fyrir karlmanninn, brotaþola í málinu. Í þriðja lið ákærunnar kemur fram að ákærði sé grunaður um brot gegn lögum um útlendinga. Hann hafi við handtöku um nóttina haft í vörslum sínum falsað ökuskírteini með gildistíma frá 2019 til 2029 og sömuleiðis falsað kennivottorð með svipaðan gildistíma. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og er aðalmeðferð fyrirhuguð í mars.
Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Fleiri fréttir Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Sjá meira