Hafa notað lífsýni þolenda til að bendla þá við aðra glæpi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2022 11:45 Ekki er vitað til þess að vinnubrögðum lögreglunnar í San Francisco hafi verið beitt annars staðar í Bandaríkjunum. Upp hefur komist að lögreglan í San Francisco hefur verið að nota erfðaupplýsingar þolenda kynferðisbrota til að tengja þá við aðra glæpi. Yfirsaksóknari borgarinnar segir lögreglu fara með þolendur eins og sönnunargögn og vill banna athæfið. Aðstoðarmenn yfirsaksóknarans, Chesa Boudin, segja embætti' ekki hafa vitað af vinnuaðferðum lögreglu fyrr en lögregla greindi frá því í síðustu viku að kona hefði verið handtekinn í tengslum við glæp á grundvelli erfðaupplýsinga sem var aflað eftir að hún tilkynnti að sér hefði verið nauðgað. Lífsýni var tekið hjá konunni til að bera kennsl á gerandann. Í kjölfarið kom í ljós að þetta er langt í frá eina tilfellið þar sem lögregla hefur notað erfðaupplýsingar sem safnað var við rannsókn kynferðisbrotamáls til að máta þolandann við aðra glæpi. Raunar kann að vera að þetta hafi tíðkast allt frá 2015. William Scott, yfirlögreglustjóri San Francisco, hefur sagt að málið verði kannað; ef rétt reynist þá muni hann beita sér til að taka fyrir aðferðirnar. „Við megum aldrei skapa neikvæða hvata fyrir fórnarlömb glæpa að gefa sig fram við lögreglu,“ sagði hann. Forsvarsmenn baráttusamtaka þolenda ofbeldis segja óforsvaranlegt að sönnunargögn sem safnað er til að bera kennsl á gerendur séu notuð gegn þolendum. „Þolendur sem gangast undir rannsókn í kjölfar nauðgunar hafa gefið samþykki sitt fyrir söfnun lífsýnis í mjög afmörkuðum tilgangi: til að stuðla að því að nauðgarinn náist,“ segir Camille Cooper, varaforseti stefnumótunar hjá RAINN (Rape, Abuse & Incest National Network). New York Times greindi frá. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Aðstoðarmenn yfirsaksóknarans, Chesa Boudin, segja embætti' ekki hafa vitað af vinnuaðferðum lögreglu fyrr en lögregla greindi frá því í síðustu viku að kona hefði verið handtekinn í tengslum við glæp á grundvelli erfðaupplýsinga sem var aflað eftir að hún tilkynnti að sér hefði verið nauðgað. Lífsýni var tekið hjá konunni til að bera kennsl á gerandann. Í kjölfarið kom í ljós að þetta er langt í frá eina tilfellið þar sem lögregla hefur notað erfðaupplýsingar sem safnað var við rannsókn kynferðisbrotamáls til að máta þolandann við aðra glæpi. Raunar kann að vera að þetta hafi tíðkast allt frá 2015. William Scott, yfirlögreglustjóri San Francisco, hefur sagt að málið verði kannað; ef rétt reynist þá muni hann beita sér til að taka fyrir aðferðirnar. „Við megum aldrei skapa neikvæða hvata fyrir fórnarlömb glæpa að gefa sig fram við lögreglu,“ sagði hann. Forsvarsmenn baráttusamtaka þolenda ofbeldis segja óforsvaranlegt að sönnunargögn sem safnað er til að bera kennsl á gerendur séu notuð gegn þolendum. „Þolendur sem gangast undir rannsókn í kjölfar nauðgunar hafa gefið samþykki sitt fyrir söfnun lífsýnis í mjög afmörkuðum tilgangi: til að stuðla að því að nauðgarinn náist,“ segir Camille Cooper, varaforseti stefnumótunar hjá RAINN (Rape, Abuse & Incest National Network). New York Times greindi frá.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira