Óttast er að fleiri hafi látist og að fleiri líka muni finnast þegar björgunarstarf kemst á fullt í dag, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.
Svæðið sem um ræðir er mikið fjalllendi en íbúar borgarinnar Petropolis hafa birt myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum sem sýna bíla og heilu húsin dregin í burtu af skriðum og flóðum.
Hér að neðan má sjá myndefni frá Sky News.
At least 18 people have died in mudslides and floods after a mountainous region of Rio de Janeiro saw almost a month's worth of rain fall in just three hours.
— Sky News (@SkyNews) February 16, 2022
Read more: https://t.co/wNHFMl6iKw pic.twitter.com/QA78Lz053F
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rigning og aurskriður leika þetta hérað grátt en hundruð dóu í sambærilegum aðstæðum.
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er í opinberri heimsókn í Rússlandi en hann sagðist hafa skipað ráðherrum sínum að styðja þau samfélög sem hafi orðið fyrir barðinu á rigningunni.