Fiskeldisiðnaðurinn hafi vafið sig inn í stjórnmálin með lævíslegum hætti Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. febrúar 2022 12:47 Jón Kaldal segir kröfurnar til laxeldisfyrirtækja á Íslandi allt of litlar. vísir/vilhelm Hátt í tvö þúsund tonn af laxi hafa drepist í tveimur sjókvíum Arctic Fish í Dýrafirði það sem af er ári. Talsmaður náttúruverndarsamtaka segir reglur um leyfileg afföll á Íslandi galnar og telur hagsmuni stjórnmálamanna þar spila inn í. Alls eru um 10 þúsund tonn af laxi í þessum sjókvíum Arctic Fish og afföllin því í kring um 20 prósent. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í dag. Í tilkynningu frá fiskeldisfyrirtækinu segir að laxadauðinn í byrjun árs eigi sér eðlilegar og náttúrulegar skýringar. Í vetrarveðrinu verður sjórinn kaldur, sem er mjög slæmt fyrir laxinn. Kaldur sjór verður alltaf vandamál við Ísland Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir ljóst að of kaldur sjór verði alltaf reglulegt vandamál við strendur Íslands. „Það hefur verið álitamál hvort það sé hægt að stunda sjókvíaeldi með viðunandi hætti á Vestfjörðum út af sjávarkulda,“ segir Jón. Síðustu ár hafi hitastig sjávarins þó verið þokkalega hliðhollur fiskeldinu en í vetrarlægðum sem þessum verði alltaf mikill laxadauði. Afföllin miklu meiri en í Noregi Jón segir afföllin á Íslandi allt of mikil; þau hafi verið um 18% á öllu landinu í fyrra. „Við skulum átta okkur á því að í Noregi er þetta hlutfall í kring um 12 prósent og þykir algjörlega óásættanlegt í Noregi. Það er með ólíkindum að stjórnmálafólk hafi ekki vaknað og sé að beita sér fyrir því að þessi iðnaður lagi sín mál,“ segir Jón. Hann grunar þó að sjókvíaeldisfyrirtækin hafi náð miklum tökum á íslenskum stjórnmálum. „Þessi iðnaður er búinn að vefa sig inn í stjórnmálalífið hér við land með mjög lævíslegum hætti. Formaður bæjarráðs á Ísafirði er starfsmaður sjókvíaeldisfyrirtækis, formaður bæjarráðs í Bolungarvík er starfsmaður sjókvíaeldis og forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar,“ segir Jón. Arctic Fish vildi ekki veita viðtal um afföllin í Dýrafirði. Fiskeldi Fiskur Lax Vesturbyggð Ísafjarðarbær Bolungarvík Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Alls eru um 10 þúsund tonn af laxi í þessum sjókvíum Arctic Fish og afföllin því í kring um 20 prósent. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í dag. Í tilkynningu frá fiskeldisfyrirtækinu segir að laxadauðinn í byrjun árs eigi sér eðlilegar og náttúrulegar skýringar. Í vetrarveðrinu verður sjórinn kaldur, sem er mjög slæmt fyrir laxinn. Kaldur sjór verður alltaf vandamál við Ísland Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir ljóst að of kaldur sjór verði alltaf reglulegt vandamál við strendur Íslands. „Það hefur verið álitamál hvort það sé hægt að stunda sjókvíaeldi með viðunandi hætti á Vestfjörðum út af sjávarkulda,“ segir Jón. Síðustu ár hafi hitastig sjávarins þó verið þokkalega hliðhollur fiskeldinu en í vetrarlægðum sem þessum verði alltaf mikill laxadauði. Afföllin miklu meiri en í Noregi Jón segir afföllin á Íslandi allt of mikil; þau hafi verið um 18% á öllu landinu í fyrra. „Við skulum átta okkur á því að í Noregi er þetta hlutfall í kring um 12 prósent og þykir algjörlega óásættanlegt í Noregi. Það er með ólíkindum að stjórnmálafólk hafi ekki vaknað og sé að beita sér fyrir því að þessi iðnaður lagi sín mál,“ segir Jón. Hann grunar þó að sjókvíaeldisfyrirtækin hafi náð miklum tökum á íslenskum stjórnmálum. „Þessi iðnaður er búinn að vefa sig inn í stjórnmálalífið hér við land með mjög lævíslegum hætti. Formaður bæjarráðs á Ísafirði er starfsmaður sjókvíaeldisfyrirtækis, formaður bæjarráðs í Bolungarvík er starfsmaður sjókvíaeldis og forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar,“ segir Jón. Arctic Fish vildi ekki veita viðtal um afföllin í Dýrafirði.
Fiskeldi Fiskur Lax Vesturbyggð Ísafjarðarbær Bolungarvík Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira