Segir að Valieva sé svo hæfileikarík að hún þurfi ekki að svindla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. febrúar 2022 13:00 Kamila Valieva ræðir við þjálfara sína. getty/Matthew Stockman Danshöfundur rússnesku skautakonunnar Kamilu Valievu segir að hún sé svo hæfileikarík að hún þurfi ekki að nota ólögleg lyf. Hin fimmtán ára Valieva var dæmd í bann í síðustu viku eftir að árangsaukandi hjartalyfið trimetazidine fannst í sýni hennar. Rússneska lyfjaeftirlitið aflétti banninu en alþjóða ólympíunefndin, alþjóða lyfjaeftirlitið og alþjóða skautasambandið afléttu ákvörðuninni. Alþjóða íþróttadómstólinn, CAS, gaf Valievu hins vegar leyfi til að keppa áfram á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Ungur aldur hennar spilaði meðal annars inn í þá ákvörðun. Hún fær því að keppa í einstaklingskeppninni í listdansi á skautum á morgun. Þar þykir Valieva lang sigurstranglegust. Hún hefur þegar leitt rússnesku ólympíunefndina til sigurs í liðakeppninni í listdansi á skautum. Danshöfundur Valievu, Alexey Zheleznyakov, veit ekki hvernig stendur á því að ólöglegt lyf fannst í sýni hennar. En hann segir að hún hafi enga þörf fyrir að svindla. „Ég er ekki guð, ég hef ekki hugmynd. Það eru margir möguleikar en eitt veit ég: Kami snertir ekkert ólöglegt, með hennar hæfileika er engin þörf á því,“ sagði Zheleznyakov. Alþjóða ólympíunefndin hefur sett pressu á alþjóða lyfjaeftirlitið að rannsaka þjálfarateymi Valievu, meðal annars yfirþjálfarann Eteri Tutberidze. Þótt Valievu komist á verðlaunapall í einstaklingskeppninni á morgun, sem yfirgnæfandi líkur eru á, verður engin verðlaunaafhending. Hún verður haldin seinna, þegar öll kurl eru komin til grafar í máli Valievu. Valieva, sem er fædd í apríl 2006, sýndi frábær tilþrif í liðakeppninni og framkvæmdi meðal annars fjórfalt snúningsstökk sem engin önnur kona hefur áður gert. Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Lyfjamisferli Rússa Rússland Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira
Hin fimmtán ára Valieva var dæmd í bann í síðustu viku eftir að árangsaukandi hjartalyfið trimetazidine fannst í sýni hennar. Rússneska lyfjaeftirlitið aflétti banninu en alþjóða ólympíunefndin, alþjóða lyfjaeftirlitið og alþjóða skautasambandið afléttu ákvörðuninni. Alþjóða íþróttadómstólinn, CAS, gaf Valievu hins vegar leyfi til að keppa áfram á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Ungur aldur hennar spilaði meðal annars inn í þá ákvörðun. Hún fær því að keppa í einstaklingskeppninni í listdansi á skautum á morgun. Þar þykir Valieva lang sigurstranglegust. Hún hefur þegar leitt rússnesku ólympíunefndina til sigurs í liðakeppninni í listdansi á skautum. Danshöfundur Valievu, Alexey Zheleznyakov, veit ekki hvernig stendur á því að ólöglegt lyf fannst í sýni hennar. En hann segir að hún hafi enga þörf fyrir að svindla. „Ég er ekki guð, ég hef ekki hugmynd. Það eru margir möguleikar en eitt veit ég: Kami snertir ekkert ólöglegt, með hennar hæfileika er engin þörf á því,“ sagði Zheleznyakov. Alþjóða ólympíunefndin hefur sett pressu á alþjóða lyfjaeftirlitið að rannsaka þjálfarateymi Valievu, meðal annars yfirþjálfarann Eteri Tutberidze. Þótt Valievu komist á verðlaunapall í einstaklingskeppninni á morgun, sem yfirgnæfandi líkur eru á, verður engin verðlaunaafhending. Hún verður haldin seinna, þegar öll kurl eru komin til grafar í máli Valievu. Valieva, sem er fædd í apríl 2006, sýndi frábær tilþrif í liðakeppninni og framkvæmdi meðal annars fjórfalt snúningsstökk sem engin önnur kona hefur áður gert.
Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Lyfjamisferli Rússa Rússland Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira