Er eitt stig af karlrembu í lagi? Anna Þorsteinsdóttir skrifar 13. febrúar 2022 22:31 „Já það má segja það, við erum ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, við erum að mæta karlrembu á hæsta stigi.“ Á þessum orðum Kristrúnar Heimisdóttur hefst greinin „Konur í knattspyrnu þurfa að berjast fyrir lífi sínu“ sem birtist í 2. tölublaði Skinfaxa árið 1991. Kristrún var á þessum tíma ritari Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna sem stofnað var árið 1990. Verkefni þessara samtaka voru svo sannarlega stór. Eitt af fyrstu baráttumálum samtakanna var að endurvekja íslenska kvennalandsliðið sem hafði verið lagt niður, einungis nokkrum árum eftir stofnun þess í kringum 1980. Baráttumál samtakanna voru mörg og sum þeirra eiga sem betur fer ekki við í dag. Á þessum tíma var föstum deildarleikjum kvenna frestað skyndilega vegna óvæntra heimaleikja karlaliðs í bikarkeppni eða vegna þess að það gleymdist hreinlega að boða dómara á kvennaleiki. Svo þurfti einnig að berjast fyrir því að mega nota eins takkaskó og karlarnir þegar spilað var á grasi. Í dag eru 31 ár síðan greinin kom út og það er ljóst að margt hefur áunnist í málefnum kvennaknattspyrnunnar á Íslandi. Það veit ég af eigin raun þar sem ég hóf minn knattspyrnuferil ári eftir að samtökin voru stofnuð og ákveðið var að snúa vörn í sókn eins og Kristrún segir í greininni. Það var gaman að alast upp í kvennafótbolta þegar við vorum í sókn en stundum getur verið erfitt að vera alltaf í sókn, sérstaklega þegar andstæðingurinn er hæsta stig af karlrembu. Smám saman dró því úr starfsemi samtakanna sem hefur nú ekki verið starfandi seinustu áratugi. Kannski ekki hæsta stig af karlrembu í dag en er eitt stig af karlrembu í lagi?Það var sláandi að lesa greinina og átta sig á því að allt of mörg baráttumál samtakanna árið 1991 eru að einhverju leyti enn baráttumál í dag. Í greininni er fjallað um skort á konum í stjórnum og þjálfun, orðræðu í kringum knattspyrnuna, dómaramál, leik- og æfingatíma, fjölmiðla, virðingu og mismunandi mat á árangri karla og kvennaliða. Þó svo að margt hafi breyst í þessum málum þá er potturinn enn brotinn á mörgum stöðum. Reyndar er potturinn svo brotinn að ég þurfti ekki að lesa þessa grein til að komast að því að við þurfum að gera betur. Við vorum nú þegar nokkrar konur úr ólíkum áttum fótboltans búnar að hópa okkur saman og komast að því að það er kominn tími. Það er kominn tími til að endurvekja samtökin sem hófu baráttuna fyrir þremur áratugum. Ekki vegna þess að við séum í vörn í dag heldur vegna þess að nú er meðbyr í samfélaginu. Nú er meðbyr með jafnrétti, nú er tækifæri til að stíga næstu skref og fara í sókn með öllu fótboltasamfélaginu. Það er kominn tími til að endurvekja samtökin en nú með öllum þeim sem vilja stuðla að jafnrétti. Samtök þar sem núverandi og fyrrverandi knattspyrnukonur, foreldrar og annað áhugafólk um jafnrétti og knattspyrnu sameinast um að klára verkið sem knattspyrnukonurnar byrjuðu á fyrir 32 árum. Við þurfum hagsmunasamtök fyrir konur í knattspyrnu sem hafa það markmið að auka samstöðu, sýnileika, jafnrétti og virðingu kvenna innan íþróttarinnar. Samtök sem eru hugsuð sem sameiningarafl í jafnréttisbaráttunni, jafnt innan knattspyrnuliðanna sem og hreyfingarinnar. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna verða formlega endurvakinn í Iðnó 25. febrúar 2022. Áhugasamir geta leitað nánari upplýsinga á Facebook hópnum Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna Höfundur er fyrrverandi knattspyrnukona og jafnréttissinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fótbolti Jafnréttismál KSÍ Mest lesið Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Já það má segja það, við erum ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, við erum að mæta karlrembu á hæsta stigi.“ Á þessum orðum Kristrúnar Heimisdóttur hefst greinin „Konur í knattspyrnu þurfa að berjast fyrir lífi sínu“ sem birtist í 2. tölublaði Skinfaxa árið 1991. Kristrún var á þessum tíma ritari Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna sem stofnað var árið 1990. Verkefni þessara samtaka voru svo sannarlega stór. Eitt af fyrstu baráttumálum samtakanna var að endurvekja íslenska kvennalandsliðið sem hafði verið lagt niður, einungis nokkrum árum eftir stofnun þess í kringum 1980. Baráttumál samtakanna voru mörg og sum þeirra eiga sem betur fer ekki við í dag. Á þessum tíma var föstum deildarleikjum kvenna frestað skyndilega vegna óvæntra heimaleikja karlaliðs í bikarkeppni eða vegna þess að það gleymdist hreinlega að boða dómara á kvennaleiki. Svo þurfti einnig að berjast fyrir því að mega nota eins takkaskó og karlarnir þegar spilað var á grasi. Í dag eru 31 ár síðan greinin kom út og það er ljóst að margt hefur áunnist í málefnum kvennaknattspyrnunnar á Íslandi. Það veit ég af eigin raun þar sem ég hóf minn knattspyrnuferil ári eftir að samtökin voru stofnuð og ákveðið var að snúa vörn í sókn eins og Kristrún segir í greininni. Það var gaman að alast upp í kvennafótbolta þegar við vorum í sókn en stundum getur verið erfitt að vera alltaf í sókn, sérstaklega þegar andstæðingurinn er hæsta stig af karlrembu. Smám saman dró því úr starfsemi samtakanna sem hefur nú ekki verið starfandi seinustu áratugi. Kannski ekki hæsta stig af karlrembu í dag en er eitt stig af karlrembu í lagi?Það var sláandi að lesa greinina og átta sig á því að allt of mörg baráttumál samtakanna árið 1991 eru að einhverju leyti enn baráttumál í dag. Í greininni er fjallað um skort á konum í stjórnum og þjálfun, orðræðu í kringum knattspyrnuna, dómaramál, leik- og æfingatíma, fjölmiðla, virðingu og mismunandi mat á árangri karla og kvennaliða. Þó svo að margt hafi breyst í þessum málum þá er potturinn enn brotinn á mörgum stöðum. Reyndar er potturinn svo brotinn að ég þurfti ekki að lesa þessa grein til að komast að því að við þurfum að gera betur. Við vorum nú þegar nokkrar konur úr ólíkum áttum fótboltans búnar að hópa okkur saman og komast að því að það er kominn tími. Það er kominn tími til að endurvekja samtökin sem hófu baráttuna fyrir þremur áratugum. Ekki vegna þess að við séum í vörn í dag heldur vegna þess að nú er meðbyr í samfélaginu. Nú er meðbyr með jafnrétti, nú er tækifæri til að stíga næstu skref og fara í sókn með öllu fótboltasamfélaginu. Það er kominn tími til að endurvekja samtökin en nú með öllum þeim sem vilja stuðla að jafnrétti. Samtök þar sem núverandi og fyrrverandi knattspyrnukonur, foreldrar og annað áhugafólk um jafnrétti og knattspyrnu sameinast um að klára verkið sem knattspyrnukonurnar byrjuðu á fyrir 32 árum. Við þurfum hagsmunasamtök fyrir konur í knattspyrnu sem hafa það markmið að auka samstöðu, sýnileika, jafnrétti og virðingu kvenna innan íþróttarinnar. Samtök sem eru hugsuð sem sameiningarafl í jafnréttisbaráttunni, jafnt innan knattspyrnuliðanna sem og hreyfingarinnar. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna verða formlega endurvakinn í Iðnó 25. febrúar 2022. Áhugasamir geta leitað nánari upplýsinga á Facebook hópnum Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna Höfundur er fyrrverandi knattspyrnukona og jafnréttissinni.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun