Jónatan Magnússon: Vonandi er þetta það sem koma skal Ester Ósk Árnadóttir skrifar 13. febrúar 2022 19:29 Jónatan Magnússon léttur í bragði fyrir utan KA-heimilið. MYND/STÖÐ 2 „Þetta er sterkur sigur hjá okkur, mikilvægur og ég er því mjög ánægður,“ sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA eftir 25-24 sigur á Stjörnunni í KA heimilinu í dag. „ Stjarnan er mikið sóknarlið og skorar yfirleitt mikið og það að ná að halda þeim í 24 mörkum er frábært. Ég er mest ánægður með vörnina og markvörsluna en þetta tvennt var gott allan leikinn. Bruno kemur inn eftir að Nicholas hefur verið góður og heldur uppteknum hætti en ég vil líka nefna baráttuna í mínum mönnum.“ KA er komið með fjóra sigra í röð í deildinni, þó góð pása hafi komið hjá liðinu en þetta er fyrsti leikur liðsins síðan 17. desember síðastliðinn. „Já það er rétt við erum komnir með fjóra sigra í röð þótt það sé svolítið langt á milli þeirra en mér fannst við samt eiga mikið inni eftir leikinn í dag. Mér fannst við ekki keyra mikið á þá út frá okkar varnarleik, það er komið sjálfstraust enda kemur það þegar maður vinnur leiki.“ „Þetta gefur okkur mikið, þetta býr til extra trú með að vinna þennan leik í dag, þetta er mjög sterkur sigur fyrir okkur. Vonandi er þetta það sem koma skal, það er alltaf erfitt að koma í KA heimilið og það verður það, það sem eftir er af vetrinum.“ Einar Rafn Eiðsson spilaði ekki með KA í dag. „Staðan á honum er óviss. Við þurfum að bíða aðeins með hann. Hann fer í myndatöku í vikunni en hann var á leikskýrslu þannig að hann fengi tækifæri til að tjá sig. Það er smá púsluspil fyrir okkur að missa hann eðlilega enda er hann mikilvægur hlekkur hjá okkur, það bar þess aðeins merki. Ég er samt miklu meira fyrir það að tala um þá sem voru að spila, því ég var ánægður með liðið mitt í dag.“ Það er stutt á milli í þessu og næsta verkefni KA er einmitt Stjarnan á miðvikudaginn en þá verður spilað í TM höllinni. „Það er alltaf gott að vinna jafna leiki, það gefur liðum kraft. Næsta verkefni okkar er samt á miðvikudaginn og er einmitt Stjarnan í bikarnum. Það sem við þurfum að gera núna er að endurhlaða okkur og fara svo í nákvæmlega sama slag við Stjörnuna í mýrinni.“ Íslenski handboltinn KA Stjarnan Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
„ Stjarnan er mikið sóknarlið og skorar yfirleitt mikið og það að ná að halda þeim í 24 mörkum er frábært. Ég er mest ánægður með vörnina og markvörsluna en þetta tvennt var gott allan leikinn. Bruno kemur inn eftir að Nicholas hefur verið góður og heldur uppteknum hætti en ég vil líka nefna baráttuna í mínum mönnum.“ KA er komið með fjóra sigra í röð í deildinni, þó góð pása hafi komið hjá liðinu en þetta er fyrsti leikur liðsins síðan 17. desember síðastliðinn. „Já það er rétt við erum komnir með fjóra sigra í röð þótt það sé svolítið langt á milli þeirra en mér fannst við samt eiga mikið inni eftir leikinn í dag. Mér fannst við ekki keyra mikið á þá út frá okkar varnarleik, það er komið sjálfstraust enda kemur það þegar maður vinnur leiki.“ „Þetta gefur okkur mikið, þetta býr til extra trú með að vinna þennan leik í dag, þetta er mjög sterkur sigur fyrir okkur. Vonandi er þetta það sem koma skal, það er alltaf erfitt að koma í KA heimilið og það verður það, það sem eftir er af vetrinum.“ Einar Rafn Eiðsson spilaði ekki með KA í dag. „Staðan á honum er óviss. Við þurfum að bíða aðeins með hann. Hann fer í myndatöku í vikunni en hann var á leikskýrslu þannig að hann fengi tækifæri til að tjá sig. Það er smá púsluspil fyrir okkur að missa hann eðlilega enda er hann mikilvægur hlekkur hjá okkur, það bar þess aðeins merki. Ég er samt miklu meira fyrir það að tala um þá sem voru að spila, því ég var ánægður með liðið mitt í dag.“ Það er stutt á milli í þessu og næsta verkefni KA er einmitt Stjarnan á miðvikudaginn en þá verður spilað í TM höllinni. „Það er alltaf gott að vinna jafna leiki, það gefur liðum kraft. Næsta verkefni okkar er samt á miðvikudaginn og er einmitt Stjarnan í bikarnum. Það sem við þurfum að gera núna er að endurhlaða okkur og fara svo í nákvæmlega sama slag við Stjörnuna í mýrinni.“
Íslenski handboltinn KA Stjarnan Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira